Innlent

Mikill meiri­hluti vill að Bjarni hætti í ríkis­stjórn

Árni Sæberg skrifar
Bjarni Benediktsson þegar hann tilkynnti afsögn sína.
Bjarni Benediktsson þegar hann tilkynnti afsögn sína. Vísir/Vilhelm

Ríflega sjötíu prósent svarenda nýrrar könnunar Maskínu vilja að Bjarni Benediktsson hætti alfarið í ríkisstjórn í stað þess að taka við öðru ráðuneyti.

Maskína lagði tvær spurningar fyrir þjóðgátt Mastkínu, sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu, í kjölfar afsagnar Bjarna Benediktssonar úr embætti fjármála- og efnahagsráðherra. 

Könnunin fór fram dagana 12. og 13. október og svarendur voru 916 talsins.

Flestir sammála ákvörðuninni

Fyrri spurningin var ert þú sammála eða ósammála ákvörðun Bjarna Benediktssonar að segja af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra?

63,3 prósent sögðust mjög sammála ákvörðuninni, 16,8 prósent fremur sammála, 13,9 prósent tóku ekki afstöðu, 2,8 prósent sögðust fremur ósammála og 3,3 prósent mjög ósammála.

Það gerir í heildina um 80 prósent sem eru sammála ákvörðun Bjarna og aðeins um sex prósent ósammála.

Þrjú prósent vilja að Bjarni hætti við að hætta

Hin spurningin var hvað af eftirfarandi vilt þú að Bjarni Benediktsson geri?

70,7 prósent sögðust vilja að Bjarni hætti sem ráðherra, þrettán prósent sögðust vilja að hann haldi áfram sem ráðherra en í öðru ráðuneyti og 2,8 sögðust vilja að hann dragi afsögn sína til baka og haldi áfram sem fjármála- efnahagsráðherra. 13,5 prósent sögðust enga skoðun á málinu hafa.


Tengdar fréttir

Boða til blaða­manna­fundar

Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra boða til blaðamannafundar á morgun klukkan 11:00 í Eddu, húsi íslenskunnar.

Kemur vel til greina að Bjarni taki annan ráð­herra­stól

Sigurður Ingi Jóhanns­son, inn­viða­ráð­herra og for­maður Fram­sóknar, segir vel koma til greina að Bjarni Bene­dikts­son taki að sér annan ráð­herra­stól. Hann segist virða á­kvörðun Bjarna um að stíga til hliðar sem fjár­mála­ráð­herra.

Eiga ekki von á að ráð­herra­málin verði rædd

Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir fund stjórnarþingmanna sem fram fer á Þingvöllum í dag hafa verið skipulagðan fyrir nokkrum vikum síðan. Hún á ekki von á því að ráðherramálin verði rædd. 

Umdeilt hvort Bjarni sé að axla ábyrgð

Hvort að Bjarni Benediktsson sé að axla pólitíska ábyrgð með afsögn sinni var á meðal þess sem var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir það eiga eftir að koma í ljós. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir Bjarna hafa axlað ábyrgð. Stjórnmálafræðingur segir það matsatriði.

Katrín segir hugsan­legt að Bjarni taki annað ráðu­neyti

Forsætisráðherra segir ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að segja af sér ráðherraembætti vera virðingarverða og rétta. Ákvörðunin hafi þó alfarið komið frá honum sjálfum. Stjórnin standi traustum fótum og ekki sé von á kosningum. Hugsanlega komi Bjarni til með að taka við öðru ráðherraembætti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×