Umdeilt hvort Bjarni sé að axla ábyrgð Jón Þór Stefánsson skrifar 10. október 2023 17:44 Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, ræddu um afsögn Bjarna Benediktssonar. Vísir/Vilhelm Hvort að Bjarni Benediktsson sé að axla pólitíska ábyrgð með afsögn sinni var á meðal þess sem var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir það eiga eftir að koma í ljós. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir Bjarna hafa axlað ábyrgð. Stjórnmálafræðingur segir það matsatriði. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir álit umboðsmanns Alþingis ekki hafa komið sér á óvart. Hann hafi talið frá upphafi að stjórnsýslulög hafi verið brotin við Íslandsbankasöluna. Hins vegar veltir hann fyrir sér þýðingu afsagnar Bjarna. „Hvað hefur í raun og veru gerst?“ spyr Þorsteinn. „Það ekki enn komið í ljós að ráðherra hafi axlað ábyrgð. Það er enn opið að þetta sé bara tilefni til stólaskipta innan ríkisstjórnarinnar. Þá verður nú varla sagt að menn séu að axla ábyrgð, heldur bara að nota tilefnið til að skipta um ráðuneyti sem gat vel verið að menn hafi haft augastað á,“ Ólafur G. Harðarsson stjórnmálafræðingur segir það matsatriði hvort að Bjarni hafi axlað ábyrgð með afsögn sinni, slíkt sé umdeilanlegt.Vísir/Vilhelm Spurður út í hvort Bjarni myndi axla ábyrgð með því að skipta um ráðuneyti segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, að það sé matsatriði. „Hvað er að axla pólitíska ábyrgð? Stundum hafa menn sagt, vegna þess að það er frekar óalgengt í íslenska kerfinu að menn axli ábyrgð með því að segja af sér, að hin raunverulega pólitíska ábyrgð sé í kosningum. Þar geti kjósendur refsað ráðherrum,“ segir Ólafur Hann bendir á að það sé ansi ólíkt því sem tíðkist í nágrannalöndunum þar sem afsagnir séu talsvert algengari. „Jafnvel þó Þorsteinn vilji bara kalla þetta hrókeringar þá er afsögn að þessu tagi óvenjuleg í íslensku samfélagi,“ segir Ólafur. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er á öðru máli en Þorsteinn. „Mig langar að fá að nefna í þessu samhengi að enginn þurfi að velkjast í vafa um að þessi ákvörðun er ekki einhvers konar hrókering,“ segir hún. Jafnframt heldur Hildur því fram að Bjarni sé með ákvörðun sinni að axla ábyrgð. Hún sagði sérstakt að velta því fyrir sér að svo væri mögulega ekki. „Atburðir morgunsins eru þeir að Bjarni Benediktsson er að bera ábyrgð á þessari niðurstöðu,“ segir Hildur og Þorsteinn skýtur inn í: „Það fer eftir því hvað hann gerir,“ og Hildur svarar: „Þar erum við ekki sammála,“ „Það eru ekki auðveld skref fyrir Bjarna að stíga út úr þessu ráðuneyti sem hann brennur fyrir,“ segir Hildur. Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Pallborðið Tengdar fréttir Bjarni bæði hæfur og vanhæfur í senn Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tókust á um túlkun sína á áliti umboðsmanns Alþingis sem hefur orðið til þess að Bjarni Benediktsson hefur sagt af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra. 10. október 2023 14:58 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins heyrðu tíðindin á sama tíma og þjóðin Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins heyrði fréttirnar af afsögn Bjarna Benediktssonar á sama tíma og aðrir, þegar hann tilkynnti hana á Blaðamannafundi í morgun. Hann hafði þó greint frá áliti umboðsmanns Alþingis á fundi með þingflokknum í morgun. 10. október 2023 11:37 Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 10. október 2023 10:47 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir álit umboðsmanns Alþingis ekki hafa komið sér á óvart. Hann hafi talið frá upphafi að stjórnsýslulög hafi verið brotin við Íslandsbankasöluna. Hins vegar veltir hann fyrir sér þýðingu afsagnar Bjarna. „Hvað hefur í raun og veru gerst?“ spyr Þorsteinn. „Það ekki enn komið í ljós að ráðherra hafi axlað ábyrgð. Það er enn opið að þetta sé bara tilefni til stólaskipta innan ríkisstjórnarinnar. Þá verður nú varla sagt að menn séu að axla ábyrgð, heldur bara að nota tilefnið til að skipta um ráðuneyti sem gat vel verið að menn hafi haft augastað á,“ Ólafur G. Harðarsson stjórnmálafræðingur segir það matsatriði hvort að Bjarni hafi axlað ábyrgð með afsögn sinni, slíkt sé umdeilanlegt.Vísir/Vilhelm Spurður út í hvort Bjarni myndi axla ábyrgð með því að skipta um ráðuneyti segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, að það sé matsatriði. „Hvað er að axla pólitíska ábyrgð? Stundum hafa menn sagt, vegna þess að það er frekar óalgengt í íslenska kerfinu að menn axli ábyrgð með því að segja af sér, að hin raunverulega pólitíska ábyrgð sé í kosningum. Þar geti kjósendur refsað ráðherrum,“ segir Ólafur Hann bendir á að það sé ansi ólíkt því sem tíðkist í nágrannalöndunum þar sem afsagnir séu talsvert algengari. „Jafnvel þó Þorsteinn vilji bara kalla þetta hrókeringar þá er afsögn að þessu tagi óvenjuleg í íslensku samfélagi,“ segir Ólafur. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er á öðru máli en Þorsteinn. „Mig langar að fá að nefna í þessu samhengi að enginn þurfi að velkjast í vafa um að þessi ákvörðun er ekki einhvers konar hrókering,“ segir hún. Jafnframt heldur Hildur því fram að Bjarni sé með ákvörðun sinni að axla ábyrgð. Hún sagði sérstakt að velta því fyrir sér að svo væri mögulega ekki. „Atburðir morgunsins eru þeir að Bjarni Benediktsson er að bera ábyrgð á þessari niðurstöðu,“ segir Hildur og Þorsteinn skýtur inn í: „Það fer eftir því hvað hann gerir,“ og Hildur svarar: „Þar erum við ekki sammála,“ „Það eru ekki auðveld skref fyrir Bjarna að stíga út úr þessu ráðuneyti sem hann brennur fyrir,“ segir Hildur.
Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Pallborðið Tengdar fréttir Bjarni bæði hæfur og vanhæfur í senn Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tókust á um túlkun sína á áliti umboðsmanns Alþingis sem hefur orðið til þess að Bjarni Benediktsson hefur sagt af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra. 10. október 2023 14:58 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins heyrðu tíðindin á sama tíma og þjóðin Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins heyrði fréttirnar af afsögn Bjarna Benediktssonar á sama tíma og aðrir, þegar hann tilkynnti hana á Blaðamannafundi í morgun. Hann hafði þó greint frá áliti umboðsmanns Alþingis á fundi með þingflokknum í morgun. 10. október 2023 11:37 Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 10. október 2023 10:47 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Bjarni bæði hæfur og vanhæfur í senn Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tókust á um túlkun sína á áliti umboðsmanns Alþingis sem hefur orðið til þess að Bjarni Benediktsson hefur sagt af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra. 10. október 2023 14:58
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins heyrðu tíðindin á sama tíma og þjóðin Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins heyrði fréttirnar af afsögn Bjarna Benediktssonar á sama tíma og aðrir, þegar hann tilkynnti hana á Blaðamannafundi í morgun. Hann hafði þó greint frá áliti umboðsmanns Alþingis á fundi með þingflokknum í morgun. 10. október 2023 11:37
Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 10. október 2023 10:47
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?