Evrópuríki banna samkomur til stuðnings Palestínumönnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2023 12:57 Ráðamenn í Þýskalandi og Frakklandi hafa bannað stuðningssamkomur fyrir Palestínumenn. Getty/Gregor Fischer Þrjú Evrópulönd hafa bannað fólki að koma saman til að sýna Palestínumönnum stuðning og innanríkisráðherra Breta segir palestínska fánann jafn mikið hatursmerki og hakakrossinn. Formaður utanríkismálanefndar gerir ráð fyrir að þarna sé um vel ígrundaðar öryggisákvarðanir að ræða þó það sé alvarlegt að afskipti séu höfð af tjáningarfrelsinu. Spennan vegna stríðsins í Ísrael og Palestínu hefur magnast í Evrópu. Frönsk lögregla beitti í gær mótmælendur, sem voru saman komnir til að sýna palestínsku þjóðinni stuðning, táragasi og sprautaði á þá vatni til að brjóta mótmælin upp. Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, bannaði fyrr í vikunni mótmæli til stuðnings Palestínu. Þjóðverjar hyggjast gera slíkt hið sama og Olaf Scholz kanslari Þýskalands hefur varað við því að þeir sem noti merki samtakanna Hamas, lýsi yfir stuðningi við verk þeirra, tali fyrir frekara ofbeldi Hamas gegn Ísrael eða brenni ísraelska fánann geti átt dóm yfir höfði sér. Ungverjar hafa einnig bannað samkomur til stuðnings Ísrael. „Þau hafa auðvitað reynslu af því að átök fyrir botni Miðjarðarhafs og víðar smitist inn til þessara landa. Maður gerir auðvitað ráð fyrir því að þetta séu vel ígrundaðar öryggisákvarðanir sem eru teknar þó það sé auðvitað alvarlegt að það þurfi að hafa afskipti af tjáningarfrelsinu með þessum hætti,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis.Vísir/Vilhelm Suella Braverman innanríkisráðherra Bretlands hefur beint því til lögreglu að mæta þeim sem flagga palestínska fánanum af hörku. Þá hefur hún beint til lögreglu að túlka frelsisslagorðið From the river to the sea, Palestine will be free“, sem vilja til ofbeldisverka. Bæði slagorðið og palestínska fánann eigi að leggja til jafns við hakakrossinn. „Þá er ekki síst verið að líta til þess að þarna er veruleg hætta á ofbeldi og aðförum í garð Gyðinga, eins og við þekkjum frá þessum löndum.“ Sameinuðu þjóðirnar fengu í morgun viðvörun frá Ísraelsher um að rýma norðurhluta Gasastrandainnar, það er að segja allt fyrir norðan ána Gasa. Íbúar hafa sömuleiðis verið hvattir til að rýma svæðið. 700 þúsund til milljón búa á svæðinu. Samtökin Hamas hafa hvatt íbúa til að fylgja ekki fyrirskipunum Ísraelsmanna og halda sig heima. Vísuðu þau til þess að í vikunni hafi Ísraelsmenn ítrekað hvatt íbúa Gasastrandarinnar til að flýja á ákveðin svæði og seinna sprengt upp þau svæði. Þá hafa Ísraelsmenn lokað fyrir vatn, rafmagn og matarsendingar til Gasastrandarinnar, sem brýtur í bága við Alþjóðalög. Minnst níu starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og þónokkrir starfsmenn Rauða hálfmánans hafa verið drepnir í árásum Ísrael á Gasaströndina. Þetta telst samkvæmt Genfarsáttmálanum til stríðsglæpa. Telur þú Ísraelsmenn fremja þarna stríðsglæpi? „Það er náttúrulega ömurlegt hvernig þessi hryðjuverkasamtök, eins og þekkt er, haga sér. Hvernig þau nota fólk, almenna borgara, sína eigin borgara og gísla eins og þau gera núna, sem mannlega skyldi. Það er þekkt aðferð hjá þeim hvernig þau koma sér fyrir í kjöllurum sjúkrahúsa og verjast þannig árásum. Það er auðvitað ömurlegt og þess vegna geri ég ráð fyrir að þessi tilskipun sé sett fram,“ svarar Diljá Mist. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Hyggjast eyðileggja umfangsmikið gangakerfi Hamas undir Gasa Ísraelsher hyggst uppræta Hamas-samtökin í þeim aðgerðum sem nú standa yfir, sem munu meðal annars miða að því að eyðileggja umfangsmikil göng sem liggja undir Gasaborg. 13. október 2023 08:11 Íbúum og hjálparsamtökum sagt að rýma norðurhluta Gasa Sameinuðu þjóðirnar segjast hafa fengið viðvörun frá Ísraelsher um að rýma norðurhluta svæðisins, það er að segja allt svæðið fyrir norðan Wadi Gaza. 13. október 2023 06:36 Ákvað að ganga ekki í herinn heldur halda sig á Íslandi Ekkert lát virðist vera á átökum Ísraela og Hamas-liða. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur lofað Ísraelum eilífum stuðningi. Ísraeli sem búsettur er hér á landi segir samlanda sína þurfa að standa saman. 12. október 2023 21:01 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Spennan vegna stríðsins í Ísrael og Palestínu hefur magnast í Evrópu. Frönsk lögregla beitti í gær mótmælendur, sem voru saman komnir til að sýna palestínsku þjóðinni stuðning, táragasi og sprautaði á þá vatni til að brjóta mótmælin upp. Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, bannaði fyrr í vikunni mótmæli til stuðnings Palestínu. Þjóðverjar hyggjast gera slíkt hið sama og Olaf Scholz kanslari Þýskalands hefur varað við því að þeir sem noti merki samtakanna Hamas, lýsi yfir stuðningi við verk þeirra, tali fyrir frekara ofbeldi Hamas gegn Ísrael eða brenni ísraelska fánann geti átt dóm yfir höfði sér. Ungverjar hafa einnig bannað samkomur til stuðnings Ísrael. „Þau hafa auðvitað reynslu af því að átök fyrir botni Miðjarðarhafs og víðar smitist inn til þessara landa. Maður gerir auðvitað ráð fyrir því að þetta séu vel ígrundaðar öryggisákvarðanir sem eru teknar þó það sé auðvitað alvarlegt að það þurfi að hafa afskipti af tjáningarfrelsinu með þessum hætti,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis.Vísir/Vilhelm Suella Braverman innanríkisráðherra Bretlands hefur beint því til lögreglu að mæta þeim sem flagga palestínska fánanum af hörku. Þá hefur hún beint til lögreglu að túlka frelsisslagorðið From the river to the sea, Palestine will be free“, sem vilja til ofbeldisverka. Bæði slagorðið og palestínska fánann eigi að leggja til jafns við hakakrossinn. „Þá er ekki síst verið að líta til þess að þarna er veruleg hætta á ofbeldi og aðförum í garð Gyðinga, eins og við þekkjum frá þessum löndum.“ Sameinuðu þjóðirnar fengu í morgun viðvörun frá Ísraelsher um að rýma norðurhluta Gasastrandainnar, það er að segja allt fyrir norðan ána Gasa. Íbúar hafa sömuleiðis verið hvattir til að rýma svæðið. 700 þúsund til milljón búa á svæðinu. Samtökin Hamas hafa hvatt íbúa til að fylgja ekki fyrirskipunum Ísraelsmanna og halda sig heima. Vísuðu þau til þess að í vikunni hafi Ísraelsmenn ítrekað hvatt íbúa Gasastrandarinnar til að flýja á ákveðin svæði og seinna sprengt upp þau svæði. Þá hafa Ísraelsmenn lokað fyrir vatn, rafmagn og matarsendingar til Gasastrandarinnar, sem brýtur í bága við Alþjóðalög. Minnst níu starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og þónokkrir starfsmenn Rauða hálfmánans hafa verið drepnir í árásum Ísrael á Gasaströndina. Þetta telst samkvæmt Genfarsáttmálanum til stríðsglæpa. Telur þú Ísraelsmenn fremja þarna stríðsglæpi? „Það er náttúrulega ömurlegt hvernig þessi hryðjuverkasamtök, eins og þekkt er, haga sér. Hvernig þau nota fólk, almenna borgara, sína eigin borgara og gísla eins og þau gera núna, sem mannlega skyldi. Það er þekkt aðferð hjá þeim hvernig þau koma sér fyrir í kjöllurum sjúkrahúsa og verjast þannig árásum. Það er auðvitað ömurlegt og þess vegna geri ég ráð fyrir að þessi tilskipun sé sett fram,“ svarar Diljá Mist.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Hyggjast eyðileggja umfangsmikið gangakerfi Hamas undir Gasa Ísraelsher hyggst uppræta Hamas-samtökin í þeim aðgerðum sem nú standa yfir, sem munu meðal annars miða að því að eyðileggja umfangsmikil göng sem liggja undir Gasaborg. 13. október 2023 08:11 Íbúum og hjálparsamtökum sagt að rýma norðurhluta Gasa Sameinuðu þjóðirnar segjast hafa fengið viðvörun frá Ísraelsher um að rýma norðurhluta svæðisins, það er að segja allt svæðið fyrir norðan Wadi Gaza. 13. október 2023 06:36 Ákvað að ganga ekki í herinn heldur halda sig á Íslandi Ekkert lát virðist vera á átökum Ísraela og Hamas-liða. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur lofað Ísraelum eilífum stuðningi. Ísraeli sem búsettur er hér á landi segir samlanda sína þurfa að standa saman. 12. október 2023 21:01 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Hyggjast eyðileggja umfangsmikið gangakerfi Hamas undir Gasa Ísraelsher hyggst uppræta Hamas-samtökin í þeim aðgerðum sem nú standa yfir, sem munu meðal annars miða að því að eyðileggja umfangsmikil göng sem liggja undir Gasaborg. 13. október 2023 08:11
Íbúum og hjálparsamtökum sagt að rýma norðurhluta Gasa Sameinuðu þjóðirnar segjast hafa fengið viðvörun frá Ísraelsher um að rýma norðurhluta svæðisins, það er að segja allt svæðið fyrir norðan Wadi Gaza. 13. október 2023 06:36
Ákvað að ganga ekki í herinn heldur halda sig á Íslandi Ekkert lát virðist vera á átökum Ísraela og Hamas-liða. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur lofað Ísraelum eilífum stuðningi. Ísraeli sem búsettur er hér á landi segir samlanda sína þurfa að standa saman. 12. október 2023 21:01