Innlent

Bjarni segir hrókeringar lítið ræddar: „Með stærri at­burðum í mínu lífi“

Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa
Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm

Bjarni Bene­dikts­son, frá­farandi fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæðis­flokksins, segir að for­svars­menn ríkis­stjórnar­flokkanna noti til­efnið nú til að ræða stöðuna á kjör­tíma­bilinu og hvað sé fram­undan í sam­starfinu. Lítið hafi verið rætt um ráðu­neyta­skipan. Hann segir at­burði síðustu daga með þeim stærri í sínu lífi.

Frétta­stofa ræddi við Bjarna að loknum ó­undir­búnum fyrir­spurna­tíma. Þar fékk Bjarni engar fyrir­spurnir frá þing­mönnum stjórnar­and­stöðunnar, í sínum síðasta fyrir­spurnar­tíma sem fjár­mála­ráð­herra eftir tíu ár í því em­bætti.

„Við höfum verið að hittast og full­trúar for­mannanna hafa sömu­leiðis setið saman. Það gengur allt bara á­gæt­lega. Við erum að nota þetta til­efni til þess að að­eins að taka al­vöru um­ræðu um stöðuna á þessu kjör­tíma­bili og hvað er fram­undan í svona ríkis­stjórnar­sam­starfi og hvað er mikil­vægast. Þannig að það gengur allt sam­kvæmt á­ætlun.“

Verða gerðar miklar hrókeringar í sjálfri ríkis­stjórninni?

„Það hafa engar slíkar á­kvarðanir verið teknar og við höfum lítið rætt um ráðu­neyta­skipan.“

Kynna á­fram­haldið á laugar­dag

Bjarni segir að stefnt sé að því að ljúka við­ræðum á laugar­daginn. Hann segir að fundað verði í dag og á morgun.

Það hefur komið fram gagn­rýni hjá ríkis­stjórninni um að þú hafir verið orðaður við ráð­herra­stól en hafir axlað á­byrgð sem fjár­mála­ráð­herra, það sé ó­við­eig­andi að þú farir strax í ráð­herra­stól. Hvernig svarar þú þeirri gagn­rýni?

„Ég bara vísa til þess sem að ég sagði í upp­hafi. Ég sagði að ég myndi láta af störfum sem fjár­mála-og efna­hags­ráð­herra og að næstu skref yrðu tekin í sam­ráði við sam­starfs­fólk mitt og hina stjórnar­flokkana og ég er bara á ná­kvæm­lega þeim stað enn­þá.“

Hefur þú á­huga á að vera á­fram í þessari ríkis­stjórn?

„Ég hef verið að ein­mitt fara yfir það ná­kvæm­lega þessa dagana og það kemur bara allt saman í ljós.“

Það styttist tíminn. Ætlarðu að taka þér daginn eða verður sú á­kvörðun tekin á morgun?

„Við munum kynna það á laugar­daginn, hvernig við horfum á hlutina fram veginn.“

Þú hefur verið orðaður við utan­ríkis­ráðu­neytið, hvernig litist þér á að fara í það ráðu­neyti verði það niður­staðan?

„Ég ætla ekkert að tjá mig um slíkar vanga­veltur á þessum tíma­punkti.“

Fékk engar spurningar

Gerðar voru breytingar á dag­skrá þingsins í morgun þar sem stjórnar­and­staðan fór fram á að rætt yrði um fundar­stjórn for­seta. Bjarni átti að vera þar til svara. Hann fékk engar spurningar.

„Nei nei, það var nú dá­lítið skondið. Ég var mættur hingað í þessari við­burðar­ríku viku til þess að gefa stjórnar­and­stöðunni tæki­færi til þess að bera undir mig spurningar um þessa stöðu og ég var mættur í síðasta sinn eftir mörg ár sem fjár­mála-og efna­hags­ráð­herra í fyrir­spurnar­tíma. En það bara komu engar spurningar, þannig að ég bara dreg mínar á­lyktanir af því.“

Hvaða á­lyktanir eru það?

„Ja, það virðist vera sem að annað hvort menn treysti sér bara ekki í debat um þessa stöðu eða bara að öllum spurningum hefur verið svarað.“

Þú lítur ekkert á þetta sem al­gjört van­traust af hálfu stjórnar­and­stöðunnar eða bara að hún telur þig ekki lengur getað svarað spurningum úr fjár­mála­ráðu­neytinu?

„Auð­vitað get ég svarað öllum spurningum úr fjár­mála­ráðu­neytinu en ég hef nú ekki byggt, sem­sagt veru mína í ríkis­stjórninni á trausti stjórnar­and­stöðunnar, þvert á móti og það er ekkert að fara að breytast.“

Segir föður sinn ekki fúlan

Liðnir eru tveir dagar síðan Bjarni sagði af sér em­bætti fjár­mála­ráð­herra. Hann segir erfitt að meta það ná­kvæm­lega hvort fólk sé á­nægt með á­kvörðun sína.

„Þetta er bara mín á­kvörðun og mér finnst margir hafa sýnt henni skilning. Hins­vegar finn ég fyrir því að það eru auð­vitað á­kveðnar á­skoranir í efna­hags­málum í augna­blikinu sem fólk hefur vissar á­hyggjur af og við þurfum að svara því hvernig við viljum rísa undir þeirri á­byrgð. Svona órói, hann kannski vekur fólk til um­hugsunar um það hvernig við best getum sem sam­fé­lag komist í gegnum slíka tíma.“

Hefði­ru getað séð þetta fyrir, fyrir einu og hálfi ári síðan þegar nafn föður þíns kom á lista yfir kaup­endur í Ís­lands­banka. Hefði­ru getað séð þessa niður­stöðu fyrir, sem gerðist þá fyrir tveimur dögum?

„Nei, ég get nú ekki sagt að ég hafi séð það fyrir og það sem skiptir mestu máli þar er að ég var al­gjör­lega grand­laus og hef hundrað prósent hreina sam­visku í þessu máli og það er nú það sem að mér finnst standa upp úr.“

Telur þú að salan á Ís­lands­banka standi enn fyrir dyrum á næstunni?

„Já, ég finn nú reyndar fyrir stuðningi við það að ríkið losi um eignar­hluti sína langt út fyrir raðir ríkis­stjórnar­flokkanna. En það sem allir eru að tala um er aðferðafræðin og það er það sem þarf að ræða næst.“

Þetta er væntan­lega mikill titringur að hafa verið fjár­mála­ráð­herra í tíu ár. Mig langar til að spyrja þig að lokum, hvernig hefurðu það per­sónu­lega?

„Já, þakka þér fyrir. Þetta hefur verið mjög við­burðar­rík vika hjá mér og ég hef það svo sem á­gætt en þetta hefur alveg verið svona með stærri at­burðum í mínu lífi hrein­lega, þannig að ég segi það alveg eins og er.“

Og ertu búinn að tala við pabba þinn?

„Já, við erum alltaf í sam­bandi. Pabbi er orðinn 85 ára gamall og ég reyni að kíkja við hjá honum og mömmu sem oftast.“

Er hann fúll yfir þessu?

„Nei, hann er alltaf stuðnings­maður númer eitt.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×