Dregur hratt úr úrkomu og vindi eftir hádegi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. október 2023 11:44 Hellisheiði var lokuð í morgun þegar fyrsta almenninlega vetrarlægðin gekk yfir Vísir/Steingrímur Dúi Veðurfræðingur á von á að veðrið, sem leikið hefur marga landsmenn grátt í morgun, gangi niður fljótlega eftir hádegi. Vegagerðin lokaði hringveginum á tveimur stöðum í morgun. Fjöldi ökumanna lentu í vandræðum og um tíma sat fjöldi bíla fastur á Hellisheiði. Vetur konungur mætti með hvelli í nótt og íbúar víðsvegar á landinu vöknuði upp við hvíta jörð. Vetrarfærð er víðs vegar um land og aðstæður til aksturs víða slæmar. Ökumenn hafa margir lent í vandræðum það sem af er degi vegna illa útbúinna bíla. Hellisheiði var lokað snemma í morgun en fjöldi bíla festust þar um tíma. Opnað var aftur fyrir umferð klukkan rúmlega ellefu. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að björgunarsveitir hafi haft í nægu að snúast í morgun en búið sé að losa alla bíla á Hellisheiði. „Staðan núna er nokkuð góð. Það er búið að leysa úr þeim verkefnum sem komu upp í morgun. En það varð ansi mikið kraðak snemma í morgun og sérstaklega í Hveradalabrekkunni sem þurfti að leysa úr.“ Einhverjir þurftu að skilja bíla sína eftir í morgun á Hellisheiði. Vísir/Steingrímur Dúi Það versta yfirstaðið fljótlega eftir hádegi Vegum um Hafnarfjall, Öxi og Dettifossveg var einnig lokað í morgun. Í tilkynningu frá Vegagerðinni í morgun segir að vegurinn frá Kirkjubæjarklaustri að Jökulsárlóni sé á óvissustigi í dag og gæti lokað með stuttum fyrirvara. Á vef vegagerðarinnar er hægt að fylgjast með öllum nýjustu upplýsingum um færð vega á öllum landshlutum. Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands á von á að veðrið gangi niður fljótlega. „Núna rétt fyrir hádegi er lægðin suður af Reykjanesi og er á leiðinni austur með suðurströndinni. Það er ennþá svolítill útkomubakki yfir suðurlandinu og suðvesturhorninu en svo ætti það núna rétt eftir hádegi þá gengur lægðin hérna austur af og þá dregur hratt úr úrkomu og vindi.“ Hellisheiðin var opnuð aftur rúmlega ellefu. Vísir/Steingrímur Dúi Varðandi næstu daga segir Eiríkur að nú í lok vikunnar verði frekar ákveðin norðanátt og kólnandi veður. Éljagangur á norðanverðu landinu en bjartara syðra. „Síðan um helgina þá er útlit fyrir að það snúist aftur í suðlægar áttir og hlyni. Frekar blautar, suðlægar áttir.“ Veður Færð á vegum Tengdar fréttir Hellisheiði opnuð á ný Veginum yfir Hellisheiði var lokað um tíma í morgun en hefur verið opnaður á ný. Snjóþekja og skafrenningur er þar og mælt er með því að fólk sé á bílum búnum vetrardekkjum. 12. október 2023 09:49 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Sjá meira
Vetur konungur mætti með hvelli í nótt og íbúar víðsvegar á landinu vöknuði upp við hvíta jörð. Vetrarfærð er víðs vegar um land og aðstæður til aksturs víða slæmar. Ökumenn hafa margir lent í vandræðum það sem af er degi vegna illa útbúinna bíla. Hellisheiði var lokað snemma í morgun en fjöldi bíla festust þar um tíma. Opnað var aftur fyrir umferð klukkan rúmlega ellefu. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að björgunarsveitir hafi haft í nægu að snúast í morgun en búið sé að losa alla bíla á Hellisheiði. „Staðan núna er nokkuð góð. Það er búið að leysa úr þeim verkefnum sem komu upp í morgun. En það varð ansi mikið kraðak snemma í morgun og sérstaklega í Hveradalabrekkunni sem þurfti að leysa úr.“ Einhverjir þurftu að skilja bíla sína eftir í morgun á Hellisheiði. Vísir/Steingrímur Dúi Það versta yfirstaðið fljótlega eftir hádegi Vegum um Hafnarfjall, Öxi og Dettifossveg var einnig lokað í morgun. Í tilkynningu frá Vegagerðinni í morgun segir að vegurinn frá Kirkjubæjarklaustri að Jökulsárlóni sé á óvissustigi í dag og gæti lokað með stuttum fyrirvara. Á vef vegagerðarinnar er hægt að fylgjast með öllum nýjustu upplýsingum um færð vega á öllum landshlutum. Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands á von á að veðrið gangi niður fljótlega. „Núna rétt fyrir hádegi er lægðin suður af Reykjanesi og er á leiðinni austur með suðurströndinni. Það er ennþá svolítill útkomubakki yfir suðurlandinu og suðvesturhorninu en svo ætti það núna rétt eftir hádegi þá gengur lægðin hérna austur af og þá dregur hratt úr úrkomu og vindi.“ Hellisheiðin var opnuð aftur rúmlega ellefu. Vísir/Steingrímur Dúi Varðandi næstu daga segir Eiríkur að nú í lok vikunnar verði frekar ákveðin norðanátt og kólnandi veður. Éljagangur á norðanverðu landinu en bjartara syðra. „Síðan um helgina þá er útlit fyrir að það snúist aftur í suðlægar áttir og hlyni. Frekar blautar, suðlægar áttir.“
Veður Færð á vegum Tengdar fréttir Hellisheiði opnuð á ný Veginum yfir Hellisheiði var lokað um tíma í morgun en hefur verið opnaður á ný. Snjóþekja og skafrenningur er þar og mælt er með því að fólk sé á bílum búnum vetrardekkjum. 12. október 2023 09:49 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Sjá meira
Hellisheiði opnuð á ný Veginum yfir Hellisheiði var lokað um tíma í morgun en hefur verið opnaður á ný. Snjóþekja og skafrenningur er þar og mælt er með því að fólk sé á bílum búnum vetrardekkjum. 12. október 2023 09:49