Fótbolti

„Vil frekar eyða tíma með dóttur minni en horfa á fótbolta“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gylfi Þór á landsliðsæfingu í gær.
Gylfi Þór á landsliðsæfingu í gær. vísir/vilhelm

Gylfi Þór Sigurðsson hefur ekki eytt miklum tíma í að horfa á fótbolta þau þrjú ár sem hann hefur verið fjarri íslenska landsliðinu.

„Til að byrja með horfði ég mjög lítið á fótbolta. Síðustu leiki hef ég verið að fylgjast með. Sá Bosníuleikinn og seinni hálfleikinn gegn Lúxemborg. Þannig að ég hef aðeins fylgst með síðustu leikjum,“ segir Gylfi Þór í samtali við Guðmund Benediktsson um hvort hann hefði fylgst með íslenska landsliðinu síðustu ár.

Landsliðsmaðurinn viðurkennir að hann horfi heilt yfir ekki mikið á bolta í sjónvarpinu.

„Ég hef gert lítið af því síðustu sjö ár og enn minna í dag. Þegar maður á litla dóttur þá velur maður frekar að eyða tíma með henni en að horfa á fótbolta. Þegar maður er sjálfur að æfa á daginn og spila um helgar. Eins og staðan er í dag horfi ég mjög lítið á fótbolta.“

Klippa: Ekki límdur fyrir framan skjáinn að horfa á boltann

Tengdar fréttir

„Því miður fyrir Val þá hringdi Freysi“

Eftir að hafa verið lengi án félags ákvað Gylfi Þór Sigurðsson að semja við danska félagið Lyngby. Vonir stóðu þó til að hann myndi spila í Bestu-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×