Innlent

Eldur í bíl og Hval­fjarðar­göng lokuð

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Slökkviliðið segir að unnið sé á vettvangi.
Slökkviliðið segir að unnið sé á vettvangi. Vísir

Umferðaróhapp varð í Hvalfjarðargöngum á fjórða tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá sjónarvotti beinir lögregla umferð í Hvalfjörðinn.

Uppfært 18:10 - Vonast er til að göngin verði opnuð aftur um klukkan sjö.

Samkvæmt slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu kviknaði eldur í bíl í göngunum. Ekki liggja fyrir upplýsingar um slys á fólki.

Þá hefur slökkviliðið ekki upplýsingar um það hve langan tíma aðgerðir á vettvangi munu taka.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×