„Ég útiloka það alls ekki að ég verði áfram í ríkisstjórninni“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. október 2023 07:04 Bjarni Benediktsson segist ekki útiloka neitt þegar kemur að framtíðinni. Vísir/Vilhelm „Ég tók eina ákvörðun í dag og ég á eftir að taka ýmsar aðrar ákvarðanir en ég útiloka það alls ekki að ég verði áfram í ríkisstjórninni,“ sagði Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við Morgunblaðið í gær. Bjarni boðaði til blaðamannafundar í gærmorgun vegna álits Umboðsmanns Alþingis, sem komst að þeirri niðurstöðu að Bjarna hefði brostið hæfi við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þar tilkynnti ráðherrann að hann hygðist segja af sér; hann væri ósammála forsendum en virti álit umboðsmanns. Samkvæmt Morgunblaðinu verður boðað til ríkisráðsfundar á Bessastöðum um helgina. Þá kemur væntanlega í ljós hver tekur við fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Strax í gær bárust fregnir af því að Bjarni myndi mögulega taka við öðru ráðherraembætti og var utanríkisráðuneytið nefnt í þessu sambandi en Morgunblaðið segir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur trega til að fara úr ráðuneytinu vegna mikilvægra verkefna á alþjóðavettvangi. Blaðið segist hafa heimildir fyrir því að bæði Vinstri grænir og Framsókn horfi til umfangsmeiri stólaskipta, jafnvel þannig að flokkarnir skiptist á ráðuneytum. Þetta er ekki síst forvitnilegt í ljósi þess að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur verið Sjálfstæðismönnum afar erfið og mögulegt að menn horfi til þess. Viðmælendur sem fréttastofa ræddi við í gær voru ekki á því að ákvörðun Bjarna um að segja af sér myndi endilega hafa áhrif á stjórnarsamstarfið, að minnsta kosti ekki ef hann yrði áfram formaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra. Hins vegar á Umboðsmaður enn eftir að gefa út álit sitt um ákvarðanir Svandísar varðandi hvalveiðar og spurning hvað gerist þegar það liggur fyrir. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Bjarni boðaði til blaðamannafundar í gærmorgun vegna álits Umboðsmanns Alþingis, sem komst að þeirri niðurstöðu að Bjarna hefði brostið hæfi við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þar tilkynnti ráðherrann að hann hygðist segja af sér; hann væri ósammála forsendum en virti álit umboðsmanns. Samkvæmt Morgunblaðinu verður boðað til ríkisráðsfundar á Bessastöðum um helgina. Þá kemur væntanlega í ljós hver tekur við fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Strax í gær bárust fregnir af því að Bjarni myndi mögulega taka við öðru ráðherraembætti og var utanríkisráðuneytið nefnt í þessu sambandi en Morgunblaðið segir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur trega til að fara úr ráðuneytinu vegna mikilvægra verkefna á alþjóðavettvangi. Blaðið segist hafa heimildir fyrir því að bæði Vinstri grænir og Framsókn horfi til umfangsmeiri stólaskipta, jafnvel þannig að flokkarnir skiptist á ráðuneytum. Þetta er ekki síst forvitnilegt í ljósi þess að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur verið Sjálfstæðismönnum afar erfið og mögulegt að menn horfi til þess. Viðmælendur sem fréttastofa ræddi við í gær voru ekki á því að ákvörðun Bjarna um að segja af sér myndi endilega hafa áhrif á stjórnarsamstarfið, að minnsta kosti ekki ef hann yrði áfram formaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra. Hins vegar á Umboðsmaður enn eftir að gefa út álit sitt um ákvarðanir Svandísar varðandi hvalveiðar og spurning hvað gerist þegar það liggur fyrir.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira