Vetrarfærð og víðtækar vegalokanir vegna veðurs Lovísa Arnardóttir skrifar 10. október 2023 08:58 Viðvaranir eru í gildi á landinu öllu og vegum víða lokað. Mikilvægt er að fyrir þau sem hyggja á ferðalag að fylgjast vel með tilkynningum Vegagerðar og Veðurstofu. Vísir/Vilhelm Óveður gengur yfir landið. Vegum er eða verður lokað á Norðaustur- og Suðausturlandi vegna veðurs. Appelsínugular og gular veðurviðvaranir eru í gildi á öllu landinu. Síðustu viðvaranir renna út um miðjan dag á morgun. Í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar segir að við norðausturströndina sé vaxandi lægð sem þokast austur seinnipartinn í dag. Henni fylgir norðan og norðvestan hvassviðri eða stormur á landinu. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að gera megi ráð fyrir því að hríðarveður verði á fjallvegum Norðanlands nái hámarki um hádegi, og í Fagradal og Fjarðarheiði í nótt. Á Suðausturlandi verða snarpar hviður til morguns. „Það er lykilatriði að fylgjast vel með veðrinu og lokunum. Þetta getur breyst mjög hratt,“ segir Magnús Ingi Jónsson þjónustufulltrúi hjá Vegagerðinni en vegna veðurs eru víðtækar vegalokanir á Suðaustur- og Norðurlandi. Þá er víða vetrarfærð. Á vefnum umferdin.is má sjá að ófært er um Víkurskarð, búið er að loka veginum um Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði. Vegi á milli Víkur og Markarfljóts verður lokað klukkan 9 og óvissustig á vegi á milli Víkur og Freysnes frá klukkan 11. Þá verður vegi á milli Djúpavogs og Hafnar lokað um hádegi og einnig frá Höfn og til Freysness. Best er að fylgjast með upplýsingagjöf á umferdin.is en þar er skýrt tekið fram hvenær næstu upplýsingar berast. Veður Tengdar fréttir Appelsínugular viðvaranir og samgöngutruflanir líklegar Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular veðurviðvaranir sem taka gildi á morgun á Norðurlandi eystra og Norðurlandi vestra og verða gular veðurviðvaranir í gildi á landinu öllu. Veður skánar ekki fyrr en á miðvikudag í sumum landshlutum. 9. október 2023 13:17 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Appelsínugular og gular veðurviðvaranir eru í gildi á öllu landinu. Síðustu viðvaranir renna út um miðjan dag á morgun. Í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar segir að við norðausturströndina sé vaxandi lægð sem þokast austur seinnipartinn í dag. Henni fylgir norðan og norðvestan hvassviðri eða stormur á landinu. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að gera megi ráð fyrir því að hríðarveður verði á fjallvegum Norðanlands nái hámarki um hádegi, og í Fagradal og Fjarðarheiði í nótt. Á Suðausturlandi verða snarpar hviður til morguns. „Það er lykilatriði að fylgjast vel með veðrinu og lokunum. Þetta getur breyst mjög hratt,“ segir Magnús Ingi Jónsson þjónustufulltrúi hjá Vegagerðinni en vegna veðurs eru víðtækar vegalokanir á Suðaustur- og Norðurlandi. Þá er víða vetrarfærð. Á vefnum umferdin.is má sjá að ófært er um Víkurskarð, búið er að loka veginum um Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði. Vegi á milli Víkur og Markarfljóts verður lokað klukkan 9 og óvissustig á vegi á milli Víkur og Freysnes frá klukkan 11. Þá verður vegi á milli Djúpavogs og Hafnar lokað um hádegi og einnig frá Höfn og til Freysness. Best er að fylgjast með upplýsingagjöf á umferdin.is en þar er skýrt tekið fram hvenær næstu upplýsingar berast.
Veður Tengdar fréttir Appelsínugular viðvaranir og samgöngutruflanir líklegar Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular veðurviðvaranir sem taka gildi á morgun á Norðurlandi eystra og Norðurlandi vestra og verða gular veðurviðvaranir í gildi á landinu öllu. Veður skánar ekki fyrr en á miðvikudag í sumum landshlutum. 9. október 2023 13:17 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Appelsínugular viðvaranir og samgöngutruflanir líklegar Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular veðurviðvaranir sem taka gildi á morgun á Norðurlandi eystra og Norðurlandi vestra og verða gular veðurviðvaranir í gildi á landinu öllu. Veður skánar ekki fyrr en á miðvikudag í sumum landshlutum. 9. október 2023 13:17