Innlent

Appel­sínu­gular við­varanir og sam­göngu­truflanir lík­legar

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Gular viðvaranir og appelsínugular verða í gildi á landinu öllu á morgun.
Gular viðvaranir og appelsínugular verða í gildi á landinu öllu á morgun. Vísir/Vilhelm

Veður­stofa Ís­lands hefur gefið út appel­sínu­gular veður­við­varanir sem taka gildi á morgun á Norður­landi eystra og Norður­landi vestra og verða gular veður­við­varanir í gildi á landinu öllu. Veður skánar ekki fyrr en á mið­viku­dag í sumum lands­hlutum.

Eins og fram hefur komið eru gular veður­við­varanir Veður­stofu í gildi á höfuð­borgar­svæðinu og á Vestur­landi í dag til klukkan 18:00. Sam­kvæmt upp­lýsingum frá slökkvi­lið höfuð­borgar­svæðisins hefur verið farið í tvö út­köll vegna dælu­verk­efna síðast­liðinn sólar­hring en að öðru leyti verið ró­legt.

Ó­veður sum staðar fram á mið­viku­dag

Á vef Veður­stofunnar kemur fram að gefin sé gul veður­við­vörun frá klukkan 03:00 í nótt á Vest­fjörðum og í Breiða­firði. Þar er spá norðan hvass­viðri eða stormur og snjó­koma.

Frá klukkan 06:00 í fyrra­málið tekur appel­sínu­gul veður­við­vörun gildi á Ströndum og Norður­landi vestra. Klukku­tíma síðar tekur slík við­vörun gildi á Norður­landi eystra.

Að sögn Veður­stofunnar er von á norð­vestan hvass­viðri eða stormi og tals­verðri snjó­komu á heiðum. Rigning eða slydda en snjó­koma á heiðum, all­víða tals­verð eða mikil úr­koma. Færð mun því versna ört á fjall­vegum og sam­göngu­truflanir eru lík­legar.

Staðan á morgun klukkan 12:00. Veðurviðvaranir í gildi á landinu öllu utan höfuðborgarsvæðisins.Veður.is

Veður­við­varanirnar eru í gildi til klukkan 03:00 að­fara­nótt mið­viku­dags á Ströndum og Norður­landi vestra en til klukkan 06:00 á mið­viku­dags­morgni á Norður­landi eystra.

Gular veður­við­varanir taka svo gildi frá klukkan 08:00 á þriðju­dags­morgun á Mið­há­lendinu til klukkan 06:00 á mið­viku­dags­morgun. Sami litur er svo í gildi á Austur­landi að Glettingi frá kl. 11:00 á þriðju­dag til kl. 16:00.

Þar er spáð rigningu eða slyddu en snjó­koma á heiðum. Á Aust­fjörðum tekur gul veður­við­vörun gildi klukkan 12:00 til 17:00 á þriðju­dag og á Suð­austur­landi klukkan 11:00 og er hún í gildi þar til klukkan 23:00 á þriðju­dags­kvöld. Veður­viðaranir taka aftur gildi kl. 23:00 í þessum lands­hlutum á þriðju­dags­kvöld og eru í gildi til há­degis á mið­viku­dag.

Á Suður­landi er spáð norð­vestan­stormi og gul veður­við­vörun í gildi frá kl. 08:00 á þriðju­dags­morgni og fram til klukkan 03:00 á að­fara­nótt mið­viku­dags. Spáð er snörpum vind­hviðum við fjöll, hvassast undir Eyja­fjöllum, sem vara­saman verða öku­tækjum sem við­kvæmar eru fyrir vindi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×