Friðlýsir Skrúð og staðfestir verndarsvæði í byggð á Ísafirði Atli Ísleifsson skrifar 9. október 2023 14:34 Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra á Ísafirði síðastliðinn föstudag. Stjr Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, undirritaði í á föstudag friðlýsingu vegna Skrúðs í Dýrafirði. Þá staðfesti ráðherrann að Neðstikaupstaður og Skutulsfjarðareyri á Ísafirði verði sérstakt verndarsvæði innan sveitarfélagsins. Þetta kemur fram á vef umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Um Skrúð segir að hann sé skrúðgarður í stíl klassískra garða í Evrópu frá 16. og 17. öld og telst garðurinn einstakt mannvirki á íslenskan mælikvarða. „Vinna hófst við Skrúð árið 1905 og voru fyrstu trén gróðursett þar árið 1908. Friðlýsingin er gerð að tillögu Minjastofnunar Íslands og er í samræmi við ákvæði laga um menningarminjar. Þetta er fyrsta friðlýsing menningarminja frá því málaflokkurinn færðist til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Vinna hófst við Skrúð árið 1905 og voru fyrstu trén gróðursett þar árið 1908. Visit Westfjords Friðlýsingin tekur til Skrúðs í heild samkvæmt upphaflegu skiplagi og tegundaflóru, auk hlaðinna vegghleðslna umhverfis garðinn og innan marka hans, garðhliðs úr hvalbeini, gosbrunns og gróðurhúss og annarra sögulegra mannvirkja. Garðurinn er 2.625 m2 að stærð, 35 x 75 metrar, og miðast útmörk friðlýsingarinnar við það. Í samræmi við 22. gr. minjalaga er síðan 100 m friðhelgunarsvæði umhverfis útmörk garðsins. Elsta standandi húsaþyrping landsins Þá staðfesti ráðherra Neðstakaupstað og Skutulsfjarðareyri sem sérstakt verndarsvæði í byggð og varð það gert að tillögu Ísafjarðarbæjar. Neðstikaupstaður er elsta húsaþyrping landsins sem enn stendur, og er fjara sem liggur vestan við hana einnig hluti verndarsvæðisins. Húsaþyrpingin stóð upphaflega á mjóum tanga, sem var syðsti hluti Eyrarinnar, og voru húsin fjögur reist á árunum 1757 til 1784. Skutulsfjarðareyrin skiptist í Miðkaupstað og Hæstakaupstað, og er þar um að ræða samfellda og þétta byggð húsa á efra svæðinu á Eyrinni. Elst húsanna er Faktorshúsið sem reist var árið 1788. Innan svæðanna beggja eru 11 friðlýst hús og tugir aldursfriðaðra húsa og telst heildarvarðveislugildi svæðisins hátt hvað varðar byggingalist, menningarsögu, umhverfi, upprunaleika og ástand,“ segir á vef ráðuneytisins. Ísafjarðarbær Húsavernd Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Þetta kemur fram á vef umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Um Skrúð segir að hann sé skrúðgarður í stíl klassískra garða í Evrópu frá 16. og 17. öld og telst garðurinn einstakt mannvirki á íslenskan mælikvarða. „Vinna hófst við Skrúð árið 1905 og voru fyrstu trén gróðursett þar árið 1908. Friðlýsingin er gerð að tillögu Minjastofnunar Íslands og er í samræmi við ákvæði laga um menningarminjar. Þetta er fyrsta friðlýsing menningarminja frá því málaflokkurinn færðist til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Vinna hófst við Skrúð árið 1905 og voru fyrstu trén gróðursett þar árið 1908. Visit Westfjords Friðlýsingin tekur til Skrúðs í heild samkvæmt upphaflegu skiplagi og tegundaflóru, auk hlaðinna vegghleðslna umhverfis garðinn og innan marka hans, garðhliðs úr hvalbeini, gosbrunns og gróðurhúss og annarra sögulegra mannvirkja. Garðurinn er 2.625 m2 að stærð, 35 x 75 metrar, og miðast útmörk friðlýsingarinnar við það. Í samræmi við 22. gr. minjalaga er síðan 100 m friðhelgunarsvæði umhverfis útmörk garðsins. Elsta standandi húsaþyrping landsins Þá staðfesti ráðherra Neðstakaupstað og Skutulsfjarðareyri sem sérstakt verndarsvæði í byggð og varð það gert að tillögu Ísafjarðarbæjar. Neðstikaupstaður er elsta húsaþyrping landsins sem enn stendur, og er fjara sem liggur vestan við hana einnig hluti verndarsvæðisins. Húsaþyrpingin stóð upphaflega á mjóum tanga, sem var syðsti hluti Eyrarinnar, og voru húsin fjögur reist á árunum 1757 til 1784. Skutulsfjarðareyrin skiptist í Miðkaupstað og Hæstakaupstað, og er þar um að ræða samfellda og þétta byggð húsa á efra svæðinu á Eyrinni. Elst húsanna er Faktorshúsið sem reist var árið 1788. Innan svæðanna beggja eru 11 friðlýst hús og tugir aldursfriðaðra húsa og telst heildarvarðveislugildi svæðisins hátt hvað varðar byggingalist, menningarsögu, umhverfi, upprunaleika og ástand,“ segir á vef ráðuneytisins.
Ísafjarðarbær Húsavernd Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent