Friðlýsir Skrúð og staðfestir verndarsvæði í byggð á Ísafirði Atli Ísleifsson skrifar 9. október 2023 14:34 Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra á Ísafirði síðastliðinn föstudag. Stjr Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, undirritaði í á föstudag friðlýsingu vegna Skrúðs í Dýrafirði. Þá staðfesti ráðherrann að Neðstikaupstaður og Skutulsfjarðareyri á Ísafirði verði sérstakt verndarsvæði innan sveitarfélagsins. Þetta kemur fram á vef umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Um Skrúð segir að hann sé skrúðgarður í stíl klassískra garða í Evrópu frá 16. og 17. öld og telst garðurinn einstakt mannvirki á íslenskan mælikvarða. „Vinna hófst við Skrúð árið 1905 og voru fyrstu trén gróðursett þar árið 1908. Friðlýsingin er gerð að tillögu Minjastofnunar Íslands og er í samræmi við ákvæði laga um menningarminjar. Þetta er fyrsta friðlýsing menningarminja frá því málaflokkurinn færðist til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Vinna hófst við Skrúð árið 1905 og voru fyrstu trén gróðursett þar árið 1908. Visit Westfjords Friðlýsingin tekur til Skrúðs í heild samkvæmt upphaflegu skiplagi og tegundaflóru, auk hlaðinna vegghleðslna umhverfis garðinn og innan marka hans, garðhliðs úr hvalbeini, gosbrunns og gróðurhúss og annarra sögulegra mannvirkja. Garðurinn er 2.625 m2 að stærð, 35 x 75 metrar, og miðast útmörk friðlýsingarinnar við það. Í samræmi við 22. gr. minjalaga er síðan 100 m friðhelgunarsvæði umhverfis útmörk garðsins. Elsta standandi húsaþyrping landsins Þá staðfesti ráðherra Neðstakaupstað og Skutulsfjarðareyri sem sérstakt verndarsvæði í byggð og varð það gert að tillögu Ísafjarðarbæjar. Neðstikaupstaður er elsta húsaþyrping landsins sem enn stendur, og er fjara sem liggur vestan við hana einnig hluti verndarsvæðisins. Húsaþyrpingin stóð upphaflega á mjóum tanga, sem var syðsti hluti Eyrarinnar, og voru húsin fjögur reist á árunum 1757 til 1784. Skutulsfjarðareyrin skiptist í Miðkaupstað og Hæstakaupstað, og er þar um að ræða samfellda og þétta byggð húsa á efra svæðinu á Eyrinni. Elst húsanna er Faktorshúsið sem reist var árið 1788. Innan svæðanna beggja eru 11 friðlýst hús og tugir aldursfriðaðra húsa og telst heildarvarðveislugildi svæðisins hátt hvað varðar byggingalist, menningarsögu, umhverfi, upprunaleika og ástand,“ segir á vef ráðuneytisins. Ísafjarðarbær Húsavernd Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Þetta kemur fram á vef umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Um Skrúð segir að hann sé skrúðgarður í stíl klassískra garða í Evrópu frá 16. og 17. öld og telst garðurinn einstakt mannvirki á íslenskan mælikvarða. „Vinna hófst við Skrúð árið 1905 og voru fyrstu trén gróðursett þar árið 1908. Friðlýsingin er gerð að tillögu Minjastofnunar Íslands og er í samræmi við ákvæði laga um menningarminjar. Þetta er fyrsta friðlýsing menningarminja frá því málaflokkurinn færðist til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Vinna hófst við Skrúð árið 1905 og voru fyrstu trén gróðursett þar árið 1908. Visit Westfjords Friðlýsingin tekur til Skrúðs í heild samkvæmt upphaflegu skiplagi og tegundaflóru, auk hlaðinna vegghleðslna umhverfis garðinn og innan marka hans, garðhliðs úr hvalbeini, gosbrunns og gróðurhúss og annarra sögulegra mannvirkja. Garðurinn er 2.625 m2 að stærð, 35 x 75 metrar, og miðast útmörk friðlýsingarinnar við það. Í samræmi við 22. gr. minjalaga er síðan 100 m friðhelgunarsvæði umhverfis útmörk garðsins. Elsta standandi húsaþyrping landsins Þá staðfesti ráðherra Neðstakaupstað og Skutulsfjarðareyri sem sérstakt verndarsvæði í byggð og varð það gert að tillögu Ísafjarðarbæjar. Neðstikaupstaður er elsta húsaþyrping landsins sem enn stendur, og er fjara sem liggur vestan við hana einnig hluti verndarsvæðisins. Húsaþyrpingin stóð upphaflega á mjóum tanga, sem var syðsti hluti Eyrarinnar, og voru húsin fjögur reist á árunum 1757 til 1784. Skutulsfjarðareyrin skiptist í Miðkaupstað og Hæstakaupstað, og er þar um að ræða samfellda og þétta byggð húsa á efra svæðinu á Eyrinni. Elst húsanna er Faktorshúsið sem reist var árið 1788. Innan svæðanna beggja eru 11 friðlýst hús og tugir aldursfriðaðra húsa og telst heildarvarðveislugildi svæðisins hátt hvað varðar byggingalist, menningarsögu, umhverfi, upprunaleika og ástand,“ segir á vef ráðuneytisins.
Ísafjarðarbær Húsavernd Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira