Innlent

Við­burði vegna tendrunar Friðar­súlunnar af­lýst annað árið í röð

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Friðarsúlan í Viðey er tendruð 9. október hvert ár.
Friðarsúlan í Viðey er tendruð 9. október hvert ár. Vísir/Vilhelm

Við­burði vegna tendrunar Friðar­súlunnar í Við­ey, mánu­daginn 9. októ­ber, hefur verið af­lýst vegna veðurs. Sama við­burði var einnig frestað í fyrra vegna veðurs.

Þetta kemur fram í til­kynningu. Venju sam­kvæmt hefur verið haldin frið­sæl at­höfn við tendrun Friðar­súlunnar til að heiðra minningu tón­listar­mannsins John Lennons.

Friðarsúlan er hugar­fóstur mynd­listar­mannsins, tón­listar­mannsins og friðar­sinnans Yoko Ono og er hugsuð sem leiðar­ljós fyrir heims­friði. Ljós Friða­súlunnar verður eftir sem áður tendrað klukkan 20.00 á mánu­dags­kvöld, á fæðingar­degi eigin­manns hennar John Lennons.

Elding sem sér um ferju­ferðir út í Við­ey segir vind­áttina mjög ó­hag­stæða til siglinga yfir sundið og hefur af­lýst öllum ferju­ferðum í dag og á morgun. Þó veður geti virst á­gætt skal öryggi á­vallt haft í fyrir­rúmi og því er þessi á­kvörðun tekin í sam­ráði við þá sem að við­burðinum koma auk við­bragðs­aðila.

Þrátt fyrir að við­burðinum sé af­lýst þá er til­valið að fylgjast með tendruninni í beinu streymi á heima­síðu IMAGINE PEACE TOWER klukkan 20.00, spila Imagine, lag Lennons, og hugsa um frið, að því er segir í til­kynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×