Guardiola um rifrildið eftir leik í gær: Arsenal menn vita ástæðuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2023 07:56 Mikel Arteta og Pep Guardiola unnu lengi saman hjá Manchester City en keppa nú um titilinn. Getty/Lexy Ilsley Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, neitaði að segja frá því um hvað menn voru að rífast eftir stórleik Arsenal og Manchester City í gær. Arsenal vann leikinn 1-0 en eftir leik voru ósætti í gangi á milli Kyle Walker, varnarmanns City, og Nicolas Jover, sem er sér um föstu leikatriðin hjá Arsenal. Gabriel Martinelli hafði tryggt Arsenal 1-0 sigur með marki á 86. mínútu leiksins en með sigrinum komst Arsenal upp fyrir Manchester City og upp að hið Tottenham á toppnum. / Kyle Walker was involved in an altercation with Arsenal's coaching and ground staff because Nicolas Jover, Arsenal's set piece coach, attempted to shake Walker's hand, but Walker refused. #afc pic.twitter.com/PfFPFZMS5G— Arsenal Network (@ArsenalNetwork1) October 8, 2023 Manchester City er dottið niður í þriðja sætið en liðið tapaði þarna öðrum deildarleik sínum í röð. Walker var ósáttur með Jover sem vann áður hjá Manchester City og það sauð upp úr á milli þeirra á leið til búningsklefa. Jover bauð fram hönd sína en Walker neitaði að taka í höndina á honum. Erling Haaland togaði Walker síðan í burtu og Bukayo Saka reyndi að gera hið sama með Jover. Pep Guardiola var spurður út í atvikið eftir leikinn. „Ég veit hvað gerðist en ég ætla ekki að segja neitt. Arsenal menn vita ástæðuna,“ sagði Pep Guardiola. „Ekkert lið hefur unnið fjóra meistaratitla í röð. Lið geta tapað leikjum en við erum enn í október. Stundum er gott að lenda á eftir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lið sem er spáð titlinum lendir í því að elta. Við vorum mikið að elta á síðasta tímabili en tímabilið er langt,“ sagði Guardiola. „Þetta var erfiður leikur hjá okkur á móti Wolves. Ég vil óska Arsenal til hamingju. Við vitum nákvæmlega hvað við þurfum að gera og við munum geta það. Við munum fá leikmenn aftur til baka og reynum að enda taphrinuna eins fljótt og hægt er á móti liðum eins og Brighton og [Manchester] United,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola on Kyle Walker's confrontation with Arsenal's set piece coach Nicolas Jover at Emirates. "I know what happened but I won't say anything... they know it" pic.twitter.com/nyE07F5luQ— (@ElijahKyama_) October 8, 2023 Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Sjá meira
Arsenal vann leikinn 1-0 en eftir leik voru ósætti í gangi á milli Kyle Walker, varnarmanns City, og Nicolas Jover, sem er sér um föstu leikatriðin hjá Arsenal. Gabriel Martinelli hafði tryggt Arsenal 1-0 sigur með marki á 86. mínútu leiksins en með sigrinum komst Arsenal upp fyrir Manchester City og upp að hið Tottenham á toppnum. / Kyle Walker was involved in an altercation with Arsenal's coaching and ground staff because Nicolas Jover, Arsenal's set piece coach, attempted to shake Walker's hand, but Walker refused. #afc pic.twitter.com/PfFPFZMS5G— Arsenal Network (@ArsenalNetwork1) October 8, 2023 Manchester City er dottið niður í þriðja sætið en liðið tapaði þarna öðrum deildarleik sínum í röð. Walker var ósáttur með Jover sem vann áður hjá Manchester City og það sauð upp úr á milli þeirra á leið til búningsklefa. Jover bauð fram hönd sína en Walker neitaði að taka í höndina á honum. Erling Haaland togaði Walker síðan í burtu og Bukayo Saka reyndi að gera hið sama með Jover. Pep Guardiola var spurður út í atvikið eftir leikinn. „Ég veit hvað gerðist en ég ætla ekki að segja neitt. Arsenal menn vita ástæðuna,“ sagði Pep Guardiola. „Ekkert lið hefur unnið fjóra meistaratitla í röð. Lið geta tapað leikjum en við erum enn í október. Stundum er gott að lenda á eftir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lið sem er spáð titlinum lendir í því að elta. Við vorum mikið að elta á síðasta tímabili en tímabilið er langt,“ sagði Guardiola. „Þetta var erfiður leikur hjá okkur á móti Wolves. Ég vil óska Arsenal til hamingju. Við vitum nákvæmlega hvað við þurfum að gera og við munum geta það. Við munum fá leikmenn aftur til baka og reynum að enda taphrinuna eins fljótt og hægt er á móti liðum eins og Brighton og [Manchester] United,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola on Kyle Walker's confrontation with Arsenal's set piece coach Nicolas Jover at Emirates. "I know what happened but I won't say anything... they know it" pic.twitter.com/nyE07F5luQ— (@ElijahKyama_) October 8, 2023
Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti