Erlent

Tala látinna í Af­gan­istan komin yfir tvö ­­þúsund

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Jarðskjálftarnir urðu í gær um klukkan ellefu að staðartíma. 
Jarðskjálftarnir urðu í gær um klukkan ellefu að staðartíma.  EPA

Meira en tvö þúsund manns hafa látist og tíu þúsund manns slasast eftir að tveir öflugir jarðskjálftar riðu yfir Afganistan í gær, skjálftarnir eru sagðir þeir mannskæðustu í landinu í langan tíma. 

Skjálftarnir urðu skammt frá borginni Herat í samnefndu héraði skammt frá landamærum Afganistan og Íran. Sá stærsti mældist 6,3 að stærð en átta kröftugir eftirskjálftar fylgdu.

Talsmaður hamfararáðuneytis Afganistan sagði meira en 2060 manns hafa látist og meira en tíu þúsund slasast. Björgunaraðgerðir standa enn yfir og óttast er að tala látinna hækki enn fremur.

Þá sagði hann tólf þorp í Zindeh Jan-unmdæmi og sex þorp í Ghoryan-umdæmi vera gjöreyðilögð. Stór hluti íbúa á því svæði er flóttafólk frá Íran og Pakistan auk þess sem mikil fátækt ríkir í þeim þorpum. 

Talsmaður Talíbana hefur biðlað til annarra þjóða að veita fram þá aðstoð sem þau geta, en heilbrigðiskerfið í landinu hefur þurft að reiða sig á utanaðkomandi aðstoð eftir mikinn niðurskurð í kjölfar valdatöku Talíbana. Diplómatar og talsmenn hjálparstarfa hafa lýst yfir áhyggjum af því að Afganar fái ekki nægilega aðstoð frá öðrum þjóðum vegna þeirra hamla sem settar hafa verið á konur í landinu eftir að Talíbanar tóku völd. 


Tengdar fréttir

Minnst 180 farist og talið að fleiri muni finnast

Nærri 200 hafa farist í tveimur öflugum jarðskjálftum sem riðu yfir Afganistan í dag. Skjálftarnir mældust 6,3 að stærð og fylgdu minnst sjö kröftugir eftirskjálftar í kjölfarið. Þetta er í annað skiptið á innan við einu og hálfu ári sem öflugir jarðskjálftar skekja landið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×