Þurfti að læra allt upp á nýtt Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. október 2023 00:06 Svava hlaut mænuskaða fyrir tveimur árum þegar króna úr pálmatré féll á borð hennar og vinkvenna á veitingastað á Tenerife. Hún heimsótti slysstaðinn aftur í ár sem hún segir að hafi verið nauðsynlegt. aðsend Líf Svövu Magnúsdóttur gjörbreyttist eftir slys sem hún varð fyrir í vinkonuferð á Tenerife. Hún hlaut mænuskaða og við tók löng endurhæfing á Grensás. Svava sagði sögu sína í söfnunarþætti fyrir Grensás sem var á dagskrá Ríkisútvarpsins í kvöld. Þar var safnað fyrir tækjum til endurhæfingar og kom fjöldi listamanna, sérfræðinga og skjólstæðinga fram. Hægt er að styrkja Grensás eða gerast hollvinur deildarinnar hér. Fyrsta skóflustunga að nýrri viðbyggingu við deildinga var tekin í gær. Tók mesta skellinn Slysið umrædda átti sér stað 12. september árið 2021 og var þá greint frá því að þrjár kvennanna hefðu slasast og ein alvarlega, Svava. Sjá einnig: Lentu undir pálmatré á Tenerife Kórónan féll úr töluverðri hæð.aðsend „Við vorum fyrir tveimur árum í vinkonuferð á Tenerife þar sem við sátum á veitingastað, þegar það fellur króna af pálmatréi á borðið okkar þar sem ég tek mesta skellinn,“ segir Svava. „Ég finn strax að ég finn ekki fyrir fótunum. Það brotnuðu níu rifbein og lungun féllu saman vinstra megin. Ég lá í átta daga á sjúkrahúsi úti og er svo flutt heim með sjúkraflugi.“ Svava dvaldi á Landspítala í þrjár vikur.aðsend Eftir þrjár vikur á Landspítala tók við endurhæfing á Grensás. Þurfti að læra á daglegt líf upp á nýtt Svava var spurð út í innri baráttu hennar eftir að hún áttaði sig á gjörbreyttum aðstæðum í lífi hennar. „Við höfum alltaf þetta val. Ég get alveg valið það að fara í djúpan dal eða þakkað fyrir það að vera á lífi. Hafa höfuð og hendur og allt það í lagi. Þannig að mér eru í raun allir vegir færir, fyrir utan það að labba. Annað get ég þokkalega,“ segir Svava. Frá endurhæfingu á Grensás.aðsend Hún segist hafa þurft að læra allt í hennar daglega lífi upp á nýtt. „Maður verður hálfgert fransbrauð. Ég þurfti að læra að sitja, klæða mig og snúa mér í rúminu. Bara það að setjast á rúmstokkinn fyrst var svakalegt átak.“ Hún lýsir því að hafa búið í „heimatilbúinni íbúð“ á Grensás síðasta mánuð hennar á Grensás. „Það var gríðarlega mikilvægt stökk að fá að vera ein en hafa aðgang að öllu því dásamlega fólki sem þar er. Það jók á sjálfstæði mitt að þurfa að passa að hafa allt tilbúið við rúmið fyrir næsta morgun.“ Nauðsynlegt að snúa aftur Svava tók þá ákvörðun að snúa aftur á staðinn á Tenerife þar sem slysið átti sér stað. „Við fórum þangað í lok ágúst. Mér fannst ég bara að verða að fara og fronta þennan stað sem breytti lífi mínu svona mikið. Það var mjög erfitt og ég brynnti fullt af músum, en það var samt einhvern veginn gott-vont. Það var bara nauðsynlegt að klára þetta,“ segir Svava. Svava ber starfsfólki Grensásdeildarinnar söguna vel.aðsend Hún ítrekar mikilvægi þess að byggja stærra húsnæði undir Grensásdeildina. „Það er ekki hægt að láta einstaklinga, sem þurfa á endurhæfingu að halda, að bíða bara langdölvum inni á sjúkrahúsi. Þar sem við dröbbumst niður. Að komast í endurhæfingu á jafn dásamlegan stað og Grensás er, er gríðarlega mikilvægt,“ sagði Svava að lokum. Fyrir þá sem vilja styrkja Grensásdeildina beint er reiknisnúmer deildainnar 0358-13-000749 og kennitala: 670406-1210. Landspítalinn Lentu undir pálmatré á Tenerife Kanaríeyjar Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Sjá meira
Svava sagði sögu sína í söfnunarþætti fyrir Grensás sem var á dagskrá Ríkisútvarpsins í kvöld. Þar var safnað fyrir tækjum til endurhæfingar og kom fjöldi listamanna, sérfræðinga og skjólstæðinga fram. Hægt er að styrkja Grensás eða gerast hollvinur deildarinnar hér. Fyrsta skóflustunga að nýrri viðbyggingu við deildinga var tekin í gær. Tók mesta skellinn Slysið umrædda átti sér stað 12. september árið 2021 og var þá greint frá því að þrjár kvennanna hefðu slasast og ein alvarlega, Svava. Sjá einnig: Lentu undir pálmatré á Tenerife Kórónan féll úr töluverðri hæð.aðsend „Við vorum fyrir tveimur árum í vinkonuferð á Tenerife þar sem við sátum á veitingastað, þegar það fellur króna af pálmatréi á borðið okkar þar sem ég tek mesta skellinn,“ segir Svava. „Ég finn strax að ég finn ekki fyrir fótunum. Það brotnuðu níu rifbein og lungun féllu saman vinstra megin. Ég lá í átta daga á sjúkrahúsi úti og er svo flutt heim með sjúkraflugi.“ Svava dvaldi á Landspítala í þrjár vikur.aðsend Eftir þrjár vikur á Landspítala tók við endurhæfing á Grensás. Þurfti að læra á daglegt líf upp á nýtt Svava var spurð út í innri baráttu hennar eftir að hún áttaði sig á gjörbreyttum aðstæðum í lífi hennar. „Við höfum alltaf þetta val. Ég get alveg valið það að fara í djúpan dal eða þakkað fyrir það að vera á lífi. Hafa höfuð og hendur og allt það í lagi. Þannig að mér eru í raun allir vegir færir, fyrir utan það að labba. Annað get ég þokkalega,“ segir Svava. Frá endurhæfingu á Grensás.aðsend Hún segist hafa þurft að læra allt í hennar daglega lífi upp á nýtt. „Maður verður hálfgert fransbrauð. Ég þurfti að læra að sitja, klæða mig og snúa mér í rúminu. Bara það að setjast á rúmstokkinn fyrst var svakalegt átak.“ Hún lýsir því að hafa búið í „heimatilbúinni íbúð“ á Grensás síðasta mánuð hennar á Grensás. „Það var gríðarlega mikilvægt stökk að fá að vera ein en hafa aðgang að öllu því dásamlega fólki sem þar er. Það jók á sjálfstæði mitt að þurfa að passa að hafa allt tilbúið við rúmið fyrir næsta morgun.“ Nauðsynlegt að snúa aftur Svava tók þá ákvörðun að snúa aftur á staðinn á Tenerife þar sem slysið átti sér stað. „Við fórum þangað í lok ágúst. Mér fannst ég bara að verða að fara og fronta þennan stað sem breytti lífi mínu svona mikið. Það var mjög erfitt og ég brynnti fullt af músum, en það var samt einhvern veginn gott-vont. Það var bara nauðsynlegt að klára þetta,“ segir Svava. Svava ber starfsfólki Grensásdeildarinnar söguna vel.aðsend Hún ítrekar mikilvægi þess að byggja stærra húsnæði undir Grensásdeildina. „Það er ekki hægt að láta einstaklinga, sem þurfa á endurhæfingu að halda, að bíða bara langdölvum inni á sjúkrahúsi. Þar sem við dröbbumst niður. Að komast í endurhæfingu á jafn dásamlegan stað og Grensás er, er gríðarlega mikilvægt,“ sagði Svava að lokum. Fyrir þá sem vilja styrkja Grensásdeildina beint er reiknisnúmer deildainnar 0358-13-000749 og kennitala: 670406-1210.
Landspítalinn Lentu undir pálmatré á Tenerife Kanaríeyjar Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Sjá meira