Lóguðu þremur ágengum björnum þar sem árásum hefur fjölgað Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2023 15:10 Birna í búri í Misato í Japan. Björninn var felldur þar sem talið var að ekki væri öruggt að sleppa honum aftur út í náttúruna. AP/Kyodo News Lóga þurfti þremur ágengum björnum sem höfðu komið sér fyrir inn í tatami-mottuverksmiðju í norðanverðu Japan. Bjarnaárásum hefur fjölgað mjög á svæðinu og hafa embættismenn kallað eftir breytingum á reglum svo hægt sé að berjast gegn björnum. Umræddir birnir, ein birna og tveir húnar, komu sér fyrir í verksmiðjunni í bænum Misato á miðvikudagsmorgun og náðust þau ekki fyrr en aðfaranótt fimmtudags. AP fréttaveitan hefur eftir eiganda verksmiðjunnar að hann hafi séð birnina þar nærri en hafi ekki grunað að þeir gætu leitað inn. Embættismenn og lögregluþjónar, vopnaðir hjálmum og skjöldum, fóru á vettvang og vöktuðu verksmiðjuna, meðan veiðimenn af svæðinu notuðu hvelletur til að reyna að hræða birnina út. Það tókst þó ekki. Að endingu var búrum komið fyrir við dyr verksmiðjunnar og var fylgst með þeim yfir nóttina. Um morguninn voru allir birnirnir þrír komnir í búr. Birnan í einu og húnarnir í öðru. Þeir voru fluttir á brott en var svo lógað þar sem talið var að ekki væri öruggt að sleppa þeim aftur út í náttúruna. Á þessu ári hafa þrjátíu bjarnaárásir verið tilkynntar í Akita-héraði í Japan. Sérfræðingar segja birni leita til byggða eftir mat vegna skorti á akornum, sem er meginfæða þeirra. Íbúar í Akita hafa verið varaðir við því að geyma sorp út og göngufólki hefur verið sagt að bera bjöllur, svo þau komi björnum ekki á óvart út í náttúrunni og bera bjarnarúða. Þá er fólki ráðlagt að leggjast á grúfu mæti þau birni í náttúrunni. Ríkisstjóri héraðsins segist ætla að biðja ríkisstjórnina um aðstoð við að reyna að fækka þessum árásum. Meðal annars vill hann að lögum verði breytt svo nota megi byssur ætlaðar til veiða í byggðum bólum. Annars sé ómögulegt að fella birni sem komnir eru inn í bæi. Japan Dýr Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Sjá meira
Umræddir birnir, ein birna og tveir húnar, komu sér fyrir í verksmiðjunni í bænum Misato á miðvikudagsmorgun og náðust þau ekki fyrr en aðfaranótt fimmtudags. AP fréttaveitan hefur eftir eiganda verksmiðjunnar að hann hafi séð birnina þar nærri en hafi ekki grunað að þeir gætu leitað inn. Embættismenn og lögregluþjónar, vopnaðir hjálmum og skjöldum, fóru á vettvang og vöktuðu verksmiðjuna, meðan veiðimenn af svæðinu notuðu hvelletur til að reyna að hræða birnina út. Það tókst þó ekki. Að endingu var búrum komið fyrir við dyr verksmiðjunnar og var fylgst með þeim yfir nóttina. Um morguninn voru allir birnirnir þrír komnir í búr. Birnan í einu og húnarnir í öðru. Þeir voru fluttir á brott en var svo lógað þar sem talið var að ekki væri öruggt að sleppa þeim aftur út í náttúruna. Á þessu ári hafa þrjátíu bjarnaárásir verið tilkynntar í Akita-héraði í Japan. Sérfræðingar segja birni leita til byggða eftir mat vegna skorti á akornum, sem er meginfæða þeirra. Íbúar í Akita hafa verið varaðir við því að geyma sorp út og göngufólki hefur verið sagt að bera bjöllur, svo þau komi björnum ekki á óvart út í náttúrunni og bera bjarnarúða. Þá er fólki ráðlagt að leggjast á grúfu mæti þau birni í náttúrunni. Ríkisstjóri héraðsins segist ætla að biðja ríkisstjórnina um aðstoð við að reyna að fækka þessum árásum. Meðal annars vill hann að lögum verði breytt svo nota megi byssur ætlaðar til veiða í byggðum bólum. Annars sé ómögulegt að fella birni sem komnir eru inn í bæi.
Japan Dýr Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Sjá meira