Leggja drög að brottflutningi tugþúsunda vegna mögulegs goss Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. október 2023 06:46 Skjálftinn á mánudag olli nokrum skemmdum, meðal annars í Pozzuoli. epa/Ciro Fusco Stjórnvöld á Ítalíu undirbúa nú mögulegan brottflutning tugþúsund manns sem búa nærri Campi Flegrei ofureldfjallinu skammt frá Napólí. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í gær. Campi Flegrei-svæðið liggur vestur af Napólí og þar er að finna fjölda bæja og þorpa, þeirra á meðal Pozzuoli, Agnano og Bacoli. Íbúafjöldi þéttbýliskjarnanna er áætlaður um það bil 500.000. Alls eru 24 gígar í hinum gríðarstóra sigkatli, sem er mun stærri en Vesúvíus en gos í síðarnefnda lagði rómversku borgina Pompei í rúst árið 79. Yfir 1.100 skjálftar hafa mælst á svæðinu á síðasta mánuði, þar á meðal 4 stiga skjálfti á mánudag og 4,2 stiga skjálfti í síðustu viku. Um var að ræða öflugasta skjálftann á svæðinu í fjóra áratugi. Sérfræðingar segja að líklega megi rekja skjálftanna til landriss á svæðinu. Fæstir eru á því að gos sé yfirvofandi en áhyggjur eru uppi um þol bygginga á svæðinu og munu aðgerðir yfirvalda meðal annars miða að því að taka húsnæði út og meta útfrá aukinni skjálftavirkni. Ráðherra almannavarnamála sagði fyrr í vikunni að aðeins yrði ráðist í fjöldarýmingar af ítrustu nauðsyn. Staðarmiðlar hafa greint frá því að sjúkrahús á svæðinu hyggist hefja æfingar á rýmingu. Skjálftavirkni á Campi Flagrei-svæðinu var síðast töluverð á 9. áratug síðustu aldar og þá voru um 40.000 manns fluttir frá Pozzuli. Síðasta stóra gosið varð árið 1538 en talið er mögulegt að stórt gos fyrir um 39.000 árum hafi mögulega valdið útdauða Neanderthal-mannsins. Gjóska frá því gosi hefur fundist á Grænlandi. Ítalía Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Campi Flegrei-svæðið liggur vestur af Napólí og þar er að finna fjölda bæja og þorpa, þeirra á meðal Pozzuoli, Agnano og Bacoli. Íbúafjöldi þéttbýliskjarnanna er áætlaður um það bil 500.000. Alls eru 24 gígar í hinum gríðarstóra sigkatli, sem er mun stærri en Vesúvíus en gos í síðarnefnda lagði rómversku borgina Pompei í rúst árið 79. Yfir 1.100 skjálftar hafa mælst á svæðinu á síðasta mánuði, þar á meðal 4 stiga skjálfti á mánudag og 4,2 stiga skjálfti í síðustu viku. Um var að ræða öflugasta skjálftann á svæðinu í fjóra áratugi. Sérfræðingar segja að líklega megi rekja skjálftanna til landriss á svæðinu. Fæstir eru á því að gos sé yfirvofandi en áhyggjur eru uppi um þol bygginga á svæðinu og munu aðgerðir yfirvalda meðal annars miða að því að taka húsnæði út og meta útfrá aukinni skjálftavirkni. Ráðherra almannavarnamála sagði fyrr í vikunni að aðeins yrði ráðist í fjöldarýmingar af ítrustu nauðsyn. Staðarmiðlar hafa greint frá því að sjúkrahús á svæðinu hyggist hefja æfingar á rýmingu. Skjálftavirkni á Campi Flagrei-svæðinu var síðast töluverð á 9. áratug síðustu aldar og þá voru um 40.000 manns fluttir frá Pozzuli. Síðasta stóra gosið varð árið 1538 en talið er mögulegt að stórt gos fyrir um 39.000 árum hafi mögulega valdið útdauða Neanderthal-mannsins. Gjóska frá því gosi hefur fundist á Grænlandi.
Ítalía Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira