Ökklabrotnaði við fall í tröppum á Eiðistorgi og fær engar bætur Jón Þór Stefánsson skrifar 5. október 2023 10:47 Eiðistorg er verslunarkjarni á Seltjarnarnesi. Vísir/Vilhelm Tryggingafélagið Sjóvá er ekki skaðabótaskylt í máli manns sem féll niður tröppur í verslunarkjarnanum Seltjarnarnesi árið 2016. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu í vikunni ósannað að slysið hafi átt sér stað vegna vanrækslu Sjóvá eða vegna annarra atvika sem myndu gera félagið skaðabótaskylt. Í málsatvikakafla dómsins er því lýst að maðurinn hafi verið að ganga niður flísalagðar tröppur, þar sem hann hafi runnið og slasast á hægri ökkla. Slysið var tilkynnt til lögreglu sem skoðaði vettvang, en maðurinn var fluttur á slysadeild. Í skýrslu lögreglu um vettvang segir að flísarnar á Eiðistorgi hafi verið nokkuð hálar, sérstaklega í bleytu. Flísarnar hafi ekki verið blautar þegar lögregla skoðaði þær, en þó kom fram að bleyta hafi verið utandyra „Og fann ég að bara með smá bleytu undir skónum urðu flísarnar mjög hálar,“ segir í skýrslunni. Röntgenmyndir sýndu brot á hægri ökkla mannsins. Hann gekkst undir aðgerð vegna þess og sagðist hann hafa verið í gifsi í sex vikur. Um það bil ári eftir slysið aflaði maðurinn matsgerðar bæklunarlæknis sem sagði að hann hefði verið óvinnufær frá því að slysið hefði átt sér stað og að varanleg líffræðileg örorka hans væri tíu prósent. Málflutningur mannsins gekk út á að aðbúnaður á vettvangi hafi verið ófullnægjandi og aðstæður hættulegar og að Sjóvá sem vátryggingartaki hafi því borið ábyrgð á slysinu. Hins vegar vildi Sjóvá meina að slysið mætti rekja til aðgæsluleysis mannsins, eða þá óhappatilviljunar, en ekki vegna ófullnægjandi aðstæðna. Dómurinn leit svo á að ekki væri hægt að lesa úr gögnum málsins hvers vegna maðurinn hefði fallið. Það væri því óupplýst. Dómnum þótti að ekki hafi verið sýnt fram á að aðbúnaður á vettvang hafi verið sérstaklega hættulegur daginn sem slysið átti sér stað. Því komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að sýkna skyldi Sjóvá. Þá var málskostnaður málsins látinn niður falla. Dómsmál Tryggingar Seltjarnarnes Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Sjá meira
Í málsatvikakafla dómsins er því lýst að maðurinn hafi verið að ganga niður flísalagðar tröppur, þar sem hann hafi runnið og slasast á hægri ökkla. Slysið var tilkynnt til lögreglu sem skoðaði vettvang, en maðurinn var fluttur á slysadeild. Í skýrslu lögreglu um vettvang segir að flísarnar á Eiðistorgi hafi verið nokkuð hálar, sérstaklega í bleytu. Flísarnar hafi ekki verið blautar þegar lögregla skoðaði þær, en þó kom fram að bleyta hafi verið utandyra „Og fann ég að bara með smá bleytu undir skónum urðu flísarnar mjög hálar,“ segir í skýrslunni. Röntgenmyndir sýndu brot á hægri ökkla mannsins. Hann gekkst undir aðgerð vegna þess og sagðist hann hafa verið í gifsi í sex vikur. Um það bil ári eftir slysið aflaði maðurinn matsgerðar bæklunarlæknis sem sagði að hann hefði verið óvinnufær frá því að slysið hefði átt sér stað og að varanleg líffræðileg örorka hans væri tíu prósent. Málflutningur mannsins gekk út á að aðbúnaður á vettvangi hafi verið ófullnægjandi og aðstæður hættulegar og að Sjóvá sem vátryggingartaki hafi því borið ábyrgð á slysinu. Hins vegar vildi Sjóvá meina að slysið mætti rekja til aðgæsluleysis mannsins, eða þá óhappatilviljunar, en ekki vegna ófullnægjandi aðstæðna. Dómurinn leit svo á að ekki væri hægt að lesa úr gögnum málsins hvers vegna maðurinn hefði fallið. Það væri því óupplýst. Dómnum þótti að ekki hafi verið sýnt fram á að aðbúnaður á vettvang hafi verið sérstaklega hættulegur daginn sem slysið átti sér stað. Því komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að sýkna skyldi Sjóvá. Þá var málskostnaður málsins látinn niður falla.
Dómsmál Tryggingar Seltjarnarnes Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Sjá meira