Svona var blaðamannafundur Åge: „Leikur sem ég hef eytt úr mínu minni“ Aron Guðmundsson skrifar 4. október 2023 13:02 Age Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta segist hafa eytt minningunni um leik liðsins gegn Lúxemborg, í síðasta verkefni liðsins, úr huga sínum. Åge sat fyrir svörum á blaðamannafundi í morgun og þar var ljóst að hann bindur miklar vonir við endurkomu Gylfa Þór Sigurðssonar og Arons Einars Gunnarssonar í liðið. Áður en Åge tók við spurningum frá blaðamönnum fór hann aðeins yfir sviðið. Síðasta verkefni og hvernig komandi tímar horfa við honum. Hann snerti meðal annars á afar svekkjandi 3-1 tapi Íslands gegn Lúxemborg á útivelli í síðasta verkefni. „Við erum sérstaklega vonsviknir með frammistöðuna gegn Lúxemborg í síðasta verkefni. Þetta er leikur sem ég hef eytt úr mínu minni. Það fór allt úrskeiðis þar.“ Klippa: Blaðamannafundur Åge Hareide Þrátt fyrir að leikmenn á borð við Gylfa Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson séu að snúa aftur í landsliðið eru þó nokkrir fastamenn liðsins fjarverandi. „Jóhann Berg er meiddur á kálfa. Hörður Björgvin meiddist alvarlega á hné og svo er Valgeir Lunddal með brotið bein í fætinum sem heldur honum frá þessu verkefni. Við höfum valið 23 leikmenn, tveir þeirra eru leikmenn sem ég vil mjög gjarnan hafa í hópnum þrátt fyrir að þeir hafi ekki spilað mikið.“ Þeir leikmenn sem um ræðir þar eru Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson. „Þeir vilja virkilega koma og leggja vinnuna á sig fyrir Ísland. Þess vegna eru þeir í hópnum. Aron hefur verið mjög virkur frá byrjun. Hann vill hjálpa inn á vellinum á æfingu til að hjálpa öðrum. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að hafa svona karaktera í liðinu. Ég vil að okkar ungu leikmenn læri af þeim. Gylfi er mættur aftur. Hann sagði við mig að hann væri búinn að bíða í tvö ár eftir því að snúa aftur í í landsliðið. Hann myndi gefa annan fótinn til þess að eiga tækifæri á að spila aftur fyrir íslenska landsliðið.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi KSÍ Fótbolti Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Áður en Åge tók við spurningum frá blaðamönnum fór hann aðeins yfir sviðið. Síðasta verkefni og hvernig komandi tímar horfa við honum. Hann snerti meðal annars á afar svekkjandi 3-1 tapi Íslands gegn Lúxemborg á útivelli í síðasta verkefni. „Við erum sérstaklega vonsviknir með frammistöðuna gegn Lúxemborg í síðasta verkefni. Þetta er leikur sem ég hef eytt úr mínu minni. Það fór allt úrskeiðis þar.“ Klippa: Blaðamannafundur Åge Hareide Þrátt fyrir að leikmenn á borð við Gylfa Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson séu að snúa aftur í landsliðið eru þó nokkrir fastamenn liðsins fjarverandi. „Jóhann Berg er meiddur á kálfa. Hörður Björgvin meiddist alvarlega á hné og svo er Valgeir Lunddal með brotið bein í fætinum sem heldur honum frá þessu verkefni. Við höfum valið 23 leikmenn, tveir þeirra eru leikmenn sem ég vil mjög gjarnan hafa í hópnum þrátt fyrir að þeir hafi ekki spilað mikið.“ Þeir leikmenn sem um ræðir þar eru Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson. „Þeir vilja virkilega koma og leggja vinnuna á sig fyrir Ísland. Þess vegna eru þeir í hópnum. Aron hefur verið mjög virkur frá byrjun. Hann vill hjálpa inn á vellinum á æfingu til að hjálpa öðrum. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að hafa svona karaktera í liðinu. Ég vil að okkar ungu leikmenn læri af þeim. Gylfi er mættur aftur. Hann sagði við mig að hann væri búinn að bíða í tvö ár eftir því að snúa aftur í í landsliðið. Hann myndi gefa annan fótinn til þess að eiga tækifæri á að spila aftur fyrir íslenska landsliðið.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi KSÍ Fótbolti Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira