Rútan er sögð hafa fallið úr tíu metra hæð eftir að hafa verið ekið út af stofnbraut í Mestre-hverfi í Feneyjum. Samkvæmt ítölskum miðlum er 21 látinn, tólf slasaðir og fimm manns enn saknað.
At least 20 dead in Italian coach crash near Venice, mayor tells local media pic.twitter.com/wDx85Cwh8s
— Volcaholic (@volcaholic1) October 3, 2023
Borgarstjóri Feneyja segir slysið mikinn harmleik en björgunaraðgerðir standa enn yfir. Ekki er vitað um tildrög slyssins sem stendur. Mikill fjöldi viðbragðsaðila er á svæðinu.
Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, hefur þegar vottað samúð sína til fjölskyldna þeirra sem látist hafa í slysinu.