Zlatan gagnrýnir nálgun Ten Hag hjá Manchester United Aron Guðmundsson skrifar 3. október 2023 08:00 Zlatan Ibrahimovic spilaði á sínum tíma með Manchester United. Þó ekki undir stjórn núverandi knattspyrnustjóra félagsins, Erik ten Hag. Vísir/Samsett mynd Sænska knattspyrnugoðsögnin Zlatan Ibrahimovic, fyrrum leikmaður Manchester United, tjáir sig um stöðu síns fyrrum félags í viðtali við breska fjölmiðlamanninn Piers Morgan og ræðir þar ansi ítarlega stöðu hollenska knattspyrnustjórans Erik ten Hag. „Hann kemur inn í allt annað umhverfi þegar að hann fer frá Ajax til Manchester United. Ég hef verið á mála hjá báðum félögum. Ajax er félag með marga hæfileikaríka og efnilega leikmenn. Þar ertu ekki með stórstjörnur líkt og hjá Manchester United,“ segir Zlatan í viðtali við Piers Morgan. „Hver er reynsla þessa knattspyrnustjóra? Hann hefur unnið með ungum hæfileikaríkum og efnilegum leikmönnum. Þegar að hann kemur til Manchester United þá er hann að koma inn í félag með allt annað hugarfar. Leikmennirnir þar eiga að vera stórstjörnur. Þú getur ekki leyft þér að koma eins fram við þær líkt og þú kemur fram við ungu leikmennina.“ Erik ten Hag er undir mikilli pressu hjá Manchester United sem hefur ekki farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni á yfirstandandi tímabili. Manchester United er sem stendur í 10.sæti deildarinnar með níu stig eftir sjö leiki. „Hversu langan tíma þú gefur knattspyrnustjóranum er ákvörðun sem er á forræði eiganda félagsins en ef þú hlustar á raddir stuðningsmanna félagsins þá er ekki mikill tími til stefnu. Stuðningsmennirnir vilja vinna og ég skil það mjög vel vegna þess að hefðin hjá félaginu er að vinna.“ Ekki bæti úr skák fyrir Manchester United að á meðan félagið berst í bökkum með úrslit innan vallar eru nágrannarnir í Manchester City að upplifa mikið blómaskeið. „Í svona stöðu þarftu plan. Þú þarft ákveðna vegferð til að fylgja. Það er eins og það sé eitthað plan þarna undirliggjandi en svo fer allt í háaloft þegar úrslitin falla ekki með þér. Annað hvort trúirðu á þessa vegferð sem þú ert á eða ekki. Ég held að hann (Ten Hag) sé að fylgja tveimur mismunandi stefnum akkúrat núna.“ Enski boltinn Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Sjá meira
„Hann kemur inn í allt annað umhverfi þegar að hann fer frá Ajax til Manchester United. Ég hef verið á mála hjá báðum félögum. Ajax er félag með marga hæfileikaríka og efnilega leikmenn. Þar ertu ekki með stórstjörnur líkt og hjá Manchester United,“ segir Zlatan í viðtali við Piers Morgan. „Hver er reynsla þessa knattspyrnustjóra? Hann hefur unnið með ungum hæfileikaríkum og efnilegum leikmönnum. Þegar að hann kemur til Manchester United þá er hann að koma inn í félag með allt annað hugarfar. Leikmennirnir þar eiga að vera stórstjörnur. Þú getur ekki leyft þér að koma eins fram við þær líkt og þú kemur fram við ungu leikmennina.“ Erik ten Hag er undir mikilli pressu hjá Manchester United sem hefur ekki farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni á yfirstandandi tímabili. Manchester United er sem stendur í 10.sæti deildarinnar með níu stig eftir sjö leiki. „Hversu langan tíma þú gefur knattspyrnustjóranum er ákvörðun sem er á forræði eiganda félagsins en ef þú hlustar á raddir stuðningsmanna félagsins þá er ekki mikill tími til stefnu. Stuðningsmennirnir vilja vinna og ég skil það mjög vel vegna þess að hefðin hjá félaginu er að vinna.“ Ekki bæti úr skák fyrir Manchester United að á meðan félagið berst í bökkum með úrslit innan vallar eru nágrannarnir í Manchester City að upplifa mikið blómaskeið. „Í svona stöðu þarftu plan. Þú þarft ákveðna vegferð til að fylgja. Það er eins og það sé eitthað plan þarna undirliggjandi en svo fer allt í háaloft þegar úrslitin falla ekki með þér. Annað hvort trúirðu á þessa vegferð sem þú ert á eða ekki. Ég held að hann (Ten Hag) sé að fylgja tveimur mismunandi stefnum akkúrat núna.“
Enski boltinn Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Sjá meira