Enski boltinn

Ratclif­fe í­hugar aðra nálgun við kaup á Manchester United

Aron Guðmundsson skrifar
Sir Jim Ratcliffe fyrir utan Old Trafford 
Sir Jim Ratcliffe fyrir utan Old Trafford  Peter Byrne/Getty Images

Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe, íhugar nú að leggja fram tilboð í kaup á minnihluta í enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United til þess að reyna losa um hnút sem virðist hafa myndast í söluferli félagsins. 

Frá þessu greinir BBC en núverandi eigendur Manchester United, Glazer fjölskyldan, tilkynnti um það í nóvember að hún væri að íhuga að selja félagið. 

Mikill áhugi var á kaupum á félaginuu en aðeins tvö tilboð, frá Ineos eignharhaldsfélagi Ratcliffe og kataranum Sheikh Jassim bin Hamad Al Thani, bárust. 

Talið var að bæði tilboð hljóðuðu upp á rúma fimm milljarða breskra punda en Sheikh Jassim hefur aðeins áhuga á því að kaupa Manchester United að fullu. 

Lítið hefur hins vegar þokast í sölu félagsins undanfarna mánuði og virðist það hafa fengið Ratcliffe til þess að endurhugsa nálgun sína á mögulegum kaupum á Manchester United. 

BBC segir að með þessu gæti Ratcliffe verið að reyna tryggja sér eignarhald á Manchester United til lengri tíma litið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×