Enski boltinn

Francis Lee látinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Francis Lee í leik með Manchester City.
Francis Lee í leik með Manchester City. PA Images/Getty Images

Francis Lee, fyrrverandi leikmaður Manchester City og enska landsliðsins er látinn eftir harða baráttu við krabbamein. Hann var 79 ára gamall.

Lee hóf ferilinn hjá Bolton Wanderers þar sem hann raðaði inn mörkum. Samkvæmt Wikipedia-síðu hans spilaði hann 189 leiki fyrir félagið og skoraði 92 mörk. Lee fór frá Bolton til ljósbláa hluta Manchester-borgar.

Hann lék fyrir félagið í átta ár, spilaði 330 leiki og skoraði 148 mörk. Lee var stór ástæða þess að City stóð uppi sem Englandsmeistari árið 1968. Á tíma sínum hjá félaginu vann hann einnig ensku bikarkeppnina, deildarbikarinn, Evrópukeppni bikarhafa og Samfélagsskjöldinn.

Þá var hann formaður Man City frá 1994 til 1998.

Eftir dvölina í Manchester gekk Lee í raðir Derby og lék með liðinu frá 1974-1976. Þá spilaði hann 27 A-landsleiki fyrir Englands hönd og skoraði 10 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×