Innlent

Fylgi Sjálf­­­­stæðis­­­­flokksins eykst en Sam­­fylkingin dalar

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Fylgi Samfylkingar í ágúst var yfir 26 prósent meðan Sjálfstæðisflokkurinn nam tæpum átján prósentum. 
Fylgi Samfylkingar í ágúst var yfir 26 prósent meðan Sjálfstæðisflokkurinn nam tæpum átján prósentum.  Vísir/Vilhelm

Fylgi Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar eykst nokkuð á milli mánaða samkvæmt nýrri könnun Maskínu en Samfylkingin sem hefur verið á mikilli siglingu dalar lítillega.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með tæplega tuttugu prósent og Viðreisn í kringum tólf - en hefur flokkurinn ekki mælst stærri í nokkurn tíma. 

Fylgi Samfylkingar dregst saman niður í rúm tuttugu og fjögur prósent og Píratar fara niður í tæp ellefu prósent. 

Framsókn stendur í stað með níu prósent en fylgi Vinstri Grænna og Flokks fólksins er hnífjafnt í sex og hálfri prósentu. Þá mælist Miðflokkurinn með sjö prósent og Sósíalistar með um fimm.

Fylgi stjórnmálaflokkanna milli mánaða. Stöð 2

Í niðurstöðum úr könnun Maskínu kemur einnig fram að fylgi ríkisstjórnaflokka væri 34,9 prósent en fylgi stjórnarandstöðuflokka næmi 65,1 prósenti. 


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×