Biden segir Trump og stuðningsmenn hans beina ógn við lýðræðið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. september 2023 08:06 MAGA stendur fyrir Make America Great Again, sem voru kosningaslagorð Donald Trump þegar hann var kjörinn forseti. AP/Evan Vucci Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin standa á krossgötum og að MAGA-hreyfing Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sé bein ógn við lýðræði landsins. „Það er dálítið hættulegt að gerast í Bandaríkjunum,“ sagði Biden í Phoenix í Arizona í gær. „Það er öfgahreyfing sem deilir ekki grundvallargildum lýðræðis okkar; MAGA-hreyfingin... Við stöndum frammi fyrir sögulegri prófraun,“ sagði forsetinn. Hann sagði alla Bandaríkjamenn standa frammi fyrir þeirri spurningu hvað þeir þyrftu að gera til að bjarga lýðræðinu. Þrátt fyrir að nefna Trump aðeins einu sinni á nafn tókst honum að gera skýran greinarmun á stjórnunarstíl þeirra tveggja. Lýðræðið snérist um að valið væri í höndum fólksins; ekki í höndum einvaldsins, auðmagnsins eða hinna valdamiklu. Burtséð frá hvaða því hvaða flokki fólk tilheyrði þá þýddi þetta frjálsar og sanngjarnar kosningar og að menn virtu niðurstöðurnar, hvort sem þeir ynnu eða töpuðu. „Þetta þýðir að þú getur ekki bara elskað landið þitt þegar þú vinnur,“ sagði Biden. „Lýðræði þýðir að hafna og fordæma pólitískt ofbeldi. Óháð flokkapólitík þá er slíkt ofbeldi aldrei, aldrei, aldrei ásættanlegt í Bandaríkjunum. Það er ólýðræðislegt og má aldrei verða normalíserað til að öðlast pólitískt vald,“ sagði forsetinn og var augljóslega að vísa til árásarinnar inn í þinghúsið í Washington. Biden sagði engar ýkjur að lýðræðið væri í hættu og að hættan á ofbeldi væri enn yfirvofandi. Hann vísaði meðal annars til hótana gegn Mark Milley, yfirmanni herforingjaráðsins, sem Trump sagði á dögunum að hefði gerst sekur um landráð. „Í hreinskilni sagt þá hafa þessir MAGA-öfgamenn ekki hundsvit á því sem þeir eru að tala um,“ sagði Biden. Hann minntist Repúblikanans John McCain heitins, sem var harður andstæðingur Trump en vann oftsinnis með Biden þrátt fyrir að síðarnefndi væri Demókrati. Biden sagði Repúblikanaflokkinn nú drifinn áfram að MAGA-hugsjónum og að ekkert rúm væri fyrir samstarf þvert á flokka. Öfgahugsjónir MAGA-manna myndu kollvarpa innviðum Bandaríkjanna ef þær kæmust til framkvæmda. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
„Það er dálítið hættulegt að gerast í Bandaríkjunum,“ sagði Biden í Phoenix í Arizona í gær. „Það er öfgahreyfing sem deilir ekki grundvallargildum lýðræðis okkar; MAGA-hreyfingin... Við stöndum frammi fyrir sögulegri prófraun,“ sagði forsetinn. Hann sagði alla Bandaríkjamenn standa frammi fyrir þeirri spurningu hvað þeir þyrftu að gera til að bjarga lýðræðinu. Þrátt fyrir að nefna Trump aðeins einu sinni á nafn tókst honum að gera skýran greinarmun á stjórnunarstíl þeirra tveggja. Lýðræðið snérist um að valið væri í höndum fólksins; ekki í höndum einvaldsins, auðmagnsins eða hinna valdamiklu. Burtséð frá hvaða því hvaða flokki fólk tilheyrði þá þýddi þetta frjálsar og sanngjarnar kosningar og að menn virtu niðurstöðurnar, hvort sem þeir ynnu eða töpuðu. „Þetta þýðir að þú getur ekki bara elskað landið þitt þegar þú vinnur,“ sagði Biden. „Lýðræði þýðir að hafna og fordæma pólitískt ofbeldi. Óháð flokkapólitík þá er slíkt ofbeldi aldrei, aldrei, aldrei ásættanlegt í Bandaríkjunum. Það er ólýðræðislegt og má aldrei verða normalíserað til að öðlast pólitískt vald,“ sagði forsetinn og var augljóslega að vísa til árásarinnar inn í þinghúsið í Washington. Biden sagði engar ýkjur að lýðræðið væri í hættu og að hættan á ofbeldi væri enn yfirvofandi. Hann vísaði meðal annars til hótana gegn Mark Milley, yfirmanni herforingjaráðsins, sem Trump sagði á dögunum að hefði gerst sekur um landráð. „Í hreinskilni sagt þá hafa þessir MAGA-öfgamenn ekki hundsvit á því sem þeir eru að tala um,“ sagði Biden. Hann minntist Repúblikanans John McCain heitins, sem var harður andstæðingur Trump en vann oftsinnis með Biden þrátt fyrir að síðarnefndi væri Demókrati. Biden sagði Repúblikanaflokkinn nú drifinn áfram að MAGA-hugsjónum og að ekkert rúm væri fyrir samstarf þvert á flokka. Öfgahugsjónir MAGA-manna myndu kollvarpa innviðum Bandaríkjanna ef þær kæmust til framkvæmda.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira