„Það er gaman að vinna Breiðablik“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 28. september 2023 21:54 Hólmar Örn Eyjólfsson segir það extra sætt að vinna Breiðablik. Vísir/Diego Valsmenn tryggðu sér í kvöld annað sæti Bestu deildarinnar með sigri á Breiðablik. Lokatölur 4-2 á Hlíðarenda í fjörugum leik. Valsmenn leiddu í hálfleik 2-1 eftir að Blikar hefðu jafnað leikinn á 40. mínútu. Blikar jöfnuðu svo á 63. mínútu en Patrick Pedersen skoraði tvö mörk fyrir heimamenn á síðustu tíu mínútum leiksins og kláraði leikinn með þrennu eftir að hafa skorað eitt í fyrri hálfleik. „Mér fannst þetta voðalega kaflaskipt. Við vorum yfir að hluta til og þeir að hluta til. Allir að pressa út um allan völl, bæði lið, og þetta hlýtur að hafa verið skemmtilegur leikur til að horfa á,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson, fyrirliði Vals, beint eftir leik. Honum fannst sínir menn spila vel í kvöld og vera hugrakkir ásamt því að hafa Patrick Pedersen í stuði.„Það er alltaf gott að vera með Patrick frammi að setjan inn, hann er alltaf vel staðsettur og klárar færin sín vel. En mér fannst við samt vera þéttir, mér fannst við spila vel, hugrakkir líka á boltanum sem skiptir höfuð máli í svona leikjum. Þeir pressa virkilega grimmilega og ef þú ert aðeins kúl á þessu þá er hægt að finna lausnir á pressunni og þá getur komið þér oft í góðar stöður.“ Eins og áður segir hafa Valsmenn tryggt sér annað sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. Hólmar Örn sér þó hvatningu í því að klára tímabilið á góðum nótum. „Við höfum í rauninni ekkert að spila fyrir nema bara stoltinu og slípa okkur saman fyrir næsta ár. Við þurfum að motivera okkur í þá leiki og skila góðri frammistöðu þar.“ Hólmar Örn er uppalinn HK-ingur og finnst því extra sætt að vinna Breiðablik. „Já, það er það sko,“ sagði Hólmar og hló. „Maður ólst upp alla yngri flokkana í HK og maður átti svolítið undir högg að sækja þar en jú jú það er gaman að vinna Breiðablik.“ Orri Sigurður Ómarsson, miðvörður Vals, spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik í kvöld eftir að hafa slitið krossband í fyrra. Hann kláraði leikinn og hrósaði fyrirliðinn honum í hástert. „Veistu það, ég hef farið í gegnum krossbandameiðsli sjálfur og mér fannst hann algjörlega frábær í dag. Mér fannst hann öruggur í öllum sínum aðgerðum hvort sem það var varnarlega eða sóknarlega og hann var bara virkilega flottur í dag og getur verið mjög stoltur af fyrsta byrjunarliðsleiknum sínum til baka,“ sagði Hólmar Örn að lokum. Besta deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Breiðablik 4-2 | Patrick skoraði þrennu og Valsmenn tryggðu annað sætið Valur vann góðan 4-2 sigur er liðið tók á móti Breiðabliki í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Patrick Pedersen hlóð í þrennu fyrir Valsmenn og með sigrinum tryggði Valur sér annað sæti deildarinnar. 28. september 2023 21:08 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Fleiri fréttir María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Sjá meira
Valsmenn leiddu í hálfleik 2-1 eftir að Blikar hefðu jafnað leikinn á 40. mínútu. Blikar jöfnuðu svo á 63. mínútu en Patrick Pedersen skoraði tvö mörk fyrir heimamenn á síðustu tíu mínútum leiksins og kláraði leikinn með þrennu eftir að hafa skorað eitt í fyrri hálfleik. „Mér fannst þetta voðalega kaflaskipt. Við vorum yfir að hluta til og þeir að hluta til. Allir að pressa út um allan völl, bæði lið, og þetta hlýtur að hafa verið skemmtilegur leikur til að horfa á,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson, fyrirliði Vals, beint eftir leik. Honum fannst sínir menn spila vel í kvöld og vera hugrakkir ásamt því að hafa Patrick Pedersen í stuði.„Það er alltaf gott að vera með Patrick frammi að setjan inn, hann er alltaf vel staðsettur og klárar færin sín vel. En mér fannst við samt vera þéttir, mér fannst við spila vel, hugrakkir líka á boltanum sem skiptir höfuð máli í svona leikjum. Þeir pressa virkilega grimmilega og ef þú ert aðeins kúl á þessu þá er hægt að finna lausnir á pressunni og þá getur komið þér oft í góðar stöður.“ Eins og áður segir hafa Valsmenn tryggt sér annað sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. Hólmar Örn sér þó hvatningu í því að klára tímabilið á góðum nótum. „Við höfum í rauninni ekkert að spila fyrir nema bara stoltinu og slípa okkur saman fyrir næsta ár. Við þurfum að motivera okkur í þá leiki og skila góðri frammistöðu þar.“ Hólmar Örn er uppalinn HK-ingur og finnst því extra sætt að vinna Breiðablik. „Já, það er það sko,“ sagði Hólmar og hló. „Maður ólst upp alla yngri flokkana í HK og maður átti svolítið undir högg að sækja þar en jú jú það er gaman að vinna Breiðablik.“ Orri Sigurður Ómarsson, miðvörður Vals, spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik í kvöld eftir að hafa slitið krossband í fyrra. Hann kláraði leikinn og hrósaði fyrirliðinn honum í hástert. „Veistu það, ég hef farið í gegnum krossbandameiðsli sjálfur og mér fannst hann algjörlega frábær í dag. Mér fannst hann öruggur í öllum sínum aðgerðum hvort sem það var varnarlega eða sóknarlega og hann var bara virkilega flottur í dag og getur verið mjög stoltur af fyrsta byrjunarliðsleiknum sínum til baka,“ sagði Hólmar Örn að lokum.
Besta deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Breiðablik 4-2 | Patrick skoraði þrennu og Valsmenn tryggðu annað sætið Valur vann góðan 4-2 sigur er liðið tók á móti Breiðabliki í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Patrick Pedersen hlóð í þrennu fyrir Valsmenn og með sigrinum tryggði Valur sér annað sæti deildarinnar. 28. september 2023 21:08 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Fleiri fréttir María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Sjá meira
Leik lokið: Valur - Breiðablik 4-2 | Patrick skoraði þrennu og Valsmenn tryggðu annað sætið Valur vann góðan 4-2 sigur er liðið tók á móti Breiðabliki í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Patrick Pedersen hlóð í þrennu fyrir Valsmenn og með sigrinum tryggði Valur sér annað sæti deildarinnar. 28. september 2023 21:08