DeSantis og Christie gagnrýndu Trump fyrir að vera fjarri góðu gamni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. september 2023 06:43 Aðrar kappræður Repúblikanaflokksins fyrir forvalið fóru fram í gærkvöldi. Getty/Justin Sullivan Sjö frambjóðendur í forvali Repúblikana fyrir forsetakosningarnar á næsta ári mættust í kappræðum í gærkvöldi. Donald Trump var ekki þeirra á meðal og var gagnrýndur fyrir að taka ekki þátt. Þetta eru aðrar kappræður frambjóðenda Repúblikanaflokksins en Trump tók ekki heldur þátt í þeim fyrstu. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, var meðal þeirra sem vakti máls á fjarveru Trump og sagði hann fjarri góðu gamni. „Hann ætti að vera hér á þessu sviði í kvöld. Hann skuldar ykkur að verja frammistöðu sína,“ sagði ríkisstjórinn, sem hingað til hefur haldið aftur af sér þegar kemur að því að gagnrýna Trump. Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, sagði Trump óttast kjósendur. „Þú ert ekki hér vegna þess að þú ert hræddur við að mæta og verja framgöngu þína. Þú ert að koma þér hjá þessu,“ sagði Christie, sem var áður meðal helstu stuðningsmanna Trump en er nú meðal fremstu gagnrýnenda hans innan Repúblikanaflokksins. Donald Trump is 'missing in action': Ron DeSantis https://t.co/QhPWbDJDfP— Fox News (@FoxNews) September 28, 2023 DeSantis, sem þykir einna líklegastur til að eiga raunhæfan möguleika á því að skáka Trump í forvalinu, var spurður að því hvernig hann hygðist fara að því; hvað hann teldi sig þurfa að gera til að vinna upp forskotið sem Trump virðist hafa í skoðanakönnunum. „Skoðanakannanir kjósa ekki forseta,“ svaraði DeSantis. „Kjósendur kjósa forseta. Og við ætlum að bera þetta undir fólkið í þessum ríkjum sem kjósa fyrst,“ sagði hann. Þrátt fyrir að Trump eigi nú yfir höfði sér fjölda ákæra í fjórum sakamálum nýtur hann enn lang mests stuðnings af forsetaefnum Repúblikanaflokksins. Samkvæmt nýlegri könnun NBC News nýtur Trump stuðnings 59 prósent þeirra sem teljast líklegir til að kjósa í forvalinu. Asa Hutchinson, fyrrverandi ríkisstjóri Arkansas, var ekki meðal þeirra sem tóku þátt í kappræðunum í gær þar sem hann uppfyllti ekki skilyrði landstjórnar Repúblikanaflokksins um lágmarksfylgi í skoðanakönnunum. Hann hyggst engu að síður halda áfram kosningabaráttu sinni, ekki síst til að berjast gegn Donald Trump. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Þetta eru aðrar kappræður frambjóðenda Repúblikanaflokksins en Trump tók ekki heldur þátt í þeim fyrstu. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, var meðal þeirra sem vakti máls á fjarveru Trump og sagði hann fjarri góðu gamni. „Hann ætti að vera hér á þessu sviði í kvöld. Hann skuldar ykkur að verja frammistöðu sína,“ sagði ríkisstjórinn, sem hingað til hefur haldið aftur af sér þegar kemur að því að gagnrýna Trump. Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, sagði Trump óttast kjósendur. „Þú ert ekki hér vegna þess að þú ert hræddur við að mæta og verja framgöngu þína. Þú ert að koma þér hjá þessu,“ sagði Christie, sem var áður meðal helstu stuðningsmanna Trump en er nú meðal fremstu gagnrýnenda hans innan Repúblikanaflokksins. Donald Trump is 'missing in action': Ron DeSantis https://t.co/QhPWbDJDfP— Fox News (@FoxNews) September 28, 2023 DeSantis, sem þykir einna líklegastur til að eiga raunhæfan möguleika á því að skáka Trump í forvalinu, var spurður að því hvernig hann hygðist fara að því; hvað hann teldi sig þurfa að gera til að vinna upp forskotið sem Trump virðist hafa í skoðanakönnunum. „Skoðanakannanir kjósa ekki forseta,“ svaraði DeSantis. „Kjósendur kjósa forseta. Og við ætlum að bera þetta undir fólkið í þessum ríkjum sem kjósa fyrst,“ sagði hann. Þrátt fyrir að Trump eigi nú yfir höfði sér fjölda ákæra í fjórum sakamálum nýtur hann enn lang mests stuðnings af forsetaefnum Repúblikanaflokksins. Samkvæmt nýlegri könnun NBC News nýtur Trump stuðnings 59 prósent þeirra sem teljast líklegir til að kjósa í forvalinu. Asa Hutchinson, fyrrverandi ríkisstjóri Arkansas, var ekki meðal þeirra sem tóku þátt í kappræðunum í gær þar sem hann uppfyllti ekki skilyrði landstjórnar Repúblikanaflokksins um lágmarksfylgi í skoðanakönnunum. Hann hyggst engu að síður halda áfram kosningabaráttu sinni, ekki síst til að berjast gegn Donald Trump.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira