Innlent

„Við lítum þetta mál grafalvarlegum augum“

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Í ljós kom að fjöður í rútunni var biluð. Framkvæmdastjóri FÍ segir það einungis útskýra aksturslag ökumannsins að hluta. Mynd er úr safni.
Í ljós kom að fjöður í rútunni var biluð. Framkvæmdastjóri FÍ segir það einungis útskýra aksturslag ökumannsins að hluta. Mynd er úr safni. SBA-Norðurleið

Fram­kvæmda­stjóri rútu­fyrir­tækisins SBA - Norðurleið segir eftir­lit með því hverjir mega aka rútum hér á landi ekki vera á­bóta­vant. Hann segir mál rútu­bíl­stjóra sem ók rútu á þann hátt um helgina að far­þegar þurftu á­falla­hjálp hafa verið af­greitt. Fram­kvæmda­stjóri Ferða­fé­lags Ís­lands segir mikil­vægt að lær­dómur sé dreginn af málinu, það sé litið alvarlegum augum, þó ferða­fé­lagið sjálft beri ekki á­byrgð á akstrinum.

Vísir ræddi í gær við að­stand­anda far­þega sem var um borð í rútu á vegum SBA - Norðurleið sem keyrði á milli Land­manna­lauga og Reykja­víkur með far­þega frá Ferða­fé­lagi Ís­lands á sunnu­dag. Far­þegar voru í á­falli vegna aksturs­lags rútu­bíl­stjórans og var far­þegum boðin á­falla­hjálp í kjöl­farið.

Gunnar M. Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri SBA, segist í sam­tali við Vísi ekki vilja tjá sig um málið. Hann segir þó að málið sé af­greitt, það hafi verið leyst með Ferða­fé­lagi Ís­lands og bendir hann á ferða­fé­lagið vegna málsins. Hann segist ekki telja að eftir­liti með því hverjir geti ekið slíkum rútum vera á­bóta­vant líkt og velt var upp í frétt Vísis í gær.

„Það er á­gætis eftir­lit með þeim, bæði af okkar hálfu og í vega­eftir­liti þar sem þeirra gögn eru könnuð. Við fögnum bara öllu eftir­liti.“

Vill læra af málinu

Páll Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri Ferða­fé­lags Ís­lands, segir fé­lagið hafa fundað með farar­stjóranum á mánu­dags­morgninum. Því næst fundað með stjórn­endum SBA.

„Þar komum við á fram­færi þessari skelfi­legu lífs­reynslu far­þega í rútunni, sem bein­línis óttuðust um líf sitt og urðu mjög skelkaðir og fólk fór að gráta og hrópa. Á sama tíma gekk mjög illa að fá bíl­stjórann bæði til að hægja á sér eða stöðva rútuna.“

Páll segir mikilvægt að lærdómur verði dreginn af málinu.

Páll segir að á fundinum hafi Ferða­fé­lagið lagt fram vin­sam­legar kröfur um að rútan yrði tafar­laust tekin úr um­ferð og sett í skoðun. Í gær­morgun hafi komið í ljós að brotin fjöður væri í rútunni sem að sögn Páls út­skýrir að hluta aksturs­lag rútunnar og eigin­leika.

„Við lítum þetta mál graf­alvar­legum augum. Það er gríðar­lega mikil­vægt að tryggja öryggi ferða­fólks á landinu. Við í Ferða­fé­laginu berum ekki á­byrgð á þessum rútu­akstri en við viljum að sjálf­sögðu læra af því sem þarna gerist og koma því á fram­færi við aðra ferða­þjónustu­aðila.“

Hvað felst í því?

„Að við viljum benda á þetta og taka þetta sam­tal. Tryggja að öll skoðun á rútum eða farar­tækjum innan ferða­þjónustunnar sé í lagi og að farar­stjórar, leið­sögu­fólk eða bíl­stjórar, eða hverjir það nú eru, hafi öll til­skilin leyfi og réttindi og séu með alla burði til að sinna og veita þessa þjónustu.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×