Kielsen kemur nýr inn í grænlensku landsstjórnina Atli Ísleifsson skrifar 25. september 2023 13:06 Kim Kielsen var formaður grænlensku landsstjórnarinnar á árunum 2014 til 2021. Hann beið lægri hlut gegn Erik Jensen í formannskosningum í Siumut árið 2020. EPA Múte B. Egede, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, kynnti í dag breytingar á landsstjórninni. Einna hæst ber að Kim Kielsen, fyrrverandi formaður landsstjórnarinnar, tekur við embætti sjávarútvegs- og veiðimála og ráðherrum fjölgar um einn. Grænlenski fjölmiðillinn Sermitsiaq.AG segir frá því að ráðherrum fjölgi um einn, fara úr níu í tíu, og mun sá sem bætist við vera með málefni stjórnarskrár og ríkismyndunar á sinni könnu. Ákvörðun Egede um að hrista upp í ríkisstjórn sinni kemur í kjölfar frétta síðustu viku um afsögn sjávarútvegsráðherrans Karl Tobiassen sem sagði af sér þar sem hann sagði ekki hafa tekist að ná fram breytingum á fiskveiðikerfi landsins líkt og hann hafi heitið að gera fyrir kosningar. Egede er leiðtogi flokksins Inuit Ataqatigiit (IA) sem vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum 2021. IA myndaði þá stjórn með Naleraq, en sleit samstarfinu um ári síðar og myndaði þá nýja stjórn með flokknum Siumut. Múte B. Egede er formaður grænlensku landsstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Egede greindi jafnframt frá því á blaðamannafundi í morgun að samkomulag hafi náðst milli stjórnarflokkanna um viðauka við stjórnarsáttmálann, sem snýr að fjórum málaflokkum – heilbrigðismálum, breytingar á skattakerfinu, hráefnavinnslu og ríkismyndun. Egede sagði að afstaða landsstjórnarinnar varðandi andstöðu við úranvinnslu sé óbreytt en að leita verði nýrra leiða og tækifæra til að nýta auðlindir landsins. Egede (IA) verður áfram formaður landsstjórnarinnar og Erik Jensen, formaður Siumut, verður áfram fjármálaráðherra. Kielsen, sem var formaður landsstjórnarinnar á árunum 2014 til 2021 verður nýr ráðherra sjávarútvegs- og veiðimála. Af tíu ráðherrum stjórnarinnar koma fimm úr röðum Siumut og fimm úr röðum IA. Grænland Mest lesið Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Erlent Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Stefna á að loka skólanum á næsta ári Innlent „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Innlent Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Innlent Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Erlent Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Innlent Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Erlent Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Erlent Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Innlent Fleiri fréttir Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum Forsetahöllin í höndum hersins eftir tveggja ára átök Hótar að innlima sífellt stærri hluta Gasa þar til gíslum verði sleppt Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Fyrirskipar lokun menntamálaráðuneytisins Heathrow lokað fram til miðnættis og 1.300 flugferðir felldar niður Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Sjá meira
Grænlenski fjölmiðillinn Sermitsiaq.AG segir frá því að ráðherrum fjölgi um einn, fara úr níu í tíu, og mun sá sem bætist við vera með málefni stjórnarskrár og ríkismyndunar á sinni könnu. Ákvörðun Egede um að hrista upp í ríkisstjórn sinni kemur í kjölfar frétta síðustu viku um afsögn sjávarútvegsráðherrans Karl Tobiassen sem sagði af sér þar sem hann sagði ekki hafa tekist að ná fram breytingum á fiskveiðikerfi landsins líkt og hann hafi heitið að gera fyrir kosningar. Egede er leiðtogi flokksins Inuit Ataqatigiit (IA) sem vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum 2021. IA myndaði þá stjórn með Naleraq, en sleit samstarfinu um ári síðar og myndaði þá nýja stjórn með flokknum Siumut. Múte B. Egede er formaður grænlensku landsstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Egede greindi jafnframt frá því á blaðamannafundi í morgun að samkomulag hafi náðst milli stjórnarflokkanna um viðauka við stjórnarsáttmálann, sem snýr að fjórum málaflokkum – heilbrigðismálum, breytingar á skattakerfinu, hráefnavinnslu og ríkismyndun. Egede sagði að afstaða landsstjórnarinnar varðandi andstöðu við úranvinnslu sé óbreytt en að leita verði nýrra leiða og tækifæra til að nýta auðlindir landsins. Egede (IA) verður áfram formaður landsstjórnarinnar og Erik Jensen, formaður Siumut, verður áfram fjármálaráðherra. Kielsen, sem var formaður landsstjórnarinnar á árunum 2014 til 2021 verður nýr ráðherra sjávarútvegs- og veiðimála. Af tíu ráðherrum stjórnarinnar koma fimm úr röðum Siumut og fimm úr röðum IA.
Grænland Mest lesið Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Erlent Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Stefna á að loka skólanum á næsta ári Innlent „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Innlent Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Innlent Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Erlent Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Innlent Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Erlent Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Erlent Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Innlent Fleiri fréttir Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum Forsetahöllin í höndum hersins eftir tveggja ára átök Hótar að innlima sífellt stærri hluta Gasa þar til gíslum verði sleppt Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Fyrirskipar lokun menntamálaráðuneytisins Heathrow lokað fram til miðnættis og 1.300 flugferðir felldar niður Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Sjá meira