Þetta kemur fram í þjóðarpúls Gallup. Segir þar að ríflega helmingur landsmanna hafi ferðast erlendis í sumar sem er fækkun frá því í fyrra þegar sextíu prósent landsmanna héldu út fyrir landsteinana.
Fólk á aldrinum 30 til 39 ára er líklegast til að halda sig heima en þeir sem eru með hæstu tekjurnar fara mest til útlanda samkvæmd þjóðarpúlsinum.
Þegar kemur að ferðalögum innanlands eru þeir tekjuhæstu einnig efstir á blaði. 71 prósent þeirra með 1.250 þúsund krónur eða meira í laun ferðuðust innanlands en einungis 50 prósent þeirra með 550 til 799 þúsund krónur.
67 prósent Íslendinga ferðuðust innanlands í sumar en þriðjungur hélt sig heima. Gagnasafn Gallup nær aftur til 2006 og aldrei hafa færri ferðast innanlands og í ár.
Um er að ræða netkönnun sem fram fór 1. til 10. september. Heildarúrtaksstærð var 1.697 og þátttökuhlutfall var fimmtíu prósent.