Newcastle niðurlægði strákana frá Sheffield Smári Jökull Jónsson skrifar 24. september 2023 17:41 Svekktur Benie Traore fylgist með markaskorurunum Sven Botman og Dan Burn eftir leikinn í dag. Vísir/Getty Newcastle United vann í dag 8-0 risasigur á Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sigurinn er á meðal þeirra stærstu í sögu deildarinnar. Newcastle hefur ekki farið neitt alltof vel af stað á tímabilinu eftir frábært tímabil í fyrra. Fyrir leikinn í dag hafði liðið aðeins unnið einn sigur í deildinni til þessa og hann kom í fyrstu umferð gegn Aston Villa. Í dag var hins vegar engin spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Leikmenn Newcastle sýndu strax hvað þeir ætluðu sér og voru komnir í 3-0 í fyrri hálfleik eftir mörk Sean Longstaff, Dan Burn og Sven Botman á fjórtán mínútna kafla um miðjan hálfleikinn. Newcastle United are the first team in Premier League history to have eight different players score in a single game. Sean Longstaff Dan Burn Sven Botman Callum Wilson Anthony Gordon Miguel Almiron Bruno Guimarães Alexander Isak pic.twitter.com/vgrvJmZqXG— talkSPORT (@talkSPORT) September 24, 2023 Í síðari hálfleik keyrðu þeir síðan einfaldlega yfir gestina frá Sheffield. Callum Wilson skoraði á 56. mínútu og á tólf mínútna kafla bættu þeir Anthony Gordon, Miguel Almiron og Bruno Guimares við mörkum og staðan orðin 7-0. Alexander Isak setti svo punktinn yfir i-ið þegar hann skoraði á 87. mínútu og innsiglaði 8-0 risasigur Newcastle. Newcastle's BIGGEST league away win ever! pic.twitter.com/uYAM5c9egF— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 24, 2023 Sigurinn er á meðal þeirra stærstu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Fjórum sinnum hefur liðum tekist að vinna 9-0 sigra, síðast liði Liverpool gegn Bournemouth á síðustu leiktíð. Newcastle hefur áður unnið 8-0 sigur í úrvalsdeildinni. Það var árið 1999 og einnig gegn liði frá Sheffield, í það skiptið Sheffield Wednesday. Enski boltinn Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Newcastle hefur ekki farið neitt alltof vel af stað á tímabilinu eftir frábært tímabil í fyrra. Fyrir leikinn í dag hafði liðið aðeins unnið einn sigur í deildinni til þessa og hann kom í fyrstu umferð gegn Aston Villa. Í dag var hins vegar engin spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Leikmenn Newcastle sýndu strax hvað þeir ætluðu sér og voru komnir í 3-0 í fyrri hálfleik eftir mörk Sean Longstaff, Dan Burn og Sven Botman á fjórtán mínútna kafla um miðjan hálfleikinn. Newcastle United are the first team in Premier League history to have eight different players score in a single game. Sean Longstaff Dan Burn Sven Botman Callum Wilson Anthony Gordon Miguel Almiron Bruno Guimarães Alexander Isak pic.twitter.com/vgrvJmZqXG— talkSPORT (@talkSPORT) September 24, 2023 Í síðari hálfleik keyrðu þeir síðan einfaldlega yfir gestina frá Sheffield. Callum Wilson skoraði á 56. mínútu og á tólf mínútna kafla bættu þeir Anthony Gordon, Miguel Almiron og Bruno Guimares við mörkum og staðan orðin 7-0. Alexander Isak setti svo punktinn yfir i-ið þegar hann skoraði á 87. mínútu og innsiglaði 8-0 risasigur Newcastle. Newcastle's BIGGEST league away win ever! pic.twitter.com/uYAM5c9egF— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 24, 2023 Sigurinn er á meðal þeirra stærstu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Fjórum sinnum hefur liðum tekist að vinna 9-0 sigra, síðast liði Liverpool gegn Bournemouth á síðustu leiktíð. Newcastle hefur áður unnið 8-0 sigur í úrvalsdeildinni. Það var árið 1999 og einnig gegn liði frá Sheffield, í það skiptið Sheffield Wednesday.
Enski boltinn Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira