Innlent

Eldur í fiski­bát við Siglu­fjarðar­höfn

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Slökkviliðið tók á móti fiskibátnum í Siglufjarðarhöfn.
Slökkviliðið tók á móti fiskibátnum í Siglufjarðarhöfn. Vísir

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á mesta forgangi laust fyrir klukkan eitt í nótt eftir að það kviknaði í fiskibát um 500 metra norður af Siglufjarðarhöfn. Þrír voru um borð í bátnum en engan sakaði.

Ásamt þyrlusveit Landhelgisgæslunnar fór áhöfn björgunarskipsins Sigurvins, frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu, einnig á vettvang.

Björgunarskipið var mætt á staðinn fáeinum mínútum eftir að útkallið barst og tók fiskibátinn á síðuna. Vel gekk að færa bátinn að bryggju á Siglufirði, þar sem slökkviliðsmenn fóru um borð. Þyrla Gæslunnar var í kjölfarið afturkölluð, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörgu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×