Fótbolti

Höskuldur: Ætlum að safna stigum í þessum riðli

Dagur Lárusson skrifar
Höskuldur í leik með Breiðablik
Höskuldur í leik með Breiðablik Vísir/Hulda Margrét

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var stoltur af sínu liði þrátt fyrir 3-2 tap gegn Maccabi í Sambandsdeildinni í kvöld.

„Maður fann að það var smá veggur í byrjun og við fengum á okkur óþarfa mörk en við sýndum það að það er mikill karakter í þessu liði,“ byrjaði Höskuldur að segja.

„Tilfinningin núna eftir leik er í rauninni sú að maður er svekktur að hafa ekki náð inn jöfnunarmarkinu,“ hélt Höskuldur áfram.

Höskuldur talaði aðeins meira um karakterinn í liðinu.

„Nei, ég meina þetta var ekki í fyrsta sinn og alls ekki í seinasta sinn þar sem við gefumst ekki upp. Þetta er í rauninni okkar einkenni. Það eru smá stælar í okkur og þannig viljum við vera, við höfum trú allan tímann.“

„Það er fínt að fara á erfiðasta útivöllinn í þessum riðli og fá höggið strax og þá er gæsahúðin farin og við ætlum svo sannarlega að safna stigum í þessum riðli, það er engin spurning,“ endaði Höskuldur á að segja.

Sjá má viðtalið við Höskuld hér að neðan.

Klippa: Fyrirliðinn svekktur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×