„Einhvers staðar þarf allt þetta fólk að búa“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. september 2023 21:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Samtaka íslenskra sveitarfélaga og Gunnar Jakobsson. Vísir Húsnæðismálin eru ein stærsta áskorun sveitarfélaga hér á landi að sögn formanns þeirra. Hún kallar eftir auknum framlögum frá ríkinu. Fjármálaráðherra segir stjórnvöld hafa staðið við skuldbindingar sínar við sveitarfélögin. Hann hefur hins vegar áhyggjur af fækkun nýbygginga. Þrátt fyrir að ríki og sveitarfélögin hafi á síðasta ári undirritað svokallaðan rammasamning um uppbyggingu á 35 þúsund íbúðum á næstu tíu árum hafa sveitarfélögin enn þá miklar áhyggjur af húsnæðismálum. Þetta er meðal þess sem kom fram á ráðstefnu um fjármál þeirra í dag. „Stærsta mál okkar er húsnæðisuppbyggingin um allt land. Við treystum því að ríkið komi þar myndarlega inn, svo við náum að byggja upp húsnæði fyrir allt fólkið sem hér býr. En það þarf líka að tryggja að lífskjörin í landinu verði þannig að fólk geti leigt eða keypt þessar íbúðir og velji að búa á hér á landi. Það er stórt samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga og þar köllum við til stjórnvalda um hvað þau ætli að gera,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Heiða skaut föstu skotum að fjármálaráðherra á fundinum í dag þar sem hún benti á að sveitarfélögin þurfi mun meira fjármagn þaðan í húsnæðismálin og ýmsa aðra málaflokka eins og málefni fatlaðra, í grunnskóla og samgöngur. Sveitarfélögin þurfi að vera ábyrgari í fjármálum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði því hins vegar í ræðu sinni á fundum að sveitarfélögin yrðu að sýna ábyrgari fjármálastjórn. Hann segir ríkisstjórnina nú þegar hafa uppfyllt skilyrði rammasamkomulagsins um húsnæðisuppbyggingu. „Ég held að ríkið sé nú þegar vel að standa undir því sem við höfum gefið út að við myndum vilja gera í þessu félagslega húsnæði. Það sem ég hef meiri áhyggjur af er að það hægi á framkvæmdum vegna íbúða á almennum markaði vegna vaxtahækkana og mögulega vegna þess að lóðir eru ekki tilbúnar,“ segir Bjarni. „Einhvers staðar þarf allt þetta fólk að búa“ Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika segir svo þetta um stöðuna á húsnæðismarkaðnum í dag: „Það virðist vera nægt framboð í dag. Ef við berum saman uppbyggingu húsnæðis við mannfjöldaþróun á Íslandi er ekki verið að byggja nóg til að mæta eftirspurn á næstu árum. Það hefur náttúrulega verið mikill kraftur í atvinnulífinu og ferðaþjónustan hefur verið drifin áfram af erlendu vinnuafli að hluta og einhvers staðar þarf allt þetta fólk að búa,“ segir Gunnar. Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Fasteignamarkaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Þrátt fyrir að ríki og sveitarfélögin hafi á síðasta ári undirritað svokallaðan rammasamning um uppbyggingu á 35 þúsund íbúðum á næstu tíu árum hafa sveitarfélögin enn þá miklar áhyggjur af húsnæðismálum. Þetta er meðal þess sem kom fram á ráðstefnu um fjármál þeirra í dag. „Stærsta mál okkar er húsnæðisuppbyggingin um allt land. Við treystum því að ríkið komi þar myndarlega inn, svo við náum að byggja upp húsnæði fyrir allt fólkið sem hér býr. En það þarf líka að tryggja að lífskjörin í landinu verði þannig að fólk geti leigt eða keypt þessar íbúðir og velji að búa á hér á landi. Það er stórt samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga og þar köllum við til stjórnvalda um hvað þau ætli að gera,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Heiða skaut föstu skotum að fjármálaráðherra á fundinum í dag þar sem hún benti á að sveitarfélögin þurfi mun meira fjármagn þaðan í húsnæðismálin og ýmsa aðra málaflokka eins og málefni fatlaðra, í grunnskóla og samgöngur. Sveitarfélögin þurfi að vera ábyrgari í fjármálum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði því hins vegar í ræðu sinni á fundum að sveitarfélögin yrðu að sýna ábyrgari fjármálastjórn. Hann segir ríkisstjórnina nú þegar hafa uppfyllt skilyrði rammasamkomulagsins um húsnæðisuppbyggingu. „Ég held að ríkið sé nú þegar vel að standa undir því sem við höfum gefið út að við myndum vilja gera í þessu félagslega húsnæði. Það sem ég hef meiri áhyggjur af er að það hægi á framkvæmdum vegna íbúða á almennum markaði vegna vaxtahækkana og mögulega vegna þess að lóðir eru ekki tilbúnar,“ segir Bjarni. „Einhvers staðar þarf allt þetta fólk að búa“ Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika segir svo þetta um stöðuna á húsnæðismarkaðnum í dag: „Það virðist vera nægt framboð í dag. Ef við berum saman uppbyggingu húsnæðis við mannfjöldaþróun á Íslandi er ekki verið að byggja nóg til að mæta eftirspurn á næstu árum. Það hefur náttúrulega verið mikill kraftur í atvinnulífinu og ferðaþjónustan hefur verið drifin áfram af erlendu vinnuafli að hluta og einhvers staðar þarf allt þetta fólk að búa,“ segir Gunnar.
Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Fasteignamarkaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira