Teikn á lofti um að markmið rammasamnings fyrir árið náist ekki Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. apríl 2023 21:26 Sigurður Ingi tekur fyrir fullyrðingar Sambands íslenskra sveitarfélaga um forsendubrest. Vísir/Ívar Fannar Innviðaráðherra segir það ekki rétt að forsendur rammasamnings um uppbyggingu íbúða séu brostnar, líkt og Samband íslenskra sveitarfélaga heldur fram. Ef þörf verður á auknu fjármagni verði brugðist við en teikn eru á lofti um að markmið samningsins náist ekki strax. Ríkið og sveitarfélög undirrituðu í júlí í fyrra rammasamning um uppbyggingu 35 þúsund íbúða til ársins 2032, fjögur þúsund á ári fyrstu fimm árin og 3500 á ári síðari fimm. Samband íslenskra sveitarfélaga telur nú að samningurinn sé vanfjármagnaður. í fjármálaáætlun næstu fimm ára sé gert ráð fyrir að stofnframlög nemi 18,7 milljörðum króna í heild og lánveitingar 20 milljörðum á ári. Til að efna samninginn þyrftu þó stofnframlög að nema 44 milljörðum króna á tímabilinu og lánveitingar 188 milljörðum. Um sé að ræða fullkominn forsendubrest. Innviðaráðherra er ekki sammála „Við erum ágætlega fjármögnuð til þess að leggja af stað í ár. Rammasamkomulagið, þá er verið að tala um tíu ár. Hvenær við nákvæmlega náum hæsta markmiðinu, það getur vel verið að það taki einhvern tíma. Í fjármálaáætlun erum við að leggja af stað og segjum jafnframt ef að það verður þörf á frekara fjármagni til þess að fjármagna fleiri stofnframlagaíbúðir og þá munum við gera það,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir þó ljóst að kostnaður sé að aukast en verið sé að bregðast við með breyttum viðmiðum í hlutdeildarlánum og auknu framboði. Markmiðum um fjölda virðist þó ekki náð. „Ég held að það megi áætla að það verði sirka þrjú þúsund íbúðir byggðar á þessu ári. Við höfum áhyggjur af því að húsnæðismarkaðurinn sé að kólna og þess vegna teljum við mikilvægt að hið opinbera, ríkið, stígi sterkar inn á þessum næstu misserum. En það eru ákveðin teikn á lofti um að við náum ekki að byggja nóg árið 2024.“ Vonast til þess að fleiri sveitarfélög slái til Stjörnvöld séu engu að síður tilbúin til að mæta sveitarfélögunum með fjármagni. „Við erum sem sagt búin að skrifa undir samning við Reykjavíkurborg sem lofar mjög góðu en við erum líka með alveg á lokametrunum samningsdrög við fjölmörg önnur, og ég vonast satt best að segja til að öll sveitarfélög landsins komi með okkur í þetta verkefni,“ segir Sigurðu Ingi að lokum. Húsnæðismál Efnahagsmál Fasteignamarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Sjá meira
Ríkið og sveitarfélög undirrituðu í júlí í fyrra rammasamning um uppbyggingu 35 þúsund íbúða til ársins 2032, fjögur þúsund á ári fyrstu fimm árin og 3500 á ári síðari fimm. Samband íslenskra sveitarfélaga telur nú að samningurinn sé vanfjármagnaður. í fjármálaáætlun næstu fimm ára sé gert ráð fyrir að stofnframlög nemi 18,7 milljörðum króna í heild og lánveitingar 20 milljörðum á ári. Til að efna samninginn þyrftu þó stofnframlög að nema 44 milljörðum króna á tímabilinu og lánveitingar 188 milljörðum. Um sé að ræða fullkominn forsendubrest. Innviðaráðherra er ekki sammála „Við erum ágætlega fjármögnuð til þess að leggja af stað í ár. Rammasamkomulagið, þá er verið að tala um tíu ár. Hvenær við nákvæmlega náum hæsta markmiðinu, það getur vel verið að það taki einhvern tíma. Í fjármálaáætlun erum við að leggja af stað og segjum jafnframt ef að það verður þörf á frekara fjármagni til þess að fjármagna fleiri stofnframlagaíbúðir og þá munum við gera það,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir þó ljóst að kostnaður sé að aukast en verið sé að bregðast við með breyttum viðmiðum í hlutdeildarlánum og auknu framboði. Markmiðum um fjölda virðist þó ekki náð. „Ég held að það megi áætla að það verði sirka þrjú þúsund íbúðir byggðar á þessu ári. Við höfum áhyggjur af því að húsnæðismarkaðurinn sé að kólna og þess vegna teljum við mikilvægt að hið opinbera, ríkið, stígi sterkar inn á þessum næstu misserum. En það eru ákveðin teikn á lofti um að við náum ekki að byggja nóg árið 2024.“ Vonast til þess að fleiri sveitarfélög slái til Stjörnvöld séu engu að síður tilbúin til að mæta sveitarfélögunum með fjármagni. „Við erum sem sagt búin að skrifa undir samning við Reykjavíkurborg sem lofar mjög góðu en við erum líka með alveg á lokametrunum samningsdrög við fjölmörg önnur, og ég vonast satt best að segja til að öll sveitarfélög landsins komi með okkur í þetta verkefni,“ segir Sigurðu Ingi að lokum.
Húsnæðismál Efnahagsmál Fasteignamarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Sjá meira