Teikn á lofti um að markmið rammasamnings fyrir árið náist ekki Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. apríl 2023 21:26 Sigurður Ingi tekur fyrir fullyrðingar Sambands íslenskra sveitarfélaga um forsendubrest. Vísir/Ívar Fannar Innviðaráðherra segir það ekki rétt að forsendur rammasamnings um uppbyggingu íbúða séu brostnar, líkt og Samband íslenskra sveitarfélaga heldur fram. Ef þörf verður á auknu fjármagni verði brugðist við en teikn eru á lofti um að markmið samningsins náist ekki strax. Ríkið og sveitarfélög undirrituðu í júlí í fyrra rammasamning um uppbyggingu 35 þúsund íbúða til ársins 2032, fjögur þúsund á ári fyrstu fimm árin og 3500 á ári síðari fimm. Samband íslenskra sveitarfélaga telur nú að samningurinn sé vanfjármagnaður. í fjármálaáætlun næstu fimm ára sé gert ráð fyrir að stofnframlög nemi 18,7 milljörðum króna í heild og lánveitingar 20 milljörðum á ári. Til að efna samninginn þyrftu þó stofnframlög að nema 44 milljörðum króna á tímabilinu og lánveitingar 188 milljörðum. Um sé að ræða fullkominn forsendubrest. Innviðaráðherra er ekki sammála „Við erum ágætlega fjármögnuð til þess að leggja af stað í ár. Rammasamkomulagið, þá er verið að tala um tíu ár. Hvenær við nákvæmlega náum hæsta markmiðinu, það getur vel verið að það taki einhvern tíma. Í fjármálaáætlun erum við að leggja af stað og segjum jafnframt ef að það verður þörf á frekara fjármagni til þess að fjármagna fleiri stofnframlagaíbúðir og þá munum við gera það,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir þó ljóst að kostnaður sé að aukast en verið sé að bregðast við með breyttum viðmiðum í hlutdeildarlánum og auknu framboði. Markmiðum um fjölda virðist þó ekki náð. „Ég held að það megi áætla að það verði sirka þrjú þúsund íbúðir byggðar á þessu ári. Við höfum áhyggjur af því að húsnæðismarkaðurinn sé að kólna og þess vegna teljum við mikilvægt að hið opinbera, ríkið, stígi sterkar inn á þessum næstu misserum. En það eru ákveðin teikn á lofti um að við náum ekki að byggja nóg árið 2024.“ Vonast til þess að fleiri sveitarfélög slái til Stjörnvöld séu engu að síður tilbúin til að mæta sveitarfélögunum með fjármagni. „Við erum sem sagt búin að skrifa undir samning við Reykjavíkurborg sem lofar mjög góðu en við erum líka með alveg á lokametrunum samningsdrög við fjölmörg önnur, og ég vonast satt best að segja til að öll sveitarfélög landsins komi með okkur í þetta verkefni,“ segir Sigurðu Ingi að lokum. Húsnæðismál Efnahagsmál Fasteignamarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Fleiri fréttir Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Sjá meira
Ríkið og sveitarfélög undirrituðu í júlí í fyrra rammasamning um uppbyggingu 35 þúsund íbúða til ársins 2032, fjögur þúsund á ári fyrstu fimm árin og 3500 á ári síðari fimm. Samband íslenskra sveitarfélaga telur nú að samningurinn sé vanfjármagnaður. í fjármálaáætlun næstu fimm ára sé gert ráð fyrir að stofnframlög nemi 18,7 milljörðum króna í heild og lánveitingar 20 milljörðum á ári. Til að efna samninginn þyrftu þó stofnframlög að nema 44 milljörðum króna á tímabilinu og lánveitingar 188 milljörðum. Um sé að ræða fullkominn forsendubrest. Innviðaráðherra er ekki sammála „Við erum ágætlega fjármögnuð til þess að leggja af stað í ár. Rammasamkomulagið, þá er verið að tala um tíu ár. Hvenær við nákvæmlega náum hæsta markmiðinu, það getur vel verið að það taki einhvern tíma. Í fjármálaáætlun erum við að leggja af stað og segjum jafnframt ef að það verður þörf á frekara fjármagni til þess að fjármagna fleiri stofnframlagaíbúðir og þá munum við gera það,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir þó ljóst að kostnaður sé að aukast en verið sé að bregðast við með breyttum viðmiðum í hlutdeildarlánum og auknu framboði. Markmiðum um fjölda virðist þó ekki náð. „Ég held að það megi áætla að það verði sirka þrjú þúsund íbúðir byggðar á þessu ári. Við höfum áhyggjur af því að húsnæðismarkaðurinn sé að kólna og þess vegna teljum við mikilvægt að hið opinbera, ríkið, stígi sterkar inn á þessum næstu misserum. En það eru ákveðin teikn á lofti um að við náum ekki að byggja nóg árið 2024.“ Vonast til þess að fleiri sveitarfélög slái til Stjörnvöld séu engu að síður tilbúin til að mæta sveitarfélögunum með fjármagni. „Við erum sem sagt búin að skrifa undir samning við Reykjavíkurborg sem lofar mjög góðu en við erum líka með alveg á lokametrunum samningsdrög við fjölmörg önnur, og ég vonast satt best að segja til að öll sveitarfélög landsins komi með okkur í þetta verkefni,“ segir Sigurðu Ingi að lokum.
Húsnæðismál Efnahagsmál Fasteignamarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Fleiri fréttir Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Sjá meira