Fótbolti

Sjáðu myndirnar: Væsir ekki um Blika á fimm stjörnu lúxus­hóteli í Tel Aviv

Aron Guðmundsson skrifar
Breiðablik mætir Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu í Tel Aviv í kvöld
Breiðablik mætir Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu í Tel Aviv í kvöld Vísir/Hulda Margrét

Það styttist í stóru stundina hjá karlaliði Breiðabliks í fótbolta sem í kvöld mætir sterku liði Maccabi Tel Aviv í fyrstu umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu á Bloomfield leikvanginum í Tel Aviv. 

Aron Guðmundsson skrifar frá Tel Aviv, Ísrael.

Leikurinn markar upphaf á nýjum kafla í íslenskum fótbolta en Breiðablik er fyrsta íslenska liðið til að spila í riðlakeppni í Evrópu. 

Blikar mættu hingað til Tel Aviv seint á þriðjudagskvöld eftir langt flug en hér í borginni hefur liðið geta hreiðrar vel um sig á Carlton hótelinu, fimm stjörnu lúxushóteli við strandlengju Tel Aviv. Kjörinn staður til þess að endurnæra líkama og sál fyrir komandi átök gegn heimamönnum í Maccabi Tel Aviv í kvöld. 

Carlton hótelið er eins og fyrr segir fimm stjörnu lúxushótel með sundlaug og heita potta úti á fimmtándu hæð, sem jafnframt er efsta hæð hótelsins en þar er hægt er að njóta magnaðs útsýnis. Þá er einnig að finna heilsulind á hótelinu.

Í lýsingu á Booking.com um Carlton hótelið segir: 

„Hotel Carlton er staðsett við smábátahöfnina í Tel Aviv og státar af þakverönd með sundlaug og útsýni yfir hafið. Herbergin eru með sérsvalir með útsýni yfir hafið eða borgina.“

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá Carlton hótelinu í Tel Aviv sem Breiðablik heldur til á: 

Mynd: Booking.com
Mynd: Booking.com
Mynd: Booking.com
Mynd: Booking.com
Mynd: Booking.com
Mynd: Booking.com
Mynd: Booking.com

Leikur Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks hefst klukkan sjö í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Við verðum á staðnum og færum ykkur allt það helsta frá Tel Aviv.


Tengdar fréttir

Kea­ne van­metur Breiða­blik ekki: „Vitum hvers við erum megnugir“

Robbie Kea­ne, fyrrum marka­hrókur í ensku úr­vals­deildinni og nú­verandi þjálfari ísraelska stór­liðsins Mac­cabi Tel Aviv, býst við erfiðum leik gegn Breiða­bliki í riðla­keppni Sam­bands­deildar Evrópu á morgun og varar leik­menn sína við því að van­meta ís­lenska liðið.

Sjáðu myndina: Á­hrifa Viðars Arnar gætir enn í Tel Aviv

Ís­land á sína tengingu við ísraelska fót­bolta­liðið Mac­cabi Tel Aviv sem á morgun tekur á móti Breiða­bliki í fyrstu um­ferð riðla­keppni Sam­bands­deildar Evrópu á Bloom­fi­eld leik­vanginum í Tel Aviv.

Blikar mæta sigur­sælasta liði Ísrael sem er með þekktan markaskorara í brúnni

Veg­ferð karla­liðs Breiða­bliks í fót­bolta í riðla­keppni Sam­bands­deildar Evrópu hefst í Ísrael, nánar til­tekið Tel Aviv, á fimmtu­daginn kemur þegar að Blikar heim­sækja sigur­sælasta lið Ísrael, Mac­cabi Tel Aviv sem þjálfað er af þekktum fyrrum marka­skorara úr ensku úr­vals­deildinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.