Telja eldflaugina hafa verið úkraínska Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2023 09:34 Særður maður borinn á brott eftir sprenginguna. AP/Evgeniy Maloletka Útlit er fyrir að eldflaugin sem banaði minnst fimmtán manns og særði rúmlega þrjátíu í bænum Kostiantynivka í austurhluta Úkraínu þann 6. september hafi verið skotið á loft af Úkraínumönnum sjálfum. Eldflaugin lenti á markaði í bænum en innan við tveimur tímum síðar sakaði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, Rússa um árásina. Í ítarlegri greiningu blaðamanna New York Times, sem hafa rætt við vitni, skoðað upptökur úr öryggismyndavélum og skoðað sprengibrot á vettvangi, svo eitthvað sé nefnt, segir að eldflaugin hafi að öllum líkindum komið úr vestri, frá yfirráðasvæði Úkraínumanna. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar í fyrra hafa hersveitir Rússlands gert ítrekaðar árásir á óbreytta borgara í Úkraínu og látið sprengjum rigna yfir byggð ból í landinu. Meðal annars er markmiðið að skjóta almenningi skelk í bringu. Degi áður en eldflaugin lenti í bænum höfðu Rússar varpað sprengjum á hann. Sex manns létu svo lífið í árás Rússa á Kostiantynivka í apríl, þegar sprengjur féllu á heimili og barnaskóla í borginni. Í grein NYT segir að tveimur mínútum áður en eldflaugin lenti í bænum hafi úkraínskir hermenn skotið tveimur eldflaugum, sem hannaðar eru til að skjóta niður flugvélar og aðrar eldflaugar, á loft skammt frá Kostiantynivka. Talið er að um hafi verið að ræða tvær eldflaugar af gerðinni 9M38 sem skotið er með Buk loftvarnarkerfi en Úkraínumenn höfðu sagt að eldflaugin hefði verið af gerðinni S-300 en slíkum eldflaugum, sem búið er að breyta, er reglulega skotið að úkraínskum bæjum og borgum. Blaðamenn NYT voru fyrir tilviljun í bænum Druzhkivka, sem er norðvestur af Kostiantynivka en það er áttin sem talið er að eldflaugin hafi komið úr. Hafi eldflauginni verið skotið frá Druzhkivka hefur hún flogið eingöngu um sextán kílómetra áður en hún lenti og hefur því verið töluvert eldsneyti í henni þar sem þær drífa tæplega tvöfalt lengra. Selenskí birti myndband af því þegar eldflaugin lenti, þegar hann sakaði Rússa um að hafa skotið henni. At least 16 people have been killed by Russian shelling in Kostyantynivka, Donetsk region. Russian terrorists have attacked a regular market, shops, and a pharmacy, killing innocent people. The number of casualties could rise further.Anyone in the world who is still dealing pic.twitter.com/PRfuGih2JD— Volodymyr Zelenskyy / (@ZelenskyyUa) September 6, 2023 Í grein NYT segir að ekki sé ljóst af hverju eldflaugin hafi lent í Kostiantynivka en hún hafi líklega bilað. Fyrir því geti verið ýmsar ástæður. Rafbúnaður um borð í eldflauginni geti bilað eða einn af uggum hennar, sem stýrir henni, gæti hafa bilað eða dottið af, svo eitthvað sé nefnt. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Úkraínu sagði málið til rannsóknar og að hann gæti ekki tjáð sig um það að svo stöddu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Í ítarlegri greiningu blaðamanna New York Times, sem hafa rætt við vitni, skoðað upptökur úr öryggismyndavélum og skoðað sprengibrot á vettvangi, svo eitthvað sé nefnt, segir að eldflaugin hafi að öllum líkindum komið úr vestri, frá yfirráðasvæði Úkraínumanna. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar í fyrra hafa hersveitir Rússlands gert ítrekaðar árásir á óbreytta borgara í Úkraínu og látið sprengjum rigna yfir byggð ból í landinu. Meðal annars er markmiðið að skjóta almenningi skelk í bringu. Degi áður en eldflaugin lenti í bænum höfðu Rússar varpað sprengjum á hann. Sex manns létu svo lífið í árás Rússa á Kostiantynivka í apríl, þegar sprengjur féllu á heimili og barnaskóla í borginni. Í grein NYT segir að tveimur mínútum áður en eldflaugin lenti í bænum hafi úkraínskir hermenn skotið tveimur eldflaugum, sem hannaðar eru til að skjóta niður flugvélar og aðrar eldflaugar, á loft skammt frá Kostiantynivka. Talið er að um hafi verið að ræða tvær eldflaugar af gerðinni 9M38 sem skotið er með Buk loftvarnarkerfi en Úkraínumenn höfðu sagt að eldflaugin hefði verið af gerðinni S-300 en slíkum eldflaugum, sem búið er að breyta, er reglulega skotið að úkraínskum bæjum og borgum. Blaðamenn NYT voru fyrir tilviljun í bænum Druzhkivka, sem er norðvestur af Kostiantynivka en það er áttin sem talið er að eldflaugin hafi komið úr. Hafi eldflauginni verið skotið frá Druzhkivka hefur hún flogið eingöngu um sextán kílómetra áður en hún lenti og hefur því verið töluvert eldsneyti í henni þar sem þær drífa tæplega tvöfalt lengra. Selenskí birti myndband af því þegar eldflaugin lenti, þegar hann sakaði Rússa um að hafa skotið henni. At least 16 people have been killed by Russian shelling in Kostyantynivka, Donetsk region. Russian terrorists have attacked a regular market, shops, and a pharmacy, killing innocent people. The number of casualties could rise further.Anyone in the world who is still dealing pic.twitter.com/PRfuGih2JD— Volodymyr Zelenskyy / (@ZelenskyyUa) September 6, 2023 Í grein NYT segir að ekki sé ljóst af hverju eldflaugin hafi lent í Kostiantynivka en hún hafi líklega bilað. Fyrir því geti verið ýmsar ástæður. Rafbúnaður um borð í eldflauginni geti bilað eða einn af uggum hennar, sem stýrir henni, gæti hafa bilað eða dottið af, svo eitthvað sé nefnt. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Úkraínu sagði málið til rannsóknar og að hann gæti ekki tjáð sig um það að svo stöddu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira