Fótbolti

Gylfi Þór gæti spilað á föstu­daginn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Styttist í endurkomuna.
Styttist í endurkomuna. Lyngby

Gylfi Þór Sigurðsson gæti spilað sinn fyrsta leik síðan 2021 á föstudagskvöld þegar Lyngby fær Vejle í heimsókn í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Gylfi Þór samdi við Lyngby fyrr í þessum mánuði en hefur verið að glíma við meiðsli. Í samtali við danska miðilinn BT eftir sigur á Hvidovre um liðna helgi sagði Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, að Gylfi Þór yrði mögulega með í næsta leik gegn Vejle.

„Hann gæti verið í hópnum næsta föstudag, vonandi gengur það upp. Ef ekki þá verður hann klár í leikinn eftir það. Hann lítur vel út og hefur æft vel undanfarna daga,“ sagði Freyr.

Lyngby hefur byrjað tímabilið af miklum krafti eftir að rétt halda sæti sínu á síðustu leiktíð. Freyr vonast til að Gylfi Þór hjálpi liðinu að tryggja sæti sitt töluvert fyrr en þá enda var liðið í fallsæti fyrir lokaumferð síðasta tímabils.

Gylfi hefur verið án fé­lags síðan samningur hans við enska úr­­vals­­deildar­­fé­lagið E­ver­ton rann út sumarið 2022. Hann hefur ekki spilað fót­­bolta­­leik síðan í maí 2021 en hann var hand­­tekinn síðar það sumar vegna gruns um brot gegn ó­­lög­ráða ein­stak­lingi.

Í apríl síðast­liðnum lýsti lög­reglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunar­­gögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum sak­­sóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála.


Tengdar fréttir

Dóttirin hélt Gylfa gangandi: „Reiði skilar engu“

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson segir að nýfædd dóttir hans hafi haldið honum gangandi eftir að hann var handtekinn á heimili sínu í júlí árið 2021, grunaður um kynferðisbrot gegn barni.

„Upplifði hliðar á Gylfa sem ég hafði ekki séð áður“

Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, kveðst stoltur af Gylfa Þór Sigurðssyni, nýjum leikmanni liðsins. Hann og félagið muni aðstoða Gylfa Þór við að komast aftur inn í rytmann sem fylgir atvinnumennsku í fótbolta eftir tveggja ára útlegð hans frá íþróttinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.