Erlent

Kanadamenn gruna indversk stjórnvöld um græsku

Jón Þór Stefánsson skrifar
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada,  segir leyniþjónustuna hafa rannsakað tengsl Indverskra stjórnvalda og morðisns á Nijjar.
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir leyniþjónustuna hafa rannsakað tengsl Indverskra stjórnvalda og morðisns á Nijjar. EPA

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir trúverðugar heimildir benda til tengsla milli stjórnvalda í Indlandi og morðs á kanadískum ríkisborgara. Indverskum diplómata í Kanada hefur verið vísað frá landi vegna málsins.

AP fjallar um málið. Hardeep Singh Nijjar var kanadískur ríkisborgari og leiðtogi innan Sikh-trúarhópsins. Hann var myrtur af tveimur grímuklæddum byssumönnum í kanadísku borginni Surrey í júní síðastliðnum.

Hann hafði barist fyrir sjálfstæði Khalistan, sérstaks ríkis Sikh-trúaðra.

Trudeau segir leyniþjónustu Kanada hafa rannsakað tengsl Indverskra stjórnvalda og morðisns á Nijjar.

Hann segist hafa minnst á drápið við forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, á G-20 fundi í síðustu viku. Hann hafi sagt Modi að öll möguleg tengsl málsins við indversk stjórnvöld væru óásættanleg. Þá hafi hann beðið um aðstoð við rannsókn málsins.

Í kjölfarið hefur utanríkisráðherra Kanada, Mélanie Joly greint frá því að yfirmaður Indversku leyniþjónustunnar í Kanada hafi verið rekinn úr landi.

„Ef þetta reynist satt þá er um að ræða stórt brot á fullveldi okkar, og á meginreglu þess hvernig þjóðir umgangast aðrar þjóðir,“ er haft eftir Joly.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.