Útskýrir hvað gerist þegar Íslendingur týnist erlendis Jón Þór Stefánsson skrifar 18. september 2023 21:30 Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir að viðbrögð við hvarfi Íslendinga erlendis vera mismundandi eftir eðli hvers máls. Vísir/Vilhelm Það eru ekki margir Íslendingar sem týnast á erlendri grundu, en þó koma upp nokkur slík mál á ári hverju, að sögn Karls Steinars Valssonar yfirlögregluþjónar hjá Ríkislögreglustjóra. Hann ræddi um mannshvörf Íslendinga erlendis í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Mál Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er að í Dóminíska lýðveldinu, hefur verið áberandi síðan á laugardag. Karl staðfestir að málið sé á borði lögreglunnar og að hún sé í sambandi við borgarþjónustu Utanríkisráðuneytisins. Karl segir verklagið þegar Íslendingar týnist erlendis mismunandi eftir eðli málanna. Yfirleitt setji aðstandendur sig í samband við borgaraþjónustuna og þar fari grunnmat á málinu fram, síðan sé stundum haft samband við lögregluna hérlendis. Hún geri einnig sína frumgreiningu og síðan sé gjarnan virkjað samstarf við erlenda samstarfsaðila í gegnum alþjóðastarf lögreglunnar. Hann segir frekari verkferla fara eftir eðli hvers máls. „Ég get nefnt sem dæmi: Ef það er verið að leita að einstaklingi og það er ekki beint verið að tala um að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Heldur að viðkomandi sé týndur og eigi mögulega við veikindi að stríða.“ Þá segir Karl að gjarnan sé þá haft samband við lögreglu á þeim stað þar sem talið er að viðkomandi sé eða hafi verið. Þar sé til dæmis spurt hvort við komandi hafi til dæmis verið handtekinn, eða hafi hann veikst. Hann nefnir að viðkomandi gæti verið á sjúkrahúsi sem nafnlaus einstaklingur. Erfitt að segja hversu langt sé hægt að ganga „Það veltur þá raunverulega á þeim upplýsingum sem fyrir liggja hversu djúpt við förum í skoðun á því,“ segir Karl. Mál geti verið þess eðlis að lögreglan hérlendis fari fram á að lögregluyfirvöld ytra fari í sérstakar aðgerðir vegna málsins. Það geti til dæmis verið leit að einstaklingnum sem er týndur. Aðspurður um hversu langt lögreglan geti gengið í að aðstoða við leit að einstaklingi segir Karl það erfitt að segja. „Það er ekki einfalt fyrir mig að svara því. Það fer svo ofboðslega mikið eftir því hvers eðlis tilvikið er. Ef það er til dæmis einhver atburðarás sem á sér stað sem að er mjög úr takt við það sem viðkomandi hefur gert og það sé jafnvel talin ástæða til þess að hann sé í hættu, þá myndum við til dæmis ganga lengra,“ segir hann. Stundum þurfi jafnvel að hafa samband við dómstóla í viðkomandi landi til að komast í síma eða yfir bankagögn þess sem er týndur. Stundum þurfi að gera eitthvað strax Karl Steinar segir að yfirleitt þurfi að líða einhver tími frá hvarfi einstaklingsins svo að lögregla fari í aðgerðir. Þó séu undantekningar á því, til dæmis ef ákveðnar upplýsingar liggja fyrir. „Stundum gætu upplýsingarnar verið þannig að við myndum gera eitthvað strax. Ef viðkomandi hefur sagst ætla að gera eitthvað á einhverjum ákveðnum tíma, eða ætlað að koma og ekki skilað sér. Það getur alveg verið þess eðlis að við sjáum að það borgar sig ekki að bíða neitt,“ segir Karl. Lögreglumál Íslendingar erlendis Leitin að Magnúsi Kristni Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Mál Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er að í Dóminíska lýðveldinu, hefur verið áberandi síðan á laugardag. Karl staðfestir að málið sé á borði lögreglunnar og að hún sé í sambandi við borgarþjónustu Utanríkisráðuneytisins. Karl segir verklagið þegar Íslendingar týnist erlendis mismunandi eftir eðli málanna. Yfirleitt setji aðstandendur sig í samband við borgaraþjónustuna og þar fari grunnmat á málinu fram, síðan sé stundum haft samband við lögregluna hérlendis. Hún geri einnig sína frumgreiningu og síðan sé gjarnan virkjað samstarf við erlenda samstarfsaðila í gegnum alþjóðastarf lögreglunnar. Hann segir frekari verkferla fara eftir eðli hvers máls. „Ég get nefnt sem dæmi: Ef það er verið að leita að einstaklingi og það er ekki beint verið að tala um að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Heldur að viðkomandi sé týndur og eigi mögulega við veikindi að stríða.“ Þá segir Karl að gjarnan sé þá haft samband við lögreglu á þeim stað þar sem talið er að viðkomandi sé eða hafi verið. Þar sé til dæmis spurt hvort við komandi hafi til dæmis verið handtekinn, eða hafi hann veikst. Hann nefnir að viðkomandi gæti verið á sjúkrahúsi sem nafnlaus einstaklingur. Erfitt að segja hversu langt sé hægt að ganga „Það veltur þá raunverulega á þeim upplýsingum sem fyrir liggja hversu djúpt við förum í skoðun á því,“ segir Karl. Mál geti verið þess eðlis að lögreglan hérlendis fari fram á að lögregluyfirvöld ytra fari í sérstakar aðgerðir vegna málsins. Það geti til dæmis verið leit að einstaklingnum sem er týndur. Aðspurður um hversu langt lögreglan geti gengið í að aðstoða við leit að einstaklingi segir Karl það erfitt að segja. „Það er ekki einfalt fyrir mig að svara því. Það fer svo ofboðslega mikið eftir því hvers eðlis tilvikið er. Ef það er til dæmis einhver atburðarás sem á sér stað sem að er mjög úr takt við það sem viðkomandi hefur gert og það sé jafnvel talin ástæða til þess að hann sé í hættu, þá myndum við til dæmis ganga lengra,“ segir hann. Stundum þurfi jafnvel að hafa samband við dómstóla í viðkomandi landi til að komast í síma eða yfir bankagögn þess sem er týndur. Stundum þurfi að gera eitthvað strax Karl Steinar segir að yfirleitt þurfi að líða einhver tími frá hvarfi einstaklingsins svo að lögregla fari í aðgerðir. Þó séu undantekningar á því, til dæmis ef ákveðnar upplýsingar liggja fyrir. „Stundum gætu upplýsingarnar verið þannig að við myndum gera eitthvað strax. Ef viðkomandi hefur sagst ætla að gera eitthvað á einhverjum ákveðnum tíma, eða ætlað að koma og ekki skilað sér. Það getur alveg verið þess eðlis að við sjáum að það borgar sig ekki að bíða neitt,“ segir Karl.
Lögreglumál Íslendingar erlendis Leitin að Magnúsi Kristni Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels