Enski boltinn

Barnaníðingurinn Bennell látinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Barry Bennell lést í fangelsi í fyrradag.
Barry Bennell lést í fangelsi í fyrradag.

Barnaníðingurinn og fyrrverandi fótboltaþjálfarinn Barry Bennell lést í fangelsi, 69 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein.

Bennell var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi 2018 eftir að hafa verið fundinn sekur um að hafa beitt tólf drengi kynferðisofbeldi. 

Dómurinn var þyngdur um fjögur ár 2020 vegna kynferðisofbeldis gegn tveimur drengjum. Dómari við réttinn í Liverpool kallaði hann djöful í mannsmynd.

Bennell þjálfaði lengst af hjá Crewe Alexandra. Forráðamenn félagsins voru meðvitaðir um brot Bennells en samt fékk hann að starfa áfram hjá því. Bennell þjálfaði einnig hjá Manchester City og Stoke City.

Bennell var alls fimm sinnum handtekinn fyrir kynferðisbrot gegn drengjum, fyrst 1994 þegar hann nauðgaði breskum strák í fótboltaferðalagi. Hann var dæmdur í fangelsi 1998, 2015, 2018 og 2020.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.