Mikilvægast að segja satt um læknamistök og gera það strax Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. september 2023 22:42 Stian Westad er sérfræðingur í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum. Árið 2013 gerði hann mistök þegar hann tók á móti barni, með þeim afleiðingum að barnið lést. Síðan þá hefur hann tekið á móti tveimur öðrum börnum sömu foreldra. Hann segir heiðarleika og tafarlausa viðurkenningu á mistökum það mikilvægasta sem heilbrigðisstarfsfólk geti gert. Vísir/Steingrímur Dúi Læknir sem gerði banvæn mistök þegar hann tók á móti barni segir ekkert mikilvægara en að heilbrigðisstarfsfólk segi sannleikann og gangist strax við mistökum sínum. Hann telur fámenni Íslendinga gera þessi mál erfiðari. Ráðstefnan „Mennska er máttur - líka í heilbrigðiskerfinu“ fór fram í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar. Þar voru til umræðu alvarleg atvik í heilbrigðiskerfinu, en í dag er alþjóðlegur dagur öryggis sjúklinga. Meðal þeirra sem héldu erindi var norski fæðinga- og kvensjúkdómalæknirinn Stian Westad. Erindi hans fjallaði um mikilvægi heiðarleika heilbrigðisstarfsfólks í kjölfar mistaka. „Mikilvægast er að segja ætíð sannleikann og viðurkenna mistök þegar við gerum þau. Við gerum jú öll mistök,“ segir Westad. Stian gerði sjálfur mistök við fæðingu árið 2013, með þeim afleiðingum að barnið lést. Stian gekkst strax við mistökum sínum og hefur síðan tekið á móti tveimur börnum foreldranna eftir það. Erindi hans hverfðist að miklu leyti um einmitt þetta: Að viðurkenna mistök strax. Þannig fáist betri heilsa fyrir sjúklinga, aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk. „Það er mikilvægt. Við höfum dæmi um það úr fjölmiðlum þegar við viðurkennum ekki mistök að sjúklingar reyna að finna einhvern til að skella skuldina á og þeir geta ekki byrjað að syrgja.“ Stian segir fámenni Íslendinga gera erfiðara að koma slíkum gildum inn í menninguna. „Vegna þess að allir þekkja alla.“ Er mögulegt að innleiða þessa menningu trausts og heiðarleika á Íslandi sem í öðrum stærri löndum? „Já, auðvitað.“ Hér að neðan má sjá upptöku af streymi ráðstefnunnar. Erindi Stiens Westad hefst þegar um 75 mínútur eru liðnar af upptökunni. Heilbrigðismál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Ráðstefnan „Mennska er máttur - líka í heilbrigðiskerfinu“ fór fram í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar. Þar voru til umræðu alvarleg atvik í heilbrigðiskerfinu, en í dag er alþjóðlegur dagur öryggis sjúklinga. Meðal þeirra sem héldu erindi var norski fæðinga- og kvensjúkdómalæknirinn Stian Westad. Erindi hans fjallaði um mikilvægi heiðarleika heilbrigðisstarfsfólks í kjölfar mistaka. „Mikilvægast er að segja ætíð sannleikann og viðurkenna mistök þegar við gerum þau. Við gerum jú öll mistök,“ segir Westad. Stian gerði sjálfur mistök við fæðingu árið 2013, með þeim afleiðingum að barnið lést. Stian gekkst strax við mistökum sínum og hefur síðan tekið á móti tveimur börnum foreldranna eftir það. Erindi hans hverfðist að miklu leyti um einmitt þetta: Að viðurkenna mistök strax. Þannig fáist betri heilsa fyrir sjúklinga, aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk. „Það er mikilvægt. Við höfum dæmi um það úr fjölmiðlum þegar við viðurkennum ekki mistök að sjúklingar reyna að finna einhvern til að skella skuldina á og þeir geta ekki byrjað að syrgja.“ Stian segir fámenni Íslendinga gera erfiðara að koma slíkum gildum inn í menninguna. „Vegna þess að allir þekkja alla.“ Er mögulegt að innleiða þessa menningu trausts og heiðarleika á Íslandi sem í öðrum stærri löndum? „Já, auðvitað.“ Hér að neðan má sjá upptöku af streymi ráðstefnunnar. Erindi Stiens Westad hefst þegar um 75 mínútur eru liðnar af upptökunni.
Heilbrigðismál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira