Umboðsmaður barna segir of mörg börn á bið eftir nauðsynlegri þjónustu og það of lengi. Áætlanir stjórnvalda um snemmtæka íhlutun geti ekki staðist ef ekki er úr bætt.
Þá kíkjum við til Siglufjarðar en mikil ánægja er meðal íbúa að varðskipið Freyja sé þar með heimahöfn. Bæjarstjórinn segir það bæði skapa störf á svæðinu og vera sérstaklega mikilvægt að varðskip séu staðsett víðar um landið en bara í höfuðborginni.
Og við fylgjumst með bakgarðshlaupinu sem er enn í gangi í Heiðmörk. Aðeins nokkrir hlauparar eru eftir en 220 lögðu af stað í hlaupið í gær.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.