„Það er ekkert grín að sitja undir því að við séum barnaníðingar“ Lovísa Arnardóttir og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 13. september 2023 22:34 Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 segir samtökin aðeins sinna hinseginfræðslu, ekki kynfræðslu. Framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 segir síðustu daga hafa verið erfiða. Samtökin hafa blandast í umræðu um kynfræðslu í skólum en koma ekki á neinn hátt nálægt slíkri fræðslu. Daníel Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, skilur ekki hvernig samtökin hafa blandast í umræðu um kynfræðslu síðustu daga. Samtökin komi ekki á neinn hátt nálægt kynfræðslu á neinu skólastigi eða annars staðar. Hann segir síðustu daga hafa verið hinsegin samfélaginu þunga og erfiða. Hávær gagnrýni og upplýsingaóreiða hefur einkennt umræðu um kynfræðslu grunnskólabarna síðustu daga. „Við komum ekki að kynfræðslu að neinu leyti. Við komum að því sem heitir hinseginfræðsla. En þetta er kannski bara gott dæmi um það að hinseginfólk er oft smættað niður í kynlífið sitt,“ segir Daníel um umræðuna síðustu daga um kynfræðslu barna, nýja námsbók og plaköt sem víða hanga uppi. Í gær við setningu Alþingis voru mótmælendur mættir með ýmis skilti til að mótmæla þessari kynfræðslu. Á einu stóð sem dæmi „Verndum börnin“. Daníel segist taka undir það að þörf sé á því. „Það er nákvæmlega það sem við erum að gera með virku forvarnarstarfi, mannréttindafræðslu í skólum. Einmitt til að leyfa börnum að vera nákvæmlega þau sem þau eru þannig þau séu sem hamingjusömust og öruggust.“ Daníel segir vantrú og vanþekkingu líklega spila inn í það hvernig umræðan hefur þróast síðustu daga. „Þetta eru oft fordómar fyrir einhverju sem þú þekkir ekki. Eins og að ég er samkynhneigður maður en ég tengi ekkert við að vera gagnkynhneigður en það þýðir ekki að ég geti ekki borið virðingu fyrir því og sett mig í spor þeirra sem það eru.“ Hann segir síðustu daga hafa verið þunga og erfiða. „Það er ekkert grín að sitja undir því að við séum barnaníðingar. Eða að starfsfólk hér sé að níðast á börnum eða gera eitthvað sem er vont fyrir einhvern einstakling,“ segir Daníel og að hlutverk þeirra sé algerlega öfugt. Þau einblíni á að aðstoða og deila kærleik. „Við látum þetta ekkert á okkur fá og höldum áfram. Fólk má líka vita að það er velkomið til okkar. Allt hinsegin fólk sem líður illa þið vitið af okkur og hvar við erum. Við vinnum fyrir ykkur.“ Hinsegin Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Daníel Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, skilur ekki hvernig samtökin hafa blandast í umræðu um kynfræðslu síðustu daga. Samtökin komi ekki á neinn hátt nálægt kynfræðslu á neinu skólastigi eða annars staðar. Hann segir síðustu daga hafa verið hinsegin samfélaginu þunga og erfiða. Hávær gagnrýni og upplýsingaóreiða hefur einkennt umræðu um kynfræðslu grunnskólabarna síðustu daga. „Við komum ekki að kynfræðslu að neinu leyti. Við komum að því sem heitir hinseginfræðsla. En þetta er kannski bara gott dæmi um það að hinseginfólk er oft smættað niður í kynlífið sitt,“ segir Daníel um umræðuna síðustu daga um kynfræðslu barna, nýja námsbók og plaköt sem víða hanga uppi. Í gær við setningu Alþingis voru mótmælendur mættir með ýmis skilti til að mótmæla þessari kynfræðslu. Á einu stóð sem dæmi „Verndum börnin“. Daníel segist taka undir það að þörf sé á því. „Það er nákvæmlega það sem við erum að gera með virku forvarnarstarfi, mannréttindafræðslu í skólum. Einmitt til að leyfa börnum að vera nákvæmlega þau sem þau eru þannig þau séu sem hamingjusömust og öruggust.“ Daníel segir vantrú og vanþekkingu líklega spila inn í það hvernig umræðan hefur þróast síðustu daga. „Þetta eru oft fordómar fyrir einhverju sem þú þekkir ekki. Eins og að ég er samkynhneigður maður en ég tengi ekkert við að vera gagnkynhneigður en það þýðir ekki að ég geti ekki borið virðingu fyrir því og sett mig í spor þeirra sem það eru.“ Hann segir síðustu daga hafa verið þunga og erfiða. „Það er ekkert grín að sitja undir því að við séum barnaníðingar. Eða að starfsfólk hér sé að níðast á börnum eða gera eitthvað sem er vont fyrir einhvern einstakling,“ segir Daníel og að hlutverk þeirra sé algerlega öfugt. Þau einblíni á að aðstoða og deila kærleik. „Við látum þetta ekkert á okkur fá og höldum áfram. Fólk má líka vita að það er velkomið til okkar. Allt hinsegin fólk sem líður illa þið vitið af okkur og hvar við erum. Við vinnum fyrir ykkur.“
Hinsegin Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira