„Það er ekkert grín að sitja undir því að við séum barnaníðingar“ Lovísa Arnardóttir og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 13. september 2023 22:34 Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 segir samtökin aðeins sinna hinseginfræðslu, ekki kynfræðslu. Framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 segir síðustu daga hafa verið erfiða. Samtökin hafa blandast í umræðu um kynfræðslu í skólum en koma ekki á neinn hátt nálægt slíkri fræðslu. Daníel Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, skilur ekki hvernig samtökin hafa blandast í umræðu um kynfræðslu síðustu daga. Samtökin komi ekki á neinn hátt nálægt kynfræðslu á neinu skólastigi eða annars staðar. Hann segir síðustu daga hafa verið hinsegin samfélaginu þunga og erfiða. Hávær gagnrýni og upplýsingaóreiða hefur einkennt umræðu um kynfræðslu grunnskólabarna síðustu daga. „Við komum ekki að kynfræðslu að neinu leyti. Við komum að því sem heitir hinseginfræðsla. En þetta er kannski bara gott dæmi um það að hinseginfólk er oft smættað niður í kynlífið sitt,“ segir Daníel um umræðuna síðustu daga um kynfræðslu barna, nýja námsbók og plaköt sem víða hanga uppi. Í gær við setningu Alþingis voru mótmælendur mættir með ýmis skilti til að mótmæla þessari kynfræðslu. Á einu stóð sem dæmi „Verndum börnin“. Daníel segist taka undir það að þörf sé á því. „Það er nákvæmlega það sem við erum að gera með virku forvarnarstarfi, mannréttindafræðslu í skólum. Einmitt til að leyfa börnum að vera nákvæmlega þau sem þau eru þannig þau séu sem hamingjusömust og öruggust.“ Daníel segir vantrú og vanþekkingu líklega spila inn í það hvernig umræðan hefur þróast síðustu daga. „Þetta eru oft fordómar fyrir einhverju sem þú þekkir ekki. Eins og að ég er samkynhneigður maður en ég tengi ekkert við að vera gagnkynhneigður en það þýðir ekki að ég geti ekki borið virðingu fyrir því og sett mig í spor þeirra sem það eru.“ Hann segir síðustu daga hafa verið þunga og erfiða. „Það er ekkert grín að sitja undir því að við séum barnaníðingar. Eða að starfsfólk hér sé að níðast á börnum eða gera eitthvað sem er vont fyrir einhvern einstakling,“ segir Daníel og að hlutverk þeirra sé algerlega öfugt. Þau einblíni á að aðstoða og deila kærleik. „Við látum þetta ekkert á okkur fá og höldum áfram. Fólk má líka vita að það er velkomið til okkar. Allt hinsegin fólk sem líður illa þið vitið af okkur og hvar við erum. Við vinnum fyrir ykkur.“ Hinsegin Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Daníel Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, skilur ekki hvernig samtökin hafa blandast í umræðu um kynfræðslu síðustu daga. Samtökin komi ekki á neinn hátt nálægt kynfræðslu á neinu skólastigi eða annars staðar. Hann segir síðustu daga hafa verið hinsegin samfélaginu þunga og erfiða. Hávær gagnrýni og upplýsingaóreiða hefur einkennt umræðu um kynfræðslu grunnskólabarna síðustu daga. „Við komum ekki að kynfræðslu að neinu leyti. Við komum að því sem heitir hinseginfræðsla. En þetta er kannski bara gott dæmi um það að hinseginfólk er oft smættað niður í kynlífið sitt,“ segir Daníel um umræðuna síðustu daga um kynfræðslu barna, nýja námsbók og plaköt sem víða hanga uppi. Í gær við setningu Alþingis voru mótmælendur mættir með ýmis skilti til að mótmæla þessari kynfræðslu. Á einu stóð sem dæmi „Verndum börnin“. Daníel segist taka undir það að þörf sé á því. „Það er nákvæmlega það sem við erum að gera með virku forvarnarstarfi, mannréttindafræðslu í skólum. Einmitt til að leyfa börnum að vera nákvæmlega þau sem þau eru þannig þau séu sem hamingjusömust og öruggust.“ Daníel segir vantrú og vanþekkingu líklega spila inn í það hvernig umræðan hefur þróast síðustu daga. „Þetta eru oft fordómar fyrir einhverju sem þú þekkir ekki. Eins og að ég er samkynhneigður maður en ég tengi ekkert við að vera gagnkynhneigður en það þýðir ekki að ég geti ekki borið virðingu fyrir því og sett mig í spor þeirra sem það eru.“ Hann segir síðustu daga hafa verið þunga og erfiða. „Það er ekkert grín að sitja undir því að við séum barnaníðingar. Eða að starfsfólk hér sé að níðast á börnum eða gera eitthvað sem er vont fyrir einhvern einstakling,“ segir Daníel og að hlutverk þeirra sé algerlega öfugt. Þau einblíni á að aðstoða og deila kærleik. „Við látum þetta ekkert á okkur fá og höldum áfram. Fólk má líka vita að það er velkomið til okkar. Allt hinsegin fólk sem líður illa þið vitið af okkur og hvar við erum. Við vinnum fyrir ykkur.“
Hinsegin Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira