Bauluðu á liðið, klöppuðu fyrir andstæðingnum og heimtuðu endurgreiðslu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. september 2023 17:00 Kínverjar eru allt annað en sáttir við landsliðið. Fred Lee/Getty Images Kínverska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 1-0 tap á heimavelli er liðið tók á móti Sýrlandi í vináttulandsleik í gær og stuðningsmenn liðsins virðast vera búnir að fá sig fullsadda á genginu. Kínverska liðið hefur aðeins unnið fjóra leiki á seinustu tveimur árum og hafa sigrarnir fjórir allir komið gegn þjóðum sem sitja neðar en í 90. sæti á heimslista FIFA. Tapið gegn Sýrlendingum, sem sitja í 94. sæti heimslistans, virðist svo hafa verið kornið sem fyllti mælinn hjá stuðningsmönnum liðsins. Aðeins fjórir mánuðir eru þangað til Asíumótið hefst og tveir mánuðir þar til asíska undankeppnin fyrir HM hefst. Aðeins 12.367 áhorfendur mættu á leik Kína og Sýrlands sem fram fór í Chengdu, en völlurinn tekur um 60.000 manns í sæti. Kínverskir miðlar greindu frá því að stuðningsmenn kínverska liðsins hafi baulað á leikmenn liðsins og að söngvar um endurgreiðslu hafi ómað um völlinn. Þá birtust einnig myndbönd á samfélagsmiðlum af kínverskum stuðninsmönnum klappa fyrir sýrlenska liðinu, en baula á sitt eigið lið í leikslok. After China's 1-0 loss to Syria, Chinese fans in Chengdu booed the Chinese players and applauded the Syrian players. pic.twitter.com/1fRlehHDGN— China Sports Vision 2050 (@CSV2050) September 12, 2023 Þrátt fyrir að vera næst fjölmennasta land heims situr Kína í 80. sæti heimslista FIFA. Þjóðin hefur aðeins einu sinni unnið sér inn sæti á HM, en það var árið 2002. Xi Jinping, forseti landsins, segir þó að Kína eigi að vera búið að halda og vinna heimsmeistaramót fyrir árið 2050. Fótbolti Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira
Kínverska liðið hefur aðeins unnið fjóra leiki á seinustu tveimur árum og hafa sigrarnir fjórir allir komið gegn þjóðum sem sitja neðar en í 90. sæti á heimslista FIFA. Tapið gegn Sýrlendingum, sem sitja í 94. sæti heimslistans, virðist svo hafa verið kornið sem fyllti mælinn hjá stuðningsmönnum liðsins. Aðeins fjórir mánuðir eru þangað til Asíumótið hefst og tveir mánuðir þar til asíska undankeppnin fyrir HM hefst. Aðeins 12.367 áhorfendur mættu á leik Kína og Sýrlands sem fram fór í Chengdu, en völlurinn tekur um 60.000 manns í sæti. Kínverskir miðlar greindu frá því að stuðningsmenn kínverska liðsins hafi baulað á leikmenn liðsins og að söngvar um endurgreiðslu hafi ómað um völlinn. Þá birtust einnig myndbönd á samfélagsmiðlum af kínverskum stuðninsmönnum klappa fyrir sýrlenska liðinu, en baula á sitt eigið lið í leikslok. After China's 1-0 loss to Syria, Chinese fans in Chengdu booed the Chinese players and applauded the Syrian players. pic.twitter.com/1fRlehHDGN— China Sports Vision 2050 (@CSV2050) September 12, 2023 Þrátt fyrir að vera næst fjölmennasta land heims situr Kína í 80. sæti heimslista FIFA. Þjóðin hefur aðeins einu sinni unnið sér inn sæti á HM, en það var árið 2002. Xi Jinping, forseti landsins, segir þó að Kína eigi að vera búið að halda og vinna heimsmeistaramót fyrir árið 2050.
Fótbolti Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira