Innlent

Látnir vita af manni „sem við viljum ekki að sé í kringum börnin okkar“

Jón Þór Stefánsson skrifar
Skólastjóri Kársnesskóla segist ekki vilja hræða fólk með tilkynningunni, heldur vilji hún hafa vaðið fyrir neðan sig.
Skólastjóri Kársnesskóla segist ekki vilja hræða fólk með tilkynningunni, heldur vilji hún hafa vaðið fyrir neðan sig.

Foreldrar barna í Kársnesskóla í Kópavogi fengu um hádegisleytið í dag tölvupóst vegna einstaklings sem er sagður vera á ferð og eigi ekki að umgangast börn. Skólinn fékk ábendingar um þennan einstakling í dag, en hefur þó ekki orðið hans var.

„Við höfum fengið ábendingar um að í vesturbæ Kópavogs sé einstaklingur á ferð sem við viljum ekki að sé í kringum börnin okkar.“ segir í póstinum sem Vísir hefur undir höndum.

Þar eru foreldrar hvattir til að ræða við börnin sín um að gefa sig ekki að ókunnugum og að vera á varðbergi.

Lögreglunni hefur verið gert viðvart vegna málsins og er hún nú með það til rannsóknar. Björg Baldursdóttir, skólastjóri Kársnesskóla, vonast til að rannsókninni geti lokið sem allra fyrst.

„Maður vill bara vera með vaðið fyrir neðan sig og láta foreldra vita ef við fáum einhverja svona ábendingu,“ segir Björg í samtali við Vísi.

Hún tekur fram að skólinn hafi ekki orðið var við þennan einstakling, og bendir á að skólinn vilji með þessu ekki vera að hræða fólk.

Uppfært - 14:56

Foreldrar hafa nú fengið sendan annan póst frá skólastjórn Kársnesskóla vegna málsins. Þar kemur fram að einstaklingurinn sem um ræðir hafi verið að sýna af sér ósæmilega hegðun.

Hins vegar viti skólinn ekki til þess að viðkomandi hafi nálgast börn. Pósturinn hafi verið sendur í varúðarskyni og til upplýsinga. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×