Fótbolti

Dortmund fylgist með framvindu mála hjá Sancho

Hjörvar Ólafsson skrifar
Jadon Sancho í leik með Manchester United. 
Jadon Sancho í leik með Manchester United.  Vísir/Getty

Þýska fótboltafélagið hefur það til skoðunar að endurheimta enska landsliðsmanninn Jadon Sancho sem er úti í kuldanum hjá Erik ten Hag, knattspyrnustjóra Manchester United þessa stundina. 

Sancho gekk til liðs við Manchester United frá Borussia Dortmund sumarið 2021 en hann hefur ekki náð að festa sig almennilega í sessi hjá enska liðinu. 

Þannig var Sancho ekki í leikmannahópi Manchester United þegar liðið laut í lærga haldi gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í byrjun þessa mánaðar. 

Eftir þann leik sagði Erik ten Hag að frammistaða Sancho á æfingum hefði leitt til þess að hann fékk ekki sæti í hópnum. 

Sancho svaraði þessum ummælum á samfélagsmiðlum þar sem hann kvaðst vera orðinn leiður á því að vera gerður að blóraböggli fyrir slæmu gengi liðsins. 

Þetta gladdi ekki stjórann og óvíst er hvort þeir nái að lappa upp á samband sinn. Takist það ekki segja enskir fjölmiðlar að forráðamenn Borussia Dortmund hyggist opna faðminn fyrir Sancho í janúarglugganum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×