Ræðst í lokaumferðinni hvaða lið fer beint upp Smári Jökull Jónsson skrifar 9. september 2023 15:57 Það verður annaðhvort Afturelding eða ÍA sem endar í efsta sæti Lengjudeildarinnar og fer þar með beint upp í Bestu deildina. Facebooksíða Knattspyrnudeildar Aftureldingar Það kemur ekki í ljós fyrr en í lokaumferð Lengjudeildarinnar hvaða lið fer beint upp í Bestu deildina á næsta tímabili. Skagamenn eru í góðri stöðu en Afturelding á enn möguleika. ÍA var mætt í Njarðvík og mætti þar heimamönnum sem eiga í harðri fallbaráttu. Njarðvíkingar hafa tekið vel við sér eftir að Gunnar Heiðar Þorvarðarson tók við stjórn liðsins og því um áhugaverðan leik að ræða. Skagamenn byrjuðu hins vegar af krafti. Árni Salvar Heimisson og Hlynur Sævar Jónsson komu liðinu í 2-0 strax á fyrstu þrettán mínútunum en Rafael Victor minnkaði muninn skömmu fyrir hálfleik. Strax í upphafi síðari hálfleiks skoraði Breki Þór Hermannsson þriðja mark ÍA og staðan orðin 3-1. Jón Þór Hauksson er nálægt því að stýra Skagamönnum í Bestu deildina á ný.Vísir/Hulda Margrét Steinar Þorsteinsson bætti fjórða marki Skagamanna við undir lokin og Oliver Kelaart klóraði í bakkann fyrir heimamenn. 4-2 urðu lokatölur leiksins og Skagamenn í úrvalsstöðu fyrir síðustu umferðina. Þeir eru þremur stigum á undan Aftueldingu og dugir því eitt stig í lokaumferðinni þar sem þeir mæta Gróttu. Í Grindavík tóku heimamenn á móti Selfyssingum. Grindavík þurfti sigur til að endanlega koma sér frá fallbaráttunni hún er afar jöfn. Tómas Orri Róbertsson kom Grindavík í 1-0 á 14. mínútu og Aron Fannar Birgisson jafnaði metin skömmu síðar. Grindvíkingar björguðu sér endanlega frá falli með sigri á Selfyssingum í dag.Knattspyrnudeild UMFG/Petra Rós Í seinni hálfleik var það svo reynsluboltinn Óskar Örn Hauksson sem tryggði Grindavík sigur með marki á 73. mínútu. Lokatölur 2-1 og Grindavík í 6. sæti deildarinnar en Selfoss enn í fallbaráttu. Í Mosfellsbæ unnu heimamenn í Aftureldingu 5-0 sigur á botnliði Ægis. Elmar Kári Enesson Cogic og Ivo Braz skoruðu sitt hvoru megin við hálfleikspásuna og undir lokin brustu allar flóðgáttir Ægismanna. Ásgeir Frank Ásgeirsson, Elmar Kári og Sindri Sigurjónsson bættu allir við mörkum á síðustu mínútunum. Fjölnismenn eru öruggir með sæti í úrslitakeppni um sæti í Bestu deild og þeir unnu 2-1 sigur á Leikni í Breiðholti sem sömuleiðis verða í baráttunni um sæti í efstu deild. Sigurvin Reynisson skoraði fyrir Fjölni á 17. mínútu en Davíð Júlían Jónsson jafnaði nokkru síðar. Axel Freyr Harðarson kom Fjölni í 2-1 skömmu fyrir hálfleik og það reyndist síðasta mark leiksins. Leiknismenn þurfa ekki að örvænta því þeir eiga enn möguleika á sæti í Bestu deild að ári.Visir/ Tjörvi Lokatölur 2-1 og Fjölnismenn í þriðja sæti deildarinnar en bæði liðin eru búin að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Að lokum mættust Vestri og Þróttur Reykjavík á Ísafirði. Steven Lennon kom Þrótti yfir á 48. mínútu en heimamenn svöruðu með tveimur mörkum. Fyrst skoraði Mikkel Jakobsen í upphafi síðari hálfleiks og Baldur Hannes Stefánsson varð síðan fyrir því óláni að skora sjálfsmark stundarfjórðungi fyrir leikslok. Lokatölur 2-1 fyrir Vestra sem líkt og Fjölnir og Leiknir eru öruggir með sæti í úrslitakeppni liðanna sem enda í sæti 2-5 í deildinni. Eitt þeirra liða fer svo upp í efstu deild. Fallbaráttan er æsispennandi. Selfoss, Ægir, Grótta og Þróttur eru öll með 23 stig í sætum 8-11 og Þór er í 7. sæti með 24 stig. Þór og Grótta spila á eftir og geta komið sér úr fallpakkanum með sigri. Lengjudeild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim Sjá meira
ÍA var mætt í Njarðvík og mætti þar heimamönnum sem eiga í harðri fallbaráttu. Njarðvíkingar hafa tekið vel við sér eftir að Gunnar Heiðar Þorvarðarson tók við stjórn liðsins og því um áhugaverðan leik að ræða. Skagamenn byrjuðu hins vegar af krafti. Árni Salvar Heimisson og Hlynur Sævar Jónsson komu liðinu í 2-0 strax á fyrstu þrettán mínútunum en Rafael Victor minnkaði muninn skömmu fyrir hálfleik. Strax í upphafi síðari hálfleiks skoraði Breki Þór Hermannsson þriðja mark ÍA og staðan orðin 3-1. Jón Þór Hauksson er nálægt því að stýra Skagamönnum í Bestu deildina á ný.Vísir/Hulda Margrét Steinar Þorsteinsson bætti fjórða marki Skagamanna við undir lokin og Oliver Kelaart klóraði í bakkann fyrir heimamenn. 4-2 urðu lokatölur leiksins og Skagamenn í úrvalsstöðu fyrir síðustu umferðina. Þeir eru þremur stigum á undan Aftueldingu og dugir því eitt stig í lokaumferðinni þar sem þeir mæta Gróttu. Í Grindavík tóku heimamenn á móti Selfyssingum. Grindavík þurfti sigur til að endanlega koma sér frá fallbaráttunni hún er afar jöfn. Tómas Orri Róbertsson kom Grindavík í 1-0 á 14. mínútu og Aron Fannar Birgisson jafnaði metin skömmu síðar. Grindvíkingar björguðu sér endanlega frá falli með sigri á Selfyssingum í dag.Knattspyrnudeild UMFG/Petra Rós Í seinni hálfleik var það svo reynsluboltinn Óskar Örn Hauksson sem tryggði Grindavík sigur með marki á 73. mínútu. Lokatölur 2-1 og Grindavík í 6. sæti deildarinnar en Selfoss enn í fallbaráttu. Í Mosfellsbæ unnu heimamenn í Aftureldingu 5-0 sigur á botnliði Ægis. Elmar Kári Enesson Cogic og Ivo Braz skoruðu sitt hvoru megin við hálfleikspásuna og undir lokin brustu allar flóðgáttir Ægismanna. Ásgeir Frank Ásgeirsson, Elmar Kári og Sindri Sigurjónsson bættu allir við mörkum á síðustu mínútunum. Fjölnismenn eru öruggir með sæti í úrslitakeppni um sæti í Bestu deild og þeir unnu 2-1 sigur á Leikni í Breiðholti sem sömuleiðis verða í baráttunni um sæti í efstu deild. Sigurvin Reynisson skoraði fyrir Fjölni á 17. mínútu en Davíð Júlían Jónsson jafnaði nokkru síðar. Axel Freyr Harðarson kom Fjölni í 2-1 skömmu fyrir hálfleik og það reyndist síðasta mark leiksins. Leiknismenn þurfa ekki að örvænta því þeir eiga enn möguleika á sæti í Bestu deild að ári.Visir/ Tjörvi Lokatölur 2-1 og Fjölnismenn í þriðja sæti deildarinnar en bæði liðin eru búin að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Að lokum mættust Vestri og Þróttur Reykjavík á Ísafirði. Steven Lennon kom Þrótti yfir á 48. mínútu en heimamenn svöruðu með tveimur mörkum. Fyrst skoraði Mikkel Jakobsen í upphafi síðari hálfleiks og Baldur Hannes Stefánsson varð síðan fyrir því óláni að skora sjálfsmark stundarfjórðungi fyrir leikslok. Lokatölur 2-1 fyrir Vestra sem líkt og Fjölnir og Leiknir eru öruggir með sæti í úrslitakeppni liðanna sem enda í sæti 2-5 í deildinni. Eitt þeirra liða fer svo upp í efstu deild. Fallbaráttan er æsispennandi. Selfoss, Ægir, Grótta og Þróttur eru öll með 23 stig í sætum 8-11 og Þór er í 7. sæti með 24 stig. Þór og Grótta spila á eftir og geta komið sér úr fallpakkanum með sigri.
Lengjudeild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim Sjá meira