Innlent

Um­boðs­maður sendir Ás­mundi bréf vegna sam­einingar

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ásmundur Einar þarf að svara umboðsmanni barna vegna fyrirhugaðrar sameiningar MA og VMA.
Ásmundur Einar þarf að svara umboðsmanni barna vegna fyrirhugaðrar sameiningar MA og VMA. Vísir/Vilhelm

Um­boðs­maður barna hefur sent Ás­mundi Einari Daða­syni, mennta-og barna­mála­ráð­herra bréf vegna sam­einingar Mennta­skólans á Akur­eyri og Verk­mennta­skóla Akur­eyrar. Óskar um­boðs­maður eftir upp­lýsingum um það hvort mat hafi verið lagt á bestu hags­muni barna og hvort nem­endur hafi fengið að koma sjónar­miðum á fram­færi.

Þetta kemur fram í til­kynningu. Þar segir að um­boðs­manni barna hafi borist erindi frá full­trúum nem­enda við Mennta­skólann á Akur­eyri. Þar lýsi nem­endur yfir ó­á­nægju sinni með skort á sam­ráði við nem­endur vegna sam­einingar MA og VMA.

Í bréfi um­boðs­manns til Ás­mundar kemur fram að mat á því sem er börnum fyrir bestu eigi á­vallt að liggja til grund­vallar á­kvarðana­töku af hálfu hins opin­bera og að slíkt mat eigi að fram­kvæma áður en ráðist sé í að­gerðir sem varði börn með einum eða öðrum hætti. Þá kemur jafn­framt fram að hluti af slíku mati sé að veita börnum tæki­færi til þess að koma sjónar­miðum sínum á fram­færi og að rétt­mætt til­lit sé tekið til skoðana þeirra.

„Það er réttur barna að vera höfð með í ráðum við skipu­lag menntunar og skylda stjórn­valda að veita þeim raun­veru­lega tæki­færi til þess að koma sjónar­miðum sínum á fram­færi og hafa á­hrif,“ segir í til­kynningu um­boðs­manns.

Þá óskaði um­boðs­maður eftir upp­lýsingum um það hvort mat hafi verið lagt á bestu hags­muni barna við á­kvarðana­töku um sam­einingu Mennta­skólans á Akur­eyri og Verk­mennta­skóla Akur­eyrar. Hvort nem­endur hafi fengið tæki­færi til þess að koma sjónar­miðum sínum á fram­færi og hvort sam­ráð hafi verið haft við nem­endur og þá með hvaða hætti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×